Vera


Vera - 01.06.2001, Qupperneq 19

Vera - 01.06.2001, Qupperneq 19
Hversdags rasismi lýsir sér t.d. með því að fólk er látið afskiptalaust og einangrað, þaÖ er talað niÖur til þess, það er tortryggt, því er sýndur hroki og yfirlæti, þaó fær verri þjónustu, þaó er uppnefnt og niÖur- lægt, því er sýnd ókurteisi, óþolinmæói og pirringur... Hversdags rasismi - duldar birtingarmyndir fordóma Næsta skref í þessu ferli til árekstra er mismunun. P.e. þegar fólk lætur fordóma eða rasisma hafa áhrif á hegðun sína gagnvart einstaklingum sem tilheyra ákveðnum hópum innan samfé- lagsins. Ein skilgreining á mis- munun er á þessa leið: „Þegar ein- staklingar eða hópar fólks fá síðri meðhöndlun en aðrir vegna sam- eiginlegra einkenna, eins og t.d. húðlitar, þjóðernis, trúarþragða eða annarra sameiginlegra ein- kenna." En hvernig lýsa þá fordómarnir og mismununin sér? Lýsa þeir sér alltaf með ofbeldi og augljósri mismunun? Ef svo væri, mætti halda því fram að á íslandi væru litlir fordómar gagnvart fólki af ólíkum uppruna. En svona einfalt er þetta ekki. Hversdags rasisma, eða duldar birtingarmyndir fordóma, verða yf- irleitt aðeins þau vör við sem verða fyrir þeim. Við hin, sem ekki verðum fyrir þeim, vitum ekki einu sinni af þeim. Skipulagður, ofbeld- isfullur rasismi er ennþá í lág- marki á íslandi en hversdags ras- ismi ekki. En hvernig lýsir hvers- dags rasismi sér? Hann lýsir sér t.d. með því að fólk er látið af- skiptalaust og einangrað, það er talað niður til þess, það er tor- tryggt, því er sýndur hroki og yfir- læti, það fær verri þjónustu, það er uppnefnt og niðurlægt, því er sýnd ókurteisi, óþolinmæði og pirringur svo eitthvað sé nefnt. Þetta kemur ekki fram á síðum dagblaðanna og fólk sem er í þeirri aðstöðu að vera útlendingur í ókunnu landi kvartar sjaldnast yfir neikvæðri framkomu í sinn garð. Þetta er talið algengasta form rasisma á vesturlöndum í dag. Þannig má í raun túlka hvers- dags rasisma sem almennt nei- kvætt viðhorf innfæddra gagnvart fólki af erlendum uppruna sem það lætur koma fram í umgengni sinni við einstaklinga sem tilheyra þeim hópi. Eins og felst í orðinu er hér um að ræða viðhorf sem fólk verður vart við á hverjum degi og er hluti af daglegu lífi bæði meiri- og minnihlutahópsins. Við- hald rasismans í upplýstum sam- félögum nútímans á sér m.a. stað vegna þess að þetta form hans er ekki viðurkennt sem rasismi. Mismunun leiðir til ótaka. Þegar einstaklingur hefur upplifað einhverja tegund mismununar í ákveðinn tíma er líklegt að hann hætti að sætta sig við hana og rísi upp gegn óréttlætinu. Þetta á t.d. við um aðra kynslóð innflytjenda í Evrópu, þ.e. fólk sem er fætt og uppalið í landinu en verður þó daglega fyrir mismunun vegna uppruna síns. Þeir sem mismuna, bæði stofnanir og einstaklingar, gera það af þeirri sannfæringu að þeirra sé rétturinn sem meðlima meirihlutahópsins. Þegar þessi mismunandi viðhorf rekast á er hætta á átökum, eins og lýst er hér að neðan. Af þessu má Ijóst vera að ras- isminn í samfélaginu lýsir sér fyrst og fremst á dulinn hátt. Aðeins sjaldan brýst hann út í opinskáu ofbeldi eða árásum. Rasismi er afar neikvætt orð f samfélögum V-Evrópu og því hefur hann verið skilgreindur á einfaldan hátt, þ.e. á meðan við trúum því að rasismi birtist aðeins opið og ofbeldisfullt eða með samtökum nýnasista get- um við afneitað tilvist hans í sam- félaginu og þar með viðhaldið honum. Með því að afneita tilvist hans viðhöldum við honum og leyfum honum að þróast yfir í of- beldisfullt form. Því er svo mikil- vægt að við viðurkennum nú þeg- ar hin duldu form rasismans og byrjum að vinna gegn þeim en bíðum ekki eftir að þessi nei- kvæðu viðhorf í hugum fólks nái að þróast yfir í opinn og ofbeldis- fullan rasisma. StaSalmyndir, sem al- Einstaklingar eru dæmdir Fordómar leiSa til mis- Mismunun veldur átökum. hæfa um einstaklinga á forsendum staSal- mununar. MaSur lætur Sá sem er mismunaS leit- ákveðinna hópa, fengnar mynda - þ.e. maður fordóma hafa áhrif á at- ar réttlætis. Sá sem mis- úr umhverfinu - fjölmiðl- myndar sér skoSun út frá hafnir sínar eSa fram- munar telur sig vera í um, bíómyndum, bókum, fyrirfram gefnum forsend- komu gagnvart einstak- rétti til þess. Hann tilheyr- umtali... um og dæmir án þess aS lingum vegna þess aS ir meirihlutahópnum, þekkja. þeir tilheyra ákveSnum hópi fólks meS einhver sameiginleg einkenni. honum finnst hann eiga aS ganga fyrir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.