Vera - 01.06.2001, Page 30
Dóra Ósk Halldórsdóttir
* 'usamir
Myndir: Þórdís
góS laun
og líflegar konur með betri lífskjör?
Nýlega lét Verslunarmannafélag Reykjavíkur gera könnun meÖal félags-
manna sinna þar sem metin var afstaða til lykilþátta í starfsumhverfi fyrir-
tækja þeirra. I umræddri könnun kom fram talsvert áberandi munur á svörum
eftir kynferði og aldri, þar sem fram kom m.a. að karlmenn væru stoltari af
starfi sínu og ánægðari með launin á meðan konur væru óánægðari með
launin en eru að öSru leyti almennt mun ánægÖari meö lífið og tilveruna.
að var blíðviðrisdagur í Reykjavík þegar fjörug-
ur hópur fólks hittist niðri á Hótel Borg til að
ræða þessar niðurstöður könnunar VR. Til þess
voru fengin þau Gísli Marteinn Baldursson umsjónar-
maður Kastljóss hjá RÚV, Helena Jónsdóttir hjá kön-
nun.is, dótturfyrirtæki IMG, Daníel Þór Ólafsson hjá
Gallup IMG, lóhanna Þráinsdóttir guðfræðingur og
fyrrverandi þýðandi, Ásgerður jóhannsdóttir hjá í-
myndar- og markaðsliði Marel og Magnús Geir Þórð-
arson leikhússtjóri í Iðnó.
Karlmenn í kreppu?
Helena: Það sem kom mér mest á óvart í könnun-
inni er sú niðurstaða að konur telji sig hafa meiri
sveigjanleika í starfi og meiri stjórn á vinnutíma sín-
um heldur en karlar.
Daníel: Er það vegna þess að karlar fari síður
heim til veikra barna?
Ásgerður. Ég veit það ekki. Ég sýndi einum kunn-
ingja mínum þessar niðurstöður og hann sagði við
mig að þetta væri dæmigert. „Sjáðu bara hvernig karl-
mönnum líður í dag. Þetta er árangurinn af kvenna-
baráttunni. Við erum bara ánægðir með launin en allt
hitt er ömurlegt," sagði hann.
Ctsli: En það má samt benda á það að karlmenn
eru í miklum meirihluta þeirra sem fremja sjálfsmorð
og þeir fara frekar út í eiturlyf eða verða alkóhólistar.
Almennt virðast þeir vera óhamingjusamari en konur,
hvort sem það eru einhverjar ímyndaðar byrðar sem
þeir hafa á sínum herðum.
Helena: En getur ekki verið að þessar niðurstöður
sýni að konur hafa önnur gildi en karlmenn? Karlmenn
eru með launin og stoltið á hreinu á meðan konur
leggja meiri áherslu á sveigjanlegan vinnutíma og eins
meta þær sig mun jákvæðar, eins og sjá má á þvf að
þær telja sig léttlyndari, liprari, hlýrri, heilsubetri.
30