Vera


Vera - 01.06.2001, Qupperneq 17

Vera - 01.06.2001, Qupperneq 17
Þessar tölur sýna fjölda erlendra ríkisborgara með lögheimili á Islandi. Pólland 1429 Danmörk 969 Bandaríkin 586 Fyrrum Júgóslavía 555 Fyrrum Sovétríkin 520 Þýskaland 463 Filippseyjar 457 Tailand 429 Bretland 388 Svíþjóð 313 Noregur 318 Aðrir erlendir ríkisborgarar 2145 Umfram eftirspurn eftir vinnuafli hefur verið viðvar- andi síðan árið 1996 og virðist ekkert lát á, þó blikur séu á lofti í efnahagsmálum. Vinnumálastofnun gefur út atvinnuleyfi til fólks sem kemur frá löndum utan EES svæðisins en ekki þarf að sækja um atvinnuleyfi ef fólk kemur frá aðildarlöndum samningsins. Fyrstu fimm mánuði þessa árs gaf Vinnumálastofnun út 913 ný tfmabundin atvinnuleyfi, samanborið við 653 f fyrra, en heildarfjöldi tímabundinna atvinnuleyfa árið 2000 var 1663 ný leyfi og 1143 framlengd leyfi. En hvar er þetta fólk að vinna? Sé bara litið á fyrstu fimm mánuði þessa árs voru atvinnuleyfi vegna fiskvinnslu 540; vegna þrifa, ræstinga eða vinnu í eld- húsi 337; vegna véla- og verkafólks í iðnaði, verk- t smiðjum og matvælaframleiðsu 295 og til iðnaðar- manna og verkafólks í byggingariðnaði 241. Það er ljóst að íslenskt atvinnulíf kæmist ekki af án þessa vinnuafls og þannig hefur það verið undan- farin þensluár, sem stundum eru kennd við góðæri. Það er því að gerast hér á landi, sem gerst hefur í öðrum Evrópulöndum fyrir áratugum, að erlent vinnuafl hefur tekið að sér þau störf sem innfæddir vilja ekki vinna. Sem dæmi um það má nefna að í ræstingum á ríkisspítölunum er nú 75% starfsfólksins af erlendum uppruna. Önnur birtingarmynd þessa innflutnings birtist víða úti á landi þar sem vel menntaðir útlendingar hafa lagt fram mikilvægan skerf til menningar stað- anna. Hægt er að taka dæmi af Bolungarvík í því sam- bandi en við tónlistaskólann þar kenna nú fjórir há- menntaðir tónlistarmenn frá austur-Evrópu á margs konar hljóðfæri. Þar hefur líka verið búsett tailensk kona sem hóf fyrir nokkru að kenna börnum sam- kvæmisdans. Nemendur hennar sóttu íslandsmeist- aramót í samkvæmisdönsum í vor og unnu nokkur þeirra til verðlauna. Framlag fólks af erlendum uppruna til mannlífs á Vestfjörðum hefur verið mjög sýnilegt og hafa heima- menn kunnað að meta það á táknrænan hátt með sinni árlegu Þjóðahátíð þar sem útlendingarnir kynna menningu sína t.d. með tónlist, dansi og matargerð. Mættu fleiri landshlutar taka Vestfirðinga til fyrir- myndar í þessu efni og bjóða fólk þannig velkomið á ótvíræðan hátt. Það myndi víkka sjóndeildarhring al- mennings og vinna gegn fordómum. Af hverju er ekki svona hátíð haldin í höfuðborg landsins, Reykjavík? 17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.