Vera


Vera - 01.06.2001, Page 26

Vera - 01.06.2001, Page 26
Fjölbreytni auðgar Mynd: Þórdís Malgorzata og Dariusz Jagusiak eru frá borginni Suwalki í norð- austurhluta Póllands og eiga tvö börn, Mikael Benjamín 14 mánaða og dóttur sem fæddist um miðjan maí. Þau segjast ánægð að búa á Islandi, hér búa margir úr fjöl- skyldu Dariuszar og hér hafa þau vinnu. I haust flytja þau í stærra húsnæði sem þau hafa fest kaup á, því litla íbúðin sem Dariusz átti áður en þau giftust er orðin of lítil. Kyjnntust á íslandi rætt við Malgorzata og Dariusz Jrá Póllandi malgorzata kom til íslands árið 1997, þá 21 árs gömul, til að vinna á sauma- stofunni Fasa. Hún hafði lært fata- saum og unnið í stórri fataverksmiðju f Póllandi en langaði að kynnast öðrum löndum. Hún þekkti frænku Dariuszar sem vann í Fasa og sagði henni að vantaði fólk. Um tíma unnu átta pólskar konur í Fasa sem komu í gegnum þennan kunningsskap. „Þegar ég kom til landsins fékk ég að búa hjá mömmu Dariuszar og þar kynntumst við," segir Malgorzata og hlær, en fleiri hjónabönd urðu til í kringum þessi vinnumál. „Móðir mín flutti til íslands 1990 og fór að vinna hjá Sláturfélagi Suðurlands á Hvolsvelli," segir Dari- usz. „Við systkinin erum þrjú og komum ekki fyrr en ári seinna. Ég kláraði grunnskólann f Póllandi og var 16 ára þegar ég kom til íslands, systir mfn er yngri og bróðir minn eldri. Fyrsta árið vann ég á sveitabæ og þar var gott að læra íslensku. Ég vann svo hjá SS og keypti mér íbúð á Hvolsvelli en seldi hana og keypti íbúð í Reykjavík þegar ég flutti 1996. Ég hef unnið í vélsmiðjunni Norma í Garðabæ síðan þá. Bróðir minn er giftur pólskri konu hér og þau eiga tvö börn en systir mín býr enn hjá móður okkar." Sundlaugarnar það besta við ísland Fjölskylda Malgorzata býr í Póllandi og þangað fóru þau til að gifta sig f júlí 1999. Níu mánuðum seinna fæddist Mikael Benjamín. Hann var hjá dagmömmu sl. vetur en Malgorzata vann í Fasa til 1. maí og dóttir- in fæddist 15. maí. „Hún er enn óskírð því pólski presturinn er í útlöndum. Við erum að bíða eftir hon- um," segja þau. Einu sinni í mánuði er messað á pólsku í kaþólsku kirkjunni í Breiðholti og þangað fara þau. Á eftir er messukaffi þar sem tækifæri gefst til að hitta aðra Pól- verja. Vinir þeirra eru flestir pólskir en Dariusz hefur líka kynnst íslenskum vinum í gegnum vinnuna. Á vet- urna heldur vinahópurinn t.d. íslenskt/pólskt þorra- blót. Malgorzata talar ekki mikla íslensku og treystir á Dariusz sem hefur gott vald á málinu. Fljótlega eftir að hún kom til landsins fór hún á íslenskunámskeið í Námsflokkunum en segist ekki hafa lært mikið þar, hún læri mest á því að tala við vinnufélagana og lang- ar að læra íslenskuna betur. Malgorzata finnst svolítið kalt á íslandi á sumrin en báðum finnst þeim sundlaugarnar eitt það besta 26

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.