Vera


Vera - 01.06.2001, Side 56

Vera - 01.06.2001, Side 56
I brúðarblaöi Nýs lífs voru tvær stelpur ó fjórtánda ári spurðar um draumabrúökaupiö. Þær reyndust lítt áhugasamar um þaö, vildu alls ekki binda sig of snemma og önn- ur þeirra var ekki viss um að hún muni nokkuð vilja gifta sig. Samt eru þær þráspurðar um brúð- kaupsdrauminn mikla sem allar stelpur eiga að vera með á hreinu á fjórtánda ári: ímyndum okkur samt að þið væruð, þrátt fyrir allt, að giftast á morgun... Brúðurin á að vera glæsilega klædd, snyrt, tónuð og skörtuð. Kirkjan á að vera skreytt. Brúð- kaupsheitin sérstök, tónlistin ein- stök. Veislusalurinn hlaðinn kræs- ingum, tertan glæsileg - fylgir þemanu, og salurinn skreyttur í þema brúðarinnar og tertunnar. Frá servíettum, kertum og blómum yfir í stólaklæði og borðskraut. Lif- andi tónlist, skemmtiatriði og per- sónulegar og hnyttnar ræður. Gamlir siðir - eitthvað til að halda upp á? Brúðkaup eru eldgamalt fyrirbæri og siðirnir sem tengjast þeim eiga sér mismunandi uppsprettur. Ástæð- urnar eru margvíslegar en tiigangur- inn alltaf sá sami: Koma konunni, með góðu eða illu úr faðmi fjöl- skyldunnar í hlutverkið sem henni er ætlað; að ala börn. Þetta hefur sjaldan snúist um ást og aldrei um jafnræði hjónanna. Brúðguminn má ekki sjá brúðina fyrir athöfnina: Þetta er síðan það tíðkaðist að brúðhjónin tilvonandi sáust í fyrsta sinn við brúðkaupið, þau þekktust ekkert. Slörið var til að hylja andlit brúðarinnar, svona til að brúðguminn hætti ekki við alltsaman þegar hann sæi hvað hún væri Ijót. Blómvöndurinn átti upp- haflega að vera til að illir andar kæmust ekki að brúðinni. Kirkju- klukkum er líka hringt í sama skyni. Sérkennilegur siður að viðhalda í kristinni kirkju. Því má ekki gleyma að brúðkaup hefur í aldanna rás snúist um að konan/brúðurin er keypt af fjöl- skyldu sinni sem heldurveislu til að fagna samruna fjölskyldna sem oft áttu sameiginlegra hagsmuna að gæta. Foreldrarnir borguðu einnig heimanmund með dótturinni því konan var auðvitað fjárhagslegur baggi og varð að borga með henni. Fjölskyldan var oft mjög áfjáð í að losna við hana því ekki vann hún fyrir mat sfnum en í nýju fjöiskyld- unni myndi hún fæða börn - helst syni. Brúðkaupsnóttin var einskonar fórn hinnar hreinu meyjar og víða tíðkaðist að Iakið úr hjónarúminu væri til sýnis daginn eftir til að stað- festa að fórnarlambinu hefði blætt. Er það eitthvað sem fólki finnst sniðugt að hafa í heiðri? Nú fer fólk á hótel, þ.e. að heiman, til að upp- lifa brúðkaupsnóttina, sem er auð- vitað bein vísun til fyrstu nóttar brúðarinnar að heiman. Nóttina sem hún var f mörgum tilfellum neydd til að sofa hjá manni sem hún bar engar tilfinningar til, sem hún hafði jafnvel aldrei séð áður. Er þetta notaleg tilhugsun? Og til heið- urs lifandi og látnum konum sem hafa þolað þessa raun? Hvar eru brúðgumarnir? í brúðarblöðunum er örsjaldan minnst á brúðgumann. Þó hefur hann veigamiklu hlutverki að gegna; fer með brúði sinni að ná f vottorð a Hagstofuna, ræður hljómsveit eða ferðadiskótek til að spila í veislunni og hjálpar til að skrifa þakkarkortin á eftir. Bara nóg að gera! Einhverra hluta vegna eru það ekki karlarnir, lesist: brúðgumarnir, sem leggja orku sína í að skipu- leggja og undirbúa brúðkaup. Enda virðast þeirekki hafa áhuga. Sinna bara sinni vinnu og stjórna heimin- um, eins og venjulega. En konur virðast finna sig í að undirbúa stóra daginn. Ég er ekki að segja að karl- menn vilji ekki gifta sig eða vilji ekki halda brúðkaup með pomp og prakt. En áherslan virðist alltaf vera á brúðina og hennar er undirbún- ingurinn. Afhverju taka konur að ser þetta hlutverk? Get a life Hvað er það sem fær konur til að langa til að vera brúðurin? Og af- hverju er þetta þeirra dagur? Af- hverju er ekki þeirra dagur þegar þær útskrifast með háskólapróf? Af' hverju er það ekki undirbúið í marga mánuði og gefin út tímarit hægri vinstri? Afhverju Ifta stelpur svo á að eina leiðin til að njóta athygli og aðdáunar sé að vera í síðum kjól með kórónu? Að þær þurfi annað- hvort að gifta sig eða taka þátt í, og helst vinna, fegurðarsamkeppni? Mér finnst að þær ættu frekar að undirbúa þakkarræðuna til að halda við Nóbelsverðlaunaafhendinguna- Eða framboðsræðu, stefnuskrá stjórnmálasamtaka. Leysa lífsgat- una, stúdera skammtafræði eða hagkerfi smáríkja ...

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.