Vera - 01.08.2000, Síða 58

Vera - 01.08.2000, Síða 58
E I S I I L L Sólveig Jónasdóttir — verkefnisstjóri hjá Skrefi fyrir skref Uppskriftabækur um ástalíf og leiðtogahæfileika kvenna í sumarfríinu veitti ég mér þann munað að eyða dögunum sitjandi á kaffihúsum heimsborgarinnar London og kjamsa á nýjasta góðgætinu sem bókabúðir þar i landi buðu upp. Ég gætti þess vand- lega að í bunkanum væri ekkert sem mögulega minnti á vinnuna - enda fríinu ætlað að tæma algjörlega hugann og rýma þannig til fyrir nýjum hugmyndum. Ein þessara bóka var framhald dagbókar Bridget Jones, The edge of reason eftir Helen Fielding sem margar íslenskar konur þekkja. Bridget þessi er einhleyp Lundúnakona á þrítugsaldri í góðri vinnu en eilíflega í vandræðum með persónulega lífið. Frá- sögnin er alveg meinfyndin og vegur oft ískyggilega nærri „veik- byggðri" ímynd okkar kvenna, t.d. þegar Bridget byrjar hvern dag á því að skrá ítarlega í dagbókina upplýsingar um þyngd, fjölda reyktra sígarettna, alkóhólmagn, fjölda heimsókna í líkamsræktina, skor í ástar- og kynlífsmálum o.s.frv. Ut frá þessum upplýsingum má oftast lesa skap og sjálfstraust Bridgetar sjálfrar (líðan hennar er í öfugu hlutfalli við vigtina). Það sem vakti þó með mér mesta kátínu var hvernig hún studdist að því er virtist takmarkalaust við „uppskriftabækur", og þá sérstaklega þegar kom að ástalífmu.Titl- ar eins og Loving you separated man without losing your mind, How to love and lose but keep your selfexteem, How to win back the man you love, What men want og Mars and Venus on a Date, fylla bókaskápana hennar og lýsingar á innihaldinu orsökuðu oft- ar en ekki hjá mér geðveikisleg hlátursköst á yfirfullum kaffihús- unum. Boðskapinn virtist hún gleypa hráan og í hvert sinn sem kom upp vandamál með karlmenn hljóp hún heim til að fletta upp í „uppskriftabókunum"! Þar sem ég hef lengi haft hreina andúð á slíkum sjálfshjálpar- bókum og fussað og sveijað þegar þær berast í tal sá ég sjálfa mig hreint ekki í þessum pælingum hennar. Eg hef alltaf verið sú sem hef verið stolt af því að tilkynna hátt og snjallt yfir heilu kvenna- partíin að bækur eins og Venus og Mars hefði ég aldrei opnað og myndi sko ekki eiga annað eftir! ha ha ha aumingja ósjálfstæða Bridget hangandi í „uppskriftabókum" og fordómarnir sjóðbull- uðu í mér. Það var ekki fyrr en nokkrum vikum síðar þegar ég kom heim og leit í bókahillurnar mínar að ég áttaði mig á því að ég væri kannski engu skárri en Bridget . A náttborðinu fann ég titla eins og Reach for the top,The female advantage — Womens way of Leadership.What's hold- ing you back — 9 critica] choices for women's success og síðast en ekki síst Play like a man, win Iike a woman. Voru þetta kannski ekki „upp- skriftabækur" af einhverju tagi? Ég reyndi lengi dags að afneita staðreyndunum og taldi mér trú um að þar sem bækurnar væru allar um leiðtogahæfileika kvenna og eingöngu vinnutengdar giltu um þær allt önnur sannindi! Eða hvað? Efinn nagaði enn því í raun var ég að lesa þær með svipað í huga og vinkona mín Bridget — hvernig ég gæti orðið betri - að vísu ekki í ástalífinu heldur sem stjórnandi og leiðtogi og leiðtogafræðin kenna að enginn geti orðið leiðtogi nema taka sig í gegn í einkalífmu um leið! Eftir því sem ég velti því lengur fyrir mér var ég sannfærð um að langflestar konur nýta sér sjálfshjálparbækur af einhverju tagi einhvern tímann á lífsleiðinni. Og kannski væri það ekkert eins spaugilegt og ég hafði haldið, aðalmálið væri líklega hvernig við notum þær en ekki hvort! Ef við erum í leit að algildum sannleika og breytum nákvæm- lega eftir þeim í öllum okkar athöfnum, hljótum við að vera á villi- götum — gætum vart kallast annað en bókstafstrúarkonur eins og sagan um Bridget sýnir. Ef við aftur á móti lesum þær með opn- um huga og tileinkum okkur einungis það sem okkur finnst skyn- samlegt og höfðar til okkar geta þær oft komið að gagni við að byggja okkur upp sem betri einstaklinga, hvort heldur sem er í einkalífmu eða á vinnumarkaðinum. Þannig get ég t.d. hiklaust mælt með bókunum á náttborðinu mínu. Ég er alls ekki sammála öllu því sem þar stendur en margt vakti mig til umhugsunar. í bók sinni Play like a man, win like a woman — what men know about success that women need to learn, kennir Gail Evans að reglur við- skiptaheimsins séu ekki ólíkar leikreglum boltaleikja þar sem sam- keppni og liðsandi séu undirstöður leiksins ásamt þjálfaranum. Astæðuna fyrir því að karlmenn eru fleiri í toppstjórnendastöðum í dag segir Gail að sé fyrst og fremst sú að þeir þekkja reglurnar og eru vanir þeim, enda séu það þeir sem hafi samið þær. Við konur þurfum aftur á móti að læra þessar reglur og fara eftir þeim upp að ákveðnu marki til þess að geta klifrað upp stigann, og einung- is þannig getum við breytt þeim. I tengslum við reglurnar fjallar hún um hugtök eins og sektarkennd, eftirsjá, ákveðni (eða frekju!), sjálfstæði, mikilvægi liðsheildar, gildismat og sanna merkingu já og nei og notar til þess ótal frásagnir af konum og körlum sem hún hefur kynnst í gegnum starfsferil sinn. Jafnframt leggur hún áherslu á að við höldum einkennum okkar sem konur og einstaklingar. Kenningar hennar um glerþakið eru athyglisverðar í ljósi þess- ara leikreglna. Hún rifjar upp leiki barna þar sem leiðtoginn ákvað reglur um hvernig var hægt að vera t.d. stikkfrí. Eins og við mun- um gátu reglurnar oft breyst í hita leiksins eftir því hvað leiðtog- inn ákvað hverju sinni og hin börnin tóku sem algildan sannleik. Það sama segir hún gilda um glerþakið ógurlega sem við konur upplifum svo oft að okkur sé haldið fyrir neðan - að það sé ein- faldlega ekki til nema í höfðum okkar sjálfra - að enginn geti ákveðið reglurnar fyrir okkur.Við konur séum því í sömu sporum og börnin í leiknum sem trúa því að reglurnar séu sannar af því að leiðtoginn ákvað svo! Það verði ekki fyrr en við allar trúum því að glerþakið hættir að vera til, og þá eru leiðirnar til breytinga óteljandi. Með bók sinni vill Gail brýna konur til forystu því eins og hún segir er framlag okkar til viðskiptaheimsins alltof verðmætt til þess að framhjá því verði gengið. Það er í höndum okkar sjálfra að breyta, fyrst okkur og síðan umhverfmu. Og ég verð að viður- kenna að bók hennar virkar! Það er ekki frá því að eftir lesturinn sé ég bæði skýrari í kollinum hvað varðar reglur viðskiptaheims- ins og hugrakkari við að takast á við hann. Eða eins og Gail orðar það: „Skemmtu þér, vertu þú sjálf, elskaðu lífið og líka leikinn!" 58 • VERA

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.