Vera


Vera - 01.06.2001, Blaðsíða 34

Vera - 01.06.2001, Blaðsíða 34
Viðhorfskönnun VR Eins og samheldin fjölskylda Á bensínstöð Skeljungs við Birkimel vinnur samheldinn hópur fóiks á öllum aldri. Þrátt fyrir miklar annir einn sól- ardag tókst að hóa saman fjórum starfsmönnum til að ræða niðurstöður könnunar VR sem lúta að mun í svörun hjá elsta og yngsta hópi svarenda. Ólafur |ón Magnússon sem er einn af eldri starfsmönn- um stöðvarinnar, rétt um sextugt, er búinn að vera á Birki- melnum í tíu ár. Margir þekkja Ólaf sem mikinn penna- safnara og hafa kannski gaukað að honum sérstökum penna í safnið. Algengast er að sjá Elínu Jónsdóttur í af- greiðslunni en hún var vaktstjóri stöðvarinnar. Erling jónsson sem hefur unnið í fjögur ár á stöðinni er að ræða við yngsta starfsmanninn, Birki Friðfinnsson nítján ára, um landsins gagn og nauðsynjar á milli þess sem bílar eru fylltir og olían könnuð. Þegar Erling og Birkir eru spurðir hvort þeim finnist minnst virðing borin fyrir sínum þörfum á vinnustaðnum, eins og almennt kom fram í könnun VR, segja þeir svo ekki vera. „Ég er nú ýmsu vanur en ég finn ekkert fyrir því hérna," segir Erling. Þeir samþykkja ekki að ungir starfsmenn leggi minni metnað í störf sín en aðrir. „Það skiptir samt máli í sambandi við metnað að maður geti séð fram á betri stöður," segir Erling. Þeir segja báðir starfsandann mjög góðan á stöðinni. „Við fórum í keilu um daginn og það mættu eiginlega allir," segir Birkir og Erling segist ekki kannast við að eldri starfsmenn sé afskiptir. „Þeir sem eru orðnir eldri hafa ekki eins mikinn áhuga á því að skemmta sér á sama hátt og við," segir Birkir. Vilja kannski miklu frekar vera heima að horfa á sjónvarp- ið. En við bjóðum þeim alltaf með," bætir Erling við. „Á svona litlum vinnustöðum reynir talsvert á samskipti og við erum létt hérna, enda tala margir um það sem koma hingað að hér séu alltaf ailir í góðu skapi," segir Erling. Ólafur og Elín taka undir þetta. „Vaktirnar eru langar og það skiptir miklu máli að fólki komi vel saman," segir Elín. „Við erum eiginlega eins og ein samheldin fjölskylda. rannsóknir í Bandaríkjunum sem sýna að eldri starfsmenn eru oft fljótari að koma sér inn í tæknimálin og leysa þau vandamál sem upp koma. Til dæmis man ég eftir í svipinn að konur á aldrinum 50-55 ára komu mjög sterkar út í einni könnun þar sem skoðað var hvernig fólk leysti tiltekin verkefni með tölvu og á netinu. Sér markaðurinn um jafnréttið? Gísli: Ég held að það sé örugglega rétt að það er mikil æskudýrkun í gangi í þjóð- félaginu. Hins vegar held ég að það sé lykil- atriði að það sé bara nógu hörð krafa á fyr- irtæki að skila arði, að það sé verið að reka fyrirtæki sem ganga. Ef það er haft að leið- arljósi er ekkert vandamál að hafa fjöl- skyldustefnu í fyrirtækinu, eða ráða konur til jafns við karla og unga sem aldna. Ef menn þurfa að skila hagnaði þá gera menn það sem þarf til þess. Ef góð fjölskyldu- stefna skilar öflugra fyrirtæki þá er alveg Ijóst að stjórnendur þurfa að huga að þeim málum. Ásgerður En menn verða þá líka að sjá að þetta eru hlutir sem skipta máli. Með þessum orðum er ákveðið að slá botninn í spjallið. Ferðahugur er að komast í fréttamanninn og leikstjórinn þarf að komast á æfingu. Við hin sátum samt leng- ur yfir kaffinu og spjölluðum vítt og breitt um íslenskt þjóðfélag, stöðu jafnréttisbar- áttunnar, barneignir og stöðu eldri borgara á íslandi í dag. En þegar stórt er spurt verð- ur fátt um svör og stórir málaflokkar sem þessir verða víst ekki leystir yfir kaffibolla inni á Hótel Borg, þótt vissulega megi láta á það reyna. Diesel 99+ V-Power 95 Blýlaust Erling, Ólafur Jón, Elín og Birkir á bensínstöð Skeljungs við Birkimel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.