Vera


Vera - 01.06.2001, Side 20

Vera - 01.06.2001, Side 20
Viðtöl: Elísabet Þorgeirsdótti Verð fyrir fordómum á hverjum degi segir Katrín Thuy Ngo frá Víetnam Katrín Thuy Ngo kom til íslands órið 1991 með 30 manna hópi flóttafólks fró Víetnam. Hún hafði flúið með bóti til Hong Kong og dvalið í lokuðum flótta- mannabúðum í 18 mónuði óður en hún fékk viðurkenningu sem pólitískur flótta- maður. Skömmu síðar gafst henni tækifæri til að koma til íslands ósamt kærasta sínum og ungum syni. Katrín er nú fræðslufulltrúi í Miðstöð nýbúa í Reykjavík. Katrín er frá Norður-Víetnam og þurfti alla ævi að gjalda fyrir pólitískar skoðanir föður síns. Hann var rithöfundur og var hnepptur f fang- elsi árið 1963 eftir að hafa skrifað skáldsögu sem var ekki að skapi kommúnistastjórnarinnar sem er þar enn við völd. Ekkert fréttist af honum eftir það en tfu árum seinna var fjölskyldunni sagt að hann væri dá- inn. Katrfn var aðeins átta mánaða þegar faðir hennar var handtekinn en af því hann var pólitískur fangi missti fjölskyldan ýmis borgaraleg réttindi. Móðir Katrínar barðist áfram með börnin sín þrjú. Hún stofnaði saumastofu og sendi Katrínu til náms í fata- hönnun og vann hún síðan á saumastofunni í nokkur ár. En móðir hennar vildi að hún menntaði sig meira. Vegna pólitískra skoðana fékk enginn úr fjölskyldunni aðgang að ríkisháskólunum en þær mæðgur unnu hörðum höndum svo Katrín gæti farið f einkarekinn kennaraháskóla. „Ég tók fyrst fjögur ár til almennra kennararéttinda en bætti síðan tveimur árum við og fékk réttindi til að kenna f framhaldsskólum. En ég fékk ekki vinnu nema langt uppi í sveit af því að fólk með próf úr ríkishá- skólunum gekk fyrir eða fólk sem á nóga peninga. Ef ég færi svona langt í burtu yrði mamma að vera ein, því systir mín var gift og farin að búa. Ég ákvað því að flýja land í von um að geta búið í landi þar sem við gætum lifað sem frjálsir þegnar. Þegar ísland var kynnt fyrir okkur í flóttamannabúðunum voru margir sem ekki vildu fara þangað en mér fannst mikilvægast að komast þangað sem ríkti friður og mannréttindi væru virt, þótt landið væri langt í burtu og ég vissi lít- ið um það," segir Katrín. 18 mónuðir í lokuðum flóttamannabúðum Það var mikil lífsreynsla að ferðast á báti út í óviss- una og Katrín segist hafa verið hætt komin á leiðinni. 20

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.