Vera


Vera - 01.06.2001, Síða 60

Vera - 01.06.2001, Síða 60
Að skoða samfélagið í nýju Ijósi rætt við dr. Þorgerði Einarsdóttur félagsfræðing og lektor í kynjafræði við Háskóla Islands og nemendur hennar Kynjafræði við Háskóla íslands er aukagrein til 30 eininga. í henni eru tvö fimm eininga skyldu- námskeið, Inngangur í kynja- fræði sem fjallar um hin ýmsu efnissvið greinarinnar og Kenn- ingar í kynjafræði sem veitir dýpri kenninga- lega innsýn. Auk þeirra eru valnámskeið inn- an margra greina Háskólans - guðfræði, lög- fræði, heimspeki, bókmenntafræði, hjúkrun- arfræði, sálfræði, félagsfræði, bókasafns- og upplýsingafræði, mannfræði, þjóðfræði og viðskiptafræði. Valnámskeiðin eru einnig opin nemendum sem taka ekki kynjafræði sem aukagrein. Hvernig er námið hugmyndafrœðilega uppbyggt og fivaða er- indi finnst þér kynjafrœðingar eiga í samfélagið? „Námið er bæði fræðilegt og hagnýtt í senn. Fræði- lega víkkar kynjafræðin sjóndeildarhring nemenda og kennir þeim að skoða samfélagið útfrá kynferði þar sem kynferði er grundvallarbreyta í allri samfélags- gerðinni. Með þessari sýn öðlast nemendur tök á því að skoða samfélagið í nýju Ijósi allt frá smáatriðum hversdagslífsins til hápólitfskra vangaveltna. Sem dæmi um þessa kynjuðu sýn get ég nefnt skýra kynja- skiptingu hljóðfærarleikara f barnalúðrasveitum. Þar spila stelpur á strengjahljóðfæri og litlu blásturs- hljóðin en strákar á trommur og stóru blásturshljóð- færin. Ég get einnig nefnt læknastarfið sem dæmi um pólitískt málefni kynjafræðinnar en það er lýsandi fyr- ir kynmerkt starf sem sniðið er utan um karla, a.m.k. þá sem axla ekki fjölskylduábyrgð. Starfið er mjög samkeppnismiðað, með löngum vöktum, miklu vinnuálagi og jafnframt kröfum um framlag utan vinnutíma en einnig er lögð áhersla á sýni- og árang- ursþörf. Ef við samþykkjum þessa umgjörð starfsins velst í það aðeins ákveðin tegund af körlum. Því er ekki nóg að fullyrða að konur geti gengið inn í öll störf heldur verður að skoða forsendurnar sem störfin byggja á. Nám í kynjafræðum varð sérstaklega hagnýtt þeg- ar það varð skylda samkvæmt jafnréttislögum að fyrir- tæki og stofnanir með yfir 25 manns í vinnu og öll sveitarfélög ynnu markvisst að jafnrétti með sérstök- um áætlunum. Einnig eiga öll ráðuneyti að hafa jafn- réttisfulltrúa. Með þessu hefur skapast mikil eftir- spurn eftir fólki með jafnréttis- og kynjafræðilega þekkingu. Því er óhætt að segja að víða í þjóðfélaginu sé þörf fyrir fólk með staðgóða þekkingu á þessu sviði. Erindi kynjafræðinga í nútíma samfélagi er að ýta undir kynjaða sýn á samfélagsgerðina í hversdagsleg- um atburðum, á vinnumarkaðnum, í löggjöfinni, í hagkerfinu o.s.frv. og finna raunverulegar ástæður misréttis sem þrífst þrátt fyrir lagalegt jafnrétti kynj- anna. Það má því segja að með þessu ákvæði í jafn- réttislögunum hafi þekking kynjafræðinga öðlast lög- mæti í samfélaginu," sagði Þorgerður. 60

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.