Vera


Vera - 01.06.2001, Page 18

Vera - 01.06.2001, Page 18
Fjölbreytni auðgar Guðrún Pétursdóttir, forstöðumaður Miðstöðvar nýbúa Kynþáttafordómar og leidir til að vinna gegn þeim í hugum margra vesturlandabúa er rasismi eða kynþótta- fordómar útdautt fyrirbæri. Sumir tengja rosismonn við nasistatímann í Þýskalandi, aðrir við KuKuxKlan hreyfing- una í Bandaríkjunum eða ofbeldisfulla nýnasistahópa. En rasisminn er margslungið fyrirbæri og hafa birtingarmynd- ir hans breyst og þróast í samræmi við breytingar samfé- lagsins. I dag er honum komið ó framfæri eftir formlegum og óformlegum leiðum. Formlegu leiðirnar eru pólitískar ókvarðanir, fjölmiðlar og í gegnum menntakerfið. Oform- legu leiðirnar eru t.d. vegna óhrifa fró fjölskyldunni, vinum, ó skemmtistöðum eða önnur persónuleg samskipti. í fjölmiðlum í Skandinavíu og á íslandi er oft fjallað um innflytjendur sem „vandamál". Þeir koma til landsins og það verður til vandamál. Það sem hefur hins vegar minna verið rætt um er ábyrgð innfæddra á þeim árekstrum sem upp geta komið milli menn- ingarhópa. Eitt af því sem veldur árekstrum eru for- dómar. Orðið for-dómar felur í raun í sér merkingu þess, þ.e. við dæmum fyrir fram, dæmum eitthvað- /einhvern sem við þekkjum ekki. En þá vaknar spurn- ingin: Hvernig er það hægt? Hvernig er hægt að dæma eitthvað eða einhvern sem maður ekki þekkir? Hvernig er hægt að mynda sér skoðun á einstaklingi eða jafnvel hópi fólks án þess að þekkja hann eða hafa nokkra möguleika á að þekkja allan hópinn? Það getum við vegna þess að við höf- um gert okkur ákveðnar hug- myndir af viðkomandi manneskju eða hópi, myndir sem við lærum að trúa og festast í hugum okkar. Myndirnar fáum við víða úr um- hverfinu, t.d. úr bókum, kvik- myndum, teiknimyndasögum og ekki síst fjölmiðlum. Þessar myndir köllum við „staðalmyndir" (stereotypes). Einföld lýsing á því ferli sem á sér stað og veldur á- rekstrum f mörgum tilfellum er eitthvað á þessa leið: Fyrsta skrefið eru þær staðalmyndir sem við iærum af umhverfinu um fóikaf ólíkum uppruna en þessar staðalmyndir eru stór hluti af félagsmótun barna á vesturlöndum. Með þessar myndir í huga þykjumst við vita nákvæmlega hvernig einhver ákveðinn hópur fólks ER, jafnvel þótt við höfum aldrei kynnst neinum sem afeinhverjum ástæðum hefur verið flokkaður inn í þann hóp. Við þessa flokkun eru notuð ýmis ein- kenni, t.d. er flokkað eftir menningu, trú, uppruna, hegðun eða eftir útlitseinkennum eins og húðlit, lík- amsstærð, hárgerð eða öðrum einkennum. Þegar er t.d flokkað eftir útlitseinkennum eða uppruna eru öll- um einstaklingum sem teljast til þess hóps gefnir ákveðnir eiginleikar, svo sem latir, duglegir, gáfaðir, skemmtilegir, frekir o.s.frv. Þannig verður til staðal- mynd um hóp fólks sem á ekkert annað sameiginlegt en að vera með ákveðin sameiginleg útlitseinkenni eða að vera fætt í sömu heimsálfu. Staðalmyndirnar gera okkur í raun kleift að dæma án þess að þekkja. Ef við höfum engar staðalmyndir til að fara eftir þá getum við heldur ekki dæmt. Þegar einstaklingur eða hópur fólks er dæmdur eftir staðalmyndum en ekki sem einstaklingur þá er um að ræða fordóma. Þannig má segja að forsenda allra fordóma sé staðalmyndir og vil ég sérstaklega benda fjölmiðlum á ábyrgð þeirra í myndun staðal- mynda og þar með fordóma. Oft er um að ræða fréttir sem við tökum varla sérstaklega eftir af því að þær snerta okkur ekki beint, en þeir ein- staklingar sem flokkaðir hafa verið undir þann hóp sem fjallað er um líða beint fyrir fréttaflutninginn. íslenskir fjölmiðlar taka nær undantekningarlaust fram í fréttum sínum af hvaða þjóðerni afbrotamenn eru, eða hvort þeir eru af erlendum uppruna. Smám saman verður til sú staðalmynd að útlendingar fremji oftar glæpi en inn- fæddir. Þessar staðalmyndir eru síðan forsenda for- dóma í hugum fólks. Hættan sem felst f fordómum er fólgin í þeirri staðreynd að fordómar í hugum fólks eru oftast næsta skref á undan mismunun, þ.e. við látum fordómana í hugum okkar hafa áhrif á hegðun og framkomu gagnvart fólki sem tilheyrir ákveðnum hópi fólks. Þegar einstaklingur eða hópur fólks er dæmdur eftir staðalmyndum en ekki sem einstaklinqur bó er um að ræða fordóma. i i i 18

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.