Vera


Vera - 01.06.2001, Blaðsíða 40

Vera - 01.06.2001, Blaðsíða 40
KcirlmGnn og noktordansstaðir „Hún var mjög ákveðin og taldi sig eiga rétt á viðskiptum við mig. Ef ég bauð annarri drykk kom hún bara og heimtaði athygli. Ég tók þessu ekki illa og keypti einkadans hjá henni í hvert skipti. Hand- leggsbrotið gerði það að verkum að ég átti erfitt með sum verk og hún fróaði mér í einkadansklefun- um. Eftir þessi kynni bað ég um meira. Hún vildi fyrst ekki gera það inni á staðnum en samdi um kyn- mök utan staðarins fyrir 20.000 krónur. Smátt og smátt urðu einka- dansarnir grófari, bæði af minni hálfu og hennar, og við áttum samfarir í klefanum þegar ég keypti hálftíma einkadans en hann kostar 25.000 krónur. Ég borgaði það við barborðið en borgaði henni Ifka beint." Hann segir að af hálfu staðar- ins hafi ekkert eftirlit verið með því sem fram fór, nema tímavarsla sem dyraverðir sáu um. Sjálfur hefur hann oft heyrt stunur og samfarahljóð úr öðrum klefum en algengt er að átta til tíu klefar séu á stöðunum og aðeins þunnt þil á milli. Hann hefur Ifka orðið vitni að því að viðskiptavinur kvartaði yfir því að fá ekki kynlífsþjónustu og var stelpan sem hann hafði keypt einkadans af ávítuð. „Þegar á leið fór mér að líða illa eftir einkadansana, mér fannst ég sökkva dýpra og dýpra, verða sf- fellt meiri perri. Við vorum nokkrum sinnum saman fyrir utan staðinn, samt heimtaði hún alltaf einkadans þegar ég kom og var þá alltaf til í að fróa mér. Stundum borgaði ég henni án þess að fara með henni inn í klefa og stundum bað ég hana að hætta þessari þjónustu, mér fannst þetta orðið óþægilegt," segir hann. Sniffaði kókaín af rasskinn Annar viðmælandi okkar, rúmlega tvítugur, lýsir reynslu sinni svona: „Það er bara eitthvað við það að horfa á strippara fara úr fötunum sem fær mig til að sækja nektar- dansstaði. Ég hef orðið var við vændi en er ekki að sækjast eftir því, hef engan áhuga á því. Einu sinni bauð stúlka mér að sniffa kókafn af rasskinninni á sér. Ég var búinn að gefa henni kókaín áður og einu sinni leið yfir hana því þetta var svo gott kók. Eina kyn- lífsþjónustan sem ég hef fengið á nektarstað var þegar ég var tottað- ur af strippara sem ég var búinn að eyða fullt af peningum í." Þegar hann er spurður hvort honum finnist í lagi að þiggja kyn- lífsþjónustu af bláókunnugri konu, segir hann: „Hún var ekki það ókunnug, ég var búinn að panta mér marga einkadansa og spjalla „Þegar á leiS fór mér að líða illa eftir einka- dansana, mér fannst ég sökkva dýpra og dýpra, verða sífellt meiri perri. heiilengi við hana. Ég hef eytt svona 30.000 krónum í það skiptið en í allt hef ég eytt yfir 200.000 króum í einkadansa. Mér finnst það auðvitað of mikið þegar ég lít til baka." Trúirðu því að sumar stúlkurnar séu fluttar inn frá Austur Evrópu sem kynlífsþrælar? „Nei, flestar af þessum könnun- um eru gerðar af konum og eru ekki konur alltaf konum verstar?" Hvað heldurðu þá að fái konur til að vinna á strippstöðum? „Peningar. Ég þekki konu sem þén- ar á bilinu 200.000 til 300.000 á mánuði," segir hann. Símatorg, fylgdarþiónusta, erótískt nuda Eins og fram kemur hér að ofan er auðvelt fyrir menn að fá kynlífs- þjónustu inni á stöðunum. Við- mælendur okkar hafa einnig reynslu af því að semja um sam- farir úti í bæ, bæði í tengslum við nektarstaði og annars staðar. „Stúlkurnar eru alveg óhræddar við að hverfa með viðskiptavinum út f leigubíl á vinnutíma og koma svo aftur til að dansa," segir einn. „Á nektarstöðum er hægt að semja um vændi sem fer fram á hóteli og borga við barborðið. Það kostar 40-50.000 krónur og á stelpan að fá helminginn. Eitt hótel virðist hafa sérhæft sig í þessu, þar eru frátekin herbergi fyrir svona þjón- ustu sem ekki eru á almennri skrá. Maður borgar fyrir herbergið í af- greiðslu hótelsins, það er ekki innifalið í verðinu." Símalínur eru ekki síðri leið til að ná sér í vændi, einnig eru til 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.