Vera - 01.06.2001, Side 22
Fjölbreytni auðgar
„80% fólks sem kemur í
Miðstöð nýbúa segjast ekki
hafa eignast íslenska vini."
fæddist í janúar 1994. Um svipað leyti var ég beðin
að aðstoða víetnömsk börn í Vogaskóla en þá var
ég byrjuð að kenna víetnömsku í Námsflokkum
Reykjavíkur sem ég geri enn. Það er svo mikilvægt
að læra móðurmál sitt vel, það er grundvöllur fyrir
almennum málskilningi. Víetnamar tala að sjálf-
sögðu víetnömsku sín á milli og þó börnin hafi
fæðst hér verða þau að læra móðurmál sitt al-
mennilega.
1996 byrjaði ég að vinna sem túlkur á Miðstöð
nýbúa með annari vinnu en fékk fasta vinnu árið
eftir. Ég sé um almenna aðstoð við Víetnama og er
verkefnisstjóri f móðurmálskennslu. Nú eru sex
tungumál kennd hér sem móðurmál en voru tals-
vert fleiri áður. f tengslum við það sé ég um al-
þjóðasafnið á Borgarþókasafninu en þargeta börn-
in fengið lánaðar bækur á sínu tungumáli.
í sumar hef ég umsjón með sumarskóla fyrir ný-
búa f Austurbæjarskóla, á vegum íþrótta- og tóm-
stundaráðs, en í tengslum við það er ókeypis fjög-
urra vikna námskeið í íslensku fyrir Vfetnama, bæði
fullorðna og börn. Ég sé um fordómafræðslu sem
Miðstöð nýbúa býður upp á fyrir alla sem þess óska
og ég hef verið að byggja upp menningarfræðslu
um Asíu. Ég vona að sú fræðsla eflist þegar Al-
þjóðahúsið opnar í haust. Til þess að minnka for-
dóma er nauðsynlegt fyrir íslendinga að heyra um
bakgrunn innflytjenda og menningu. Þjóðin mín bjó
við stríð í 200 ár og það hefur að sjálfsögðu sett
mark á okkur. Stríðinu við Bandaríkjamenn lauk
1975 en þá tók við stríð við Kínverja sem lauk ekki
fyrr en 1989."
Allar Asíukonur keyptar til landsins?
Katrínu hefur oft fundist erfitt að takast á við lífið á
íslandi, hér var allt nýtt og framandi og tungumálið
sérstaklega erfitt. Hún segist finna fyrir fordómum á
hverjum degi en erfiðast finnst henni það viðhorf
sem íslendingar virðast hafa fyrir Asíukonum al-
mennt. „Sú skoðun virðist lífseig að allar Asíukon-
ur hafi verið keyptar til landsins og við verðum oft
fyrir niðurlægjandi athugasemdum sem tengjast
kynlífi. Þá sjaldan ég fer út á skemmtistaði líður
Katrín í þjóðbúningi fjallabúa í Norður Víetnam þegar hún fór
þangað í heimsókn 1996.
mér hræðilega þegar ég verð fyrir slíkum árásum.
Stundum fór ég út með tveimur vinkonum frá Asíu
og þá mögnuðust fordómarnir og dónalegar at-
hugasemdir frá ókunnugu fólki. Ég fann ekki eins
mikið fyrir þessu þegar ég og maðurinn minn vor-
um saman. Ég hef ekki eignast fslenskar vinkonur
nema hér í vinnunni, og hef gert könnun á því með-
al fólks sem kemur í Miðstöð nýbúa. 80% þeirra
segjast ekki hafa eignast íslenska vini."
Katrín hefur lagt mikið á sig til að læra íslensk-
una, fór m.a. í Endurmenntunardeild HÍ. Hún talar
góða fslensku en óttast samt að hún geti ekki veitt
börnum sínum nægilega hjálp þegar lengra kemur í
námi þeirra. Syni hennar gengur mjög vel í skóla,
hefur fengið toppeinkunnir, en strax er farið að bera
á því að þegar reynir á íslenskukunnáttu stendur
hann ekki eins vel að vígi. Katrín hjálpar honum við
námið í tvo tíma á dag og þarf oft að fletta upp í
orðabókum. Þar sem ekki ertil íslensk-víetnömsk
orðabók þarf hún að nota íslensk-enska og ensk-
víetnamska orðabók. Hún óttast því aðgengi barna
sinna að framhaldsnámi og telur að til þess að
börn af erlendum uppruna standi jafnfætis inn-
fæddum þurfi þau sérkennslu í íslensku. Slfkt
stendur hins vegar ekki til boða í grunnskólum.
„Tungumálið er lykillinn að samfélaginu og þar þarf
verulegt átak til þess að börn af erlendum uppruna
verði ekki annars flokks þegnar í landinu. Þar þarf
bæði góða móðurmálskennslu og sérstaka aðstoð í
íslensku," segir Katrín að lokum. ífk
A
22