Vera


Vera - 01.06.2001, Qupperneq 45

Vera - 01.06.2001, Qupperneq 45
Það eru allskonar staðlaðar ímyndir í gangi um kvennafræði og ég held að það sé mikilvægt að ræða þær. Kvennafræði er fullgilt fræðasvið, rétt eins og saga, enska eða raunvísindi. Við erum ekki að framkvæma „kjallara- skoðun" hver á annarri heldur stunda kennslu og rannsóknir. Ég ákvað því að skrifa leikrit vegna þess að með því næ ég til miklu vfðari áhorfendahóps en ef ég hefði til dæmis skrifað fræðilega grein í tímarit. Með leikritinu næ ég að draga fram skoplegu hliðina á öllu saman, (þau sem sáu sýninguna geta þorið vitni um það) en klisjan um að femínistar séu húmorslausir er jú al- þekkt. Það var því árið 1993 sem ég settist niður. Ég var mjög pirruð. Ég var þá að kenna við háskóla f pínulitl- um bæ sem var bæði fjandsamlegur gagnvart konum og kvennafræðum. Á veggjum bókasafnsins var andstyggi- legt veggjakrot um femínisma og eng- inn hafði nokkurn skilning á því hvað ég var raunverulega að kenna. Ég var hundeinmana og settist því niður og skrifaði handritið á tveimur dögum. Þetta var bara spurning um að rifja upp neyðarleg, fyndin og fáránleg at- vik sem höfðu raunverulega átt sér stað á mínum kennaraferli t.d. þegar nemandi kom til mín og sagði kvart- andi: „Það eina sem þú talar um er konur," eftir að einn tími af þrjátfu hafði verið helgaður kvennasögu. Skólastjóri sem stoppaði í miðju ráðn- ingarviðtali og spurði: „En verðurein- hver þörf fyrir kvennasögu eftir fimm ár?" Og loks fjölskyldur nemenda sem ekki vilja sóa peningum í kvennafræði- kúrsa. Alla jafnan skipta þau sér ekki af því hvað krakkarnir læra en neita að borga ef þau eru bara að læra um konur. Ég hef sýnt leikritið á allskonar stöðum, m.a. konum sem hafa lagt stund á kvennafræði og orðið fyrir að- kasti og áreitni fyrir vikið. Þetta hefur gengið rosalega vel. Hver sýning tekur þó mikið á því þar rifja ég upp margar af sársaukafyllstu stundum lífs míns. Þegar sýningin er búin þarf ég alltaf að setjast niður og borða alveg helling. En mig dreymdi alltaf um að verða leikkona, mér líður vel frammi fyrir stórum hópi fólks og það er gaman að endurskapa þá stemningu sem fylgir þvf að vera kennari. Ég elska líka að ferðast. Ég hef því valið mér áfanga- staði og síðan skrifað bréf til kvenna- fræðideildarinnar á staðnum og sagt að ég sé tilbúin að setja upp sýning- una mína. Með þessu hef ég fengið tækifæri til að ferðast og kynnast skemmtilegum femínistum út um all- an heim. Venjulega verða umræðurnar a eftir lengri en sýningin sjálf. Og það er sama sagan í hverju landi, þvert á allan menningarmun. Karlmenn eru fjandsamlegir gagnvart kvennafræðum, nemendum er strítt og þegar ungar stelpur ákveða að taka kvennafræði námskeið segja kærastar þeirra: „Hvað, ætlar þú nú að verða ljót og drusluleg og fara að hata karlmenn?" Ég hef þurft að ferðast um þver Bandaríkin til að fá vinnu á niður- skurðartímum þegar háskólar réðu ekki mikið af fólki. Ég tók hvaða starfi sem bauðst. Ég hef kennt við Harvard, í stórum ríkisháskólum og í litlum ein- öngruðum háskóla. Allsstaðar voru kvennafræðin að fást við svipuð vandamál. Og það sem mér finnst sorglegast er að allsstaðar eru mjög klárar ungar stelpur sem leggja ekki í að taka kvennafræðikúrsa af því þær óttast að fólk geri grín að þeim eða þær fái á sig lesbíustimpil. Fyrir mér er þetta stórmál. Ég lít þvf á mig sem „diplomat" eða „sendiherra" fyrir Mér virðist sem ungar, róttækar konur í dag vilji annaðhvort skilgreina sig sem „stelpur" (girls) eða sem „karla" (men), eng- inn vill lengur vera kona (woman). kvennafræði. Ég held að ég sé býsna góður fulltrúi, ég er glaðlega, brosmilda týpan (og fengi fyrir vikið lægri laun á íslandi, ekki satt!) en samkvæmt steríótýpunni ætti ég að vera reið, ósveigjanleg og köld. Ég nýt þess að sanna hið gagnstæða. Ég stend þó fast á minni pólitík, ég er rót- tækur femínisti og ber það sjónarhorn með mér inn í kennsluna. Þegar komið er inn í skólastofuna snýst þetta ekki bara um hugmyndafræði. Margiraf nemendum mínum vita ótrúlega lftið um það í hversu margar aldir konur höfðu alls engin réttindi, áttu ekki eignir, höfðu ekki fjárráð og svo fram- vegis. Ef þú veist ekki hvernig lögin hafa breyst ertu heldur ekki meðvituð um hvað hefur áunnist og skilur ekki að frekari breytingar eru mögulegar. Sjálf hef ég alltaf reynt að sameina „aktívisma" og fræðimennsku. Fyrir um það bil tíu árum urðu miklar breyting- ar og póstmódernismi tók að ryðja sér til rúms. Ég skil vel að fólki finnist það spennandi vettvangur, fræðilega séð, en það eru ekki fræði sem eru mjög aðgengileg og þau geta verið svolitið ógnvekjandi fyrir fólk sem er að koma nýtt inn í kvennafræði. Ég er þess- vegna á þvf að það eigi að byrja á að fjalla um „kvennamálin", kvennasögu, konur og vinnumarkaðinn, velferðar- kerfið og önnur praktísk, samfélagsleg málefni en fara síðan yfir í bókmennta- greiningu, póststrúktúralisma og þess- háttar fræði. Það er mjög erfitt fyrir fá- tækar konur, oft litaðar, að koma inn í háskólasamfélagið og fara að nota hið „hvíta akademíska tungumál", sem er merkingarlaust útfrá þeirra eigin reynsluheimi. Sjálf held ég að margar kvennafræðideildir hafi hampað póst- módernískum fræðum til að reyna að sanna að þær séu alvöru háskólagrein. Það var ein leið til að eiga við bakslag- ið og þá gagnrýni að kvennafræði sé ekki alvöru akademískt fag. Um svipað leyti var mikið um að skólarnir breyttu nafninu úr kvennafræðum í kynjafræði. Á þeim tíma var ég að kenna við Harvard. Femínistinn Mary Daly kom þangað og flutti fyrirlestur þar sem hún sagði meðal annars: „ímyndið ykkur bara ef Sojourner Truth, hefði staðið upp og sagt Ain't 1 a gender (er ég ekki kyn)?"* Þetta fannst mér al- gjörlega brilljant. Ég hef talsverðar á- hyggjur af því hvernig málin hafa þró- ast. Mér virðist sem ungar, róttækar konur í dag vilji annaðhvort skilgreina sig sem „stelpur" (girls) eða sem „karla" (men), enginn vill lengurvera kona (woman). Ég held að orðið kynja- fræði hafi verið leið fyrir háskóla til að segja að ekki sé verið að útiloka karla. Karlmenn eru velkomnir. í mínum há- skóla halda strákar úr lagadeild því fram að karlmenn upplifi að þeir séu óvelkomnir, eða að þeim líði illa í kvennafræðitímum. Þeir eru að reyna að ásaka okkur um að skapa karlfjand- samlegt andrúmsloft. Það er bara ekki rétt. Ég hef haft fullt af strákum í tím- um hjá mér og þeim líkar það mjög vel. Ég held að það sé mikilvægt fyrir karlmenn að upplifa hvernig það er að vera í minnihluta. Hjá mér eru kannski fimm karlmenn f þrjátíu manna hópi og það er bara allt í lagi. Yfirleitt erum við konur í minnihluta að læra karla- sögu. Eii hvernig stendur femínismi í Banda- ríkjunum núna þegar fermínismi er „the f-ivord" (hlótsyrdi). Meirihluti nemenda minna skilgreinir sig ekki sem femínista. Þeim finnst það vera eitthvað sem tilheyrði kyn- slóðinni hennar mömmu og allt sem mamma gerði er hallærislegt. Mér finnst þetta svolítið skondið því mér finnst femínismi sjöunda og áttunda
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.