Vera


Vera - 01.06.2001, Page 10

Vera - 01.06.2001, Page 10
Mynd: Gréta Leikritið Ungir menn á upp- leið hlaut 1. verðlaun í hand- ritasamkeppni Stúdentaleikhúss- ins og var sýnt þar við góðar undirtektir í vetur og nú eru sýningar hafnar á verkinu í Kaffileikhúsinu. Auk þess var verkið valið úr hópi áhugaleik- sýninga til sýningar í Þjóðleik- húsinu í vor. I sumar ætlar höf- undur þess, Sigríður Lára Sigur- jónsdóttir bókmenntafræðingur, að skrifa kvikmyndahandrit upp úr verkinu. „LeikritiS gerist á galakvöldi á veitinga- húsi og fjallar um stráka í herraklúbbi sem bjóða dömum sínum út. Þeir eru all- ir „aö meika þaS", græSa á hlutabréf- um og þess háttar, en þegar liSur á kvöldiS kemur í Ijós aS joeir eru allir á kúpinni þótt þeir reyni aS halda andlit- inu," segir SigríSur Lára sem fékk hug- myndina þegar hún vann á veitingahúsi þar sem alls kyns hópar héldu veislur. Þar heyrSust oft sögur af góSærinu og hvernig hægt væri aS fá lánaSa pen- inga fyrir hverju sem er. SigríSur Lára er 27 ára, frá Egils- stöSum og þar hófust kynni hennar af leiklistinni, hún lék bæSi í skóla og meS leikfélagi staSarins. Þegar hún kom í Háskólann gekk hún aS sjálfsögSu í á- hugaleikfélagiS Hugleik og hefur leikiS þar, tekiS foátt í höfundasmiSju og skrif- aSi leikritiS Völin & kvölin & mölin í fé- lagi viS aSra. Undanfarin ár hefur hún unniS á skrifstofu Bandalags íslenskra leikfélaga og sótt mörg leiklisfarnám- skeiS á þeirra vegum í SvarfaSardal. „Eg hef veriS í mastersnámi í bók- mennfum meS vinnu og er aS skrifa um franska leikritaskáldiS Eugene Scribe. ÞaS var Karl Agúst Ulfsson sem kynnti mig fyrir honum á námskeiSi í leikrita- skrifum hjá Endurmenntunarstofnun. Eu- gene var uppi á sautjándu öld og skrif- aSi 374 leikrit eftir formúlu sem minnir á sápuóperur nútímans. I vetur ætla ég að einbeita mér aS ritgerSinni sem Erasmus nemandi viS háskólann í Mont- pellier í Frakklandi. Svo held ég vonandi áfram aS skrifa leikrif. Ég er meS hug- mynd sem kviknaSi líka þegar ég var aS vinna á veitingahúsinu," segir SigríSur Lára sposk og viS biSum spennt. o I I

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.