Vera


Vera - 01.06.2001, Page 21

Vera - 01.06.2001, Page 21
Ég var komin niður í 39 kíló í flóttamannabúðunum. Algengt var að konum væri nauögað. Hún flúði ásamt kærasta sínum, systur og tveimur systurdætrum og segir að þau hafi verið heppin mið- að við marga aðra. Ferðin tók aðeins einn mánuð en bátar voru allt upp í hálft ár á leiðinni og algengt var að fólk veiktist um borð og sumir dóu. Þeirra bátur var samferða öðrum báti sem sökk á leiðinni án þess að hægt væri að bjarga fólkinu. Nokkrar fjölskyldur höfðu skipst í bátana og mikil geðshræring var um borð þegar fólkið horfði upp á sína nánustu drukkna án þess að geta neitt að gert. „Við komumst heilu að höldnu til Hong Kong en dvölin í flóttamannabúðunum er erfiðasta lífsreynsla sem ég hef upplifað," segir Katrín. „Þegar við komum þangað vorum við snoðklippt og hreinsuð eins og dýr og oft dugði maturinn ekki fyrir alla. Ég var komin niður í 39 kfló þennan tíma. Algengt var að konum væri nauðgað. Við bjuggum í skálum með þriggja hæða kojum og fékk hver fjölskylda eina koju fyrir sig og allt sitt dót. Ég varð ófrísk í flóttamannabúðunum, það var auðvitað algjört slys, og þar fæddist sonur minn, 10. janúar 1990. Þegar ég hafði fætt hann átti ég ekkert til að klæða hann í, vafði hann bara inn í jakka. Ég var látin kenna börnum í flóttamannabúð- unum og yfirmanneskja mín reyndist mér óskaplega góð, útvegaði mér föt á barnið og fieira sem ég þurfti." Eftir 18 mánaða dvöl í lokuðum búðum fékk Katrín loks viðurkenningu sem pólitískur flóttamaður, 20. nóvember 1990, en systir hennar ekki og átti að senda hana og dætur hennar til baka. Munurinn var sagður vera sá að Katrín hafði barist fyrir réttindum sfnum í heimalandinu. * Ogeðslegt hótunarbréf „Við komum til íslands í júlf 1991 og fengum húsnæði með húsbúnaði og þess háttar í eitt ár, eins og al- mennt gerist með flóttamenn sem ríkið tekur á móti. Fljótlega eftir að við komum fengum við ógeðslegt hótunarbréf með alls kyns kynferðislegum teikning- um. Mér brá mjög og ætlaði varla að þora út á götu fyrstu dagana af ótta við að íslendingar litu á okkur eins og fram kom í þessu bréfi. Það var margt erfitt fyrstu dagana. Ég gleymi aldrei fyrsta íslenskutíman- um. Við fengum blað sem við áttum að fylla út með alls kyns upplýsingum um okkur en það var allt á ís- lensku! Við skildum ekkert, ekki einu sinni stafrófið sem er allt öðru vísi en okkar. Svo fengum við langan lista með íslenskum nöfnum og var sagt að velja okk- ur nafn. Ég sá engan mun á kvenmanns- og karl- mannsnöfnum en fannst að Katrín hlyti að vera kven- mannsnafn og valdi það. Okkur var bent á stutt nöfn en þá gat verið að þau þýddu eitthvað allt annað á víetnömsku og það gat valdið vandræðum." Vann fyrir lcomu systur sinnar og móður Fyrsta árið vann Katrín í þvottahúsi og var á íslensku- námskeiði fyrir flóttamenn á morgnana f sex mánuði. Eftir að flóttamannaaðstoðinni lauk tókst henni og kærastanum að kaupa litla íbúð með hjálp foreldra hans í Þýskalandi. Og hún byrjaði að vinna að því að fá systur sína og móður til landsins. Hún fékk mann frá Víetnam, sem kom til íslands sem flóttamaður 1979, til að fara til Hong Kong og tala við systurina og bjóðast til að giftast henni svo hún kæmist til ís- lands. Hann fór tvisvar út og Katrín borgaði farið í bæði skiptin. Það varð svo úr að þau giftust og systir- in og dætur hennar komu til íslands í febrúar 1993. Móðir Katrínar kom síðan í desember sama ár og bjó á heimili hennar í sjö ár. Það varð m.a. til þess að slitnaði upp úr sambúð Katrínar og hún býr nú ein með börn sín. Móðir hennar slasaðist í stríðinu og hefur ekki getað unnið hér á landi en hefur hjálpað Katrínu með börnin. Hún býr nú í íbúð á vegum Fé- lagsþjónustunnar skammt frá heimili Katrínar. „Ég vann alls kyns vinnu; við skúringar, í fiski og í Nóa-Síríus. Þegar ég vann þar var ég ófrísk og fannst mjög erfitt að standa við færibandið. Dóttir mín Katrín og móSir hennar í Víetnam. Eftir að pabbi hennar var tekinn til fanga barSist móSir hennar ófram meS börnin sín þrjú. 21

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.