Vera - 01.06.2001, Page 52
Jóna Fanney Friðriksdóttir
Á góSum, heitum og þurrum sumrum er mest af friókornum í lofti
Einkenni frjóofnæmis. Áberandi
þroti i nefi og baugar undir augum
fnæmi er algengt
vandamál og hefur
tíðni þessa „saklausa"
en óbærilega sjúk-
dóms vaxið á undan-
förnum áratugum. Hvaða ofnæm-
issjúkdómar eru algengastir hér-
lendis og hvernig er hægt að
bregðast við til að minnka vanlíð-
an hjá þeim sem þjást af þessum
kvilla? Vera leitaði svara hjá Unni
Steinu Björnsdóttur, dósent og
sérfræðings í ofnæmislækningum
og ónæmisfræði.
Hverjir fá ofnæmi?
Ofnæmissjúkdómar eru í raun
sjúkdómar unga fólksins þvf í flest-
um tilvikum hægirá þessum kvilla
með aldrinum. Hjá yngstu börnun-
um er ofnæmisexem algengt en í
kringum 15-25 ára aldurinn nær of-
næmiskvefið og rykmauraofnæmið
hámarki. Hjá fullorðnum er ast-
minn aftur á móti algengur. Ekki er
þó óalgengt að fólk fái ofnæmis-
kvef og síðar exem á ævinni. Al-
mennt má segja að einstaklingur
fái ofnæmi verði hann fyrir sfend-
urteknu áreiti af ofnæmisvaldi.
HvaSa ofnæmi eru
algengust hérlendis?
Frjóofnæmi: Talið er að um 5%
fullorðinna þjáist af frjóofnæmi
hér á landi en í nágrannaríkjum
okkar er þessi tala um helmingi
hærri. Frjóofnæmi er mun algeng-
ara hjá börnum og séu þau talin
með eru um 20% landsmanna með
frjóofnæmi. Einkennin eru háð
frjómagni í lofti og því er það al-
gengara meðal íbúa sem búa í
gróðursæld. Við margendurtekið á-
reiti próteinagna, s.s. frjókorna
grasa og trjáa getur ofnæmi brotist
fram sökum þess að líkaminn
myndar of mikið magn af sértæk-
um ofnæmismótefnum. Ekki er
óalgengt að sjúklingar með frjóof-
næmi fá einnig astmaeinkenni.
Meðferð: Það getur verið erfitt að
forðast ofnæmisvakann þar sem
gróður er yfirleitt í kringum híbýli
okkar. í flestum tilfellum er hægt
að tryggja ágæta líóan með réttri
lyfjameðferð.
Ofnæmi fyrir dýrum: Ofnæmi fyrir
köttum er algengast hér á landi og
talið að um 8,5% íslendinga sé
með það. Algengi hundaofnæmis
er um 7,5% en ofnæmi fyrir hest-
um er hins vegar sjaldgæft eða um
1%. Ekki er vitað um tíðni ofnæmis
fyriröðrum dýrategundum. Lík-
amsvessar dýra eiga greiða leið
um vistarverur okkar og vegna
smæðar sinnar berast þeir auð-
veldlega í öndunarfæri okkar. Of-
næmisvakinn er mjög smár og lím-
kenndur og loðir því auðveldlega
við hluti. Þvf berast þeir auðveld-
lega með fólki.
Meðferð: Eina örugga meðferðin
gegn dýraofnæmi er að forðast allt
samneyti við dýrið og þrífa vel eftir
að það er farið. Ef einkenni eru
væg og fjölskyldan vill ekki láta
dýrið frá sér þarf að gæta þess að
það fari ekki inní svefnherbergi
þess er hefur ofnæmi. Einnig er
mikilvægt að þvo dýrið á eins til
tveggja vikna fresti, þvo sængurföt
vikulega, þurrka reglulega af með
rökum klút og tryggja góð loft-
skipti í íbúðinni.
Rykmauraofnæmi: Talið er að 6%
landsmanna sé með rykmauraof-
næmi. Á suðlægari slóðum er jafn-
vel talið að rykmauraofnæmi hrjái
um helming íbúa. Ástæða þessa er
m.a. sú að rykmaurar þrífast best
við jafnan hita, yfir 20°C. Þeir eru
viðkvæmir fyrir rakastigi og sé því
haldið undir 50% RH drepast þeir.
Bólstruð húsgögn, teppi og þykkar
gardínur eru „kjörlendi" mauranna.
Það er ekki rykið í híbýlum okkar
sem veldur ofnæminu heldur sjálf-
ir rykmaurarnir og úrgangur þeirra
sem safnast í rykið. Maurasparð
er álíka stórt og grasfrjó. Þegar
það berst í öndunarveginn getur
fólk fengið einkenni ofnæmiskvefs
og astma.
Meðferð: Gæta þarf fyllsta hrein-
lætis, þvo sængurföt vikulega,
þurrka vel af með rökum klút og
nota sérstök dýnuklæði. Nota skal
sæng sem má þvo við 60%. Forðast
skal gólfteppi og bólstruð húsgögn.
Astmi: Um 4-5% íslendinga eru
með astma og er hann algengari
hjá börnum. Astmi er langvinnur
bólgusjúkdómur í berkjum, ein-
hvers konar bráða ofnæmissvörun
og er því algengur fylgikvilli frjó-
korna-, dýra- og rykmauraofnæmis.
Ofnæmisvakinn ræsir ofnæmis-
frumur og þær losa frá sér boðefni
sem valda á svipstundu kláða,
hnerra og nefstíflu. Smám saman
fyllist berkjuveggurinn af bólgu-
frumum, slími og bjúg.
Meðferð: Engin skyndilausn ertil
við astma. Lyfjameðferð í formi úð-
ara og stauka en jafnframt fræðsla
um þennan langvinna sjúkdóm er
lykilþáttur í meðferð. Mjög mikil-
vægt er að sjúklingur læri að
þekkja hvaða áreiti og ofnæmisvak-
ar komi einkennum af stað.
O
52