Vera


Vera - 01.06.2001, Page 58

Vera - 01.06.2001, Page 58
Guðrún M. Guðmundsdóttir Feðraveldið Margra ára streð mitt við að innlima femínisma í iíf dætra minna tveggja, i, hefur falið f sér að benda þeim í hvívetna á þá þætti tilverunnar sem ég ímynda mér að hafi mótandi áhrif á persónuleika þeirra. Þetta þýðir að ég hvetji þær til gagnrýnnar hugsunar á samfé- lagsgerðina svo þær líti ekki á hana sem fasta og óumbreytanlega held- ur sem tilbúna af ævafornu og rót- grónu veldi feðranna. Með þessu vil ég leggja mitt að mörkum til að trufla svolítið hina sífelldu endur- nýjun valdabáknsins og um leið sýna dætrum mínum fram á að hlutskipti þeirra í framtíðinni þurfi ekki að ráðast af hefðbundnum normum samfélagsins sem hvort sem er staðsetja konur ávallt neðar í metorðastigann. Þegar ég lít til baka sýnist mér að femínismaáherslur í uppeldi dætra minna hafi tekið breyting- um, jafnt og þétt, í samræmi við þroskaferil þeirra. Eldri hitamál s.s. órökrétt kynbundið litaval stelpna og stráka, aðskilnaðar- stefna í sokkabuxna- og gammós- íumálum og afmarkað leikjaval kynjanna tilheyrðu vangaveltunum á frumstigi. Næst tóku við pæling- ar um einkenni stelpna f sögubók- menntum, teikni- og bíómyndum en þau voru hógværð, góð- mennska og útlitsfegurð. Þar næst leiddist sjónarhornið í auknum mæli að nánasta umhverfi þeirra og grannt var fylgst með hvernig strákum og körlum er almennt gert hærra undir höfði í öllum fjölmiðl- um, í skólanum, í dansi og í þeim íþróttum sem þær stunduðu. Á þessu stigi greip ég tækifærið til að upplýsa þær um tölfræði sem sýndi misskiptingu valds og auðs í samfélaginu í formi launamisrétt- is, kynjahlutfalls á Alþingi og í dómssölum. Núna finnst mér eins og við séum að sigla inní enn eitt femíniska þroskaskeiðið en það er Femínískt uppeldi í barnaafmæli skoðun á því hversvegna við konur göngumst uppí því hlutverki að vera skrautmunir og kyntákn, eins og glögglega má sjá í þeirri ímynd sem fjölmiðlar búa til af konum. Þetta er flóknasta viðfangsefnið til þessa þar sem ég sjálf geri lítið til að spyrna gegn glansmyndakvöð kynsystra minna og þar sem sam- skipti eldri dóttur minnar við stráka hafa tekið örum breytingum nýverið. Takmörkuð kynni af strákabörnum f afmæli eldri dóttur minnar í jan- úar var bekkjarbræðrunum boðið með f fyrsta sinn og þá áttaði ég mig á mjög takmörkuðum kynnum mfnum af strákbörnum fram til þessa. Ég varð fyrir vægu áfalli vegna hömlulausrar hegðunar strákanna sem hlupu um íbúðina með hrópum og köllum og virtust njóta þess að áreita hver annan með niðrandi athugasemdum. Stelpurnar hinsvegar einbeittu sér að því að skipuleggja og fram- kvæma leiki og áttu, sýndist mér, fullt í fangi með að halda strákun- um við efnið. Þær horfðu á mig af- sakandi og hristu hausinn yfir hegðun þekkjarbræðranna. Þegar pítsur voru bornar fram færðist loks ró yfir mannskapinn og stung- ið var uppá brandarastund. Mörg krakkanna réttu upp hönd og vildu ólm komast að, kotrosknum strák tókst að ná orðinu en brandari hans fjallaði um strák sem „fékk að gera það með stelpu". Því næst sagði annar strákur brandara með lokaorðunum að „stelpan var með sílikonbrjóst". Fagnaðarlætin urðu mikil og allir hlógu dátt. Ég þóttist skynja taugaveiklunarhlátur sumra stelpnanna enda finnst mér kyn- lífsumræðan almennt vafin dulúð, bannhelgi og jafnframt alltaf sam- ofin valdamismun kynjanna. Ég fékk á tilfinninguna að brjóstaum- ræðan væri einnig viðkvæmt mál- efni þar sem stelpur á þessum aldri eru einmitt að byrja að fá brjóst. En brjóstin gera þær að kynverum og staðsetja þær í þolendahlutverki kynlífsins. Ein stelpnanna sem hafði ítrekað reynt að koma brandara sínum á fram- færi fékk loksins orðið en þá, mér til mikillar furðu, stóðu næstum allir upp til að fá sér pítsuábót. Feðraveldið festist í sessi Mér varð brugðið að verða vitni að þessu samskiptamynstri bekkjar- systkinanna í sjötta bekkgrunn- skóla. Atburðir afmælisins leiddu þó til þess að ég áttaði mig á að nú væri tímabært að víkka út sjón- deildarhringinn og taka inn stráka og félagsmótun þeirra til þess að við getum haldið áfram á femíniskri þroskabraut. Til að öðl- ast heildstæðari mynd af þvi hvernig feðraveldið festist stöðugt í sessi. Að afmælinu loknu settist ég svo niður með dóttur minni og sagði henni hvernig ég skynjaði valdamun kynjanna í bekknum og jafnframt að mig grunaði að einmitt svona viðhéldist og styrkt- ist feðraveldið. Strákarnir væru há- værari og fyrirferðarmeiri og fengju því oftar orðið. Stelpunum þóttu brandarar þeirra óþægilegir vegna þess að konur líta oft sjálfar á sig sem skrautmuni og kyntákn, en hlógu samt sem áður því annað væri hallærislegt enda væru strákarnir afar sniðugir. Ég það hana sér- staklega að rifja upp hvernig bekkjarsystirin var niðurlægð þeg- ar allir hunsuðu hana og fóru í burt þegar hún loksins náði orð- inu. Einhvern veginn svona hlyti konum að vera haldið niðri í sam- félaginu. Okkur fannst við hafa af- hjúpað mikinn leyndardóm og dóttir mín þakkaði mér fyrir að sitja á vangaveltum mínum þar til veislugestir voru farnir. 58

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.