Vera - 01.06.2001, Page 62
Alþingisvaktin
Martha Árnadóttir
Félagsleg
forvörn
Þingmenn Vinstri grænna, Kolbrún
Halldórsdóttir og Þuríður Backman
ásamt Steingrími J. Sigfússyni fiafa
lagt fram á Alþingi þingsályktunar-
tillögu þess efnis að Alþingi feli ríkis-
stjórninni að vinna að rammaáætlun
um eflingu fivers kyns félagslegs for-
varnarstarfs. Áætlunin á að verða
liður í aðgerðum til að berjast gegn
notkun ávana- og fíkniefna, þroska
félagsvitund og bæta andlegt og lík-
amlegt fieilbrigði ungs fólks, eins og
segir í greinargerð með tillögunni.
í greinargerðinni er rakin sá
vandi sem neysla ávana- og fíkni-
efna hefur í för sér hjá ungu fólki
og hugleiðingar um það forvarnar-
starf sem þegar er f gangi. Tekið er
til þess góða starfs sem íþrótta-
hreyfingin vinnur á þessu sviði og
nefnt að unglingar sem stunda f-
þróttir og hið öfluga félagsstarf
sem þeim fylgja velji sér gjarnan
fyrirmyndir úr hópi íþróttafólks og
er það hvatning á sinn hátt til að
hlúa enn frekar að heilsunni og
láta vímuefni ósnert.
En - síðan er vikið að þeirri
staðreynd að þótt margvíslegt í-
þrótta- og tómstundastarf sé í
boði á vegum fjölmargra félaga-
samtaka finnur fjöldi unglinga ekki
neitt þar við sitt hæfi. lafnframt er
brottfall úr íþróttum mikið meðal
unglinga og því nauðsynlegt að
hlúa að öflugu og fjölbreyttu tóm-
stundastarfi á fleiri sviðum.
í greinargerðinni segir að hug-
myndin um félagslegt forvarnar-
starf byggi á óskum unglinganna
sjálfra og þargegni félagsmið-
stöðvar stóru hlutverki. Starf fé-
lagsmiðstöðvanna er nú þegar afar
fjölbreytt og tilgangur þeirra er ekki
síst að styrkja sjálfsímynd unglinga
og gefa þeim raunverulegt val um
hvernig þau verja frítíma sínum.
Lagt er til að starf félagsmiðstöðv-
anna verði eflt og fjárframlög til
þeirra aukin verulega.
Fleira er forvörn en íþróttir
Full ástæða er til að fagna þessari
þingsályktunartillögu og þeirri um-
ræðu sem hér er sett í gang. Eins
og segir í greinargerðinni vinnur í-
þróttahreyfingin geysi gott starf á
sviði forvarna og ekkert nema gott
um það að segja. En það er alveg
ljóst að fjölmargir unglingar hafa
lítinn áhuga á íþróttum og sú
keppni sem iðulega á sér stað á
þeim vettvangi er oft frekar frá-
hrindandi en aðlaðandi. Hug-
myndin um að byggja á krafti og
frumkvæði unglinganna sjáifra
virðist vera grundvölluð á því að
leyfa fjölbreyttri flóru áhugamála
og viðfangsefna unga fólksins að
njóta sín í skjóli félagsmiðstöðv-
anna. En til allra góðra verka þarf
fjármagn og leggja þingmennirnir
til að varið verði allt að 75 milljón-
um króna árið 2001 til að hefja
framkvæmd átaksins og síðan allt
að 200 milljónum króna árlega í
fimm ár.
Málið var ekki afgreitt á þessu
þingi en verður vonandi tekið upp
aftur í haust þegar þing kemur
saman að nýju. Við fylgjumst með.
Konurí
lögreglunni
Stefanía Óskarsdóttir varaþingmað-
ur Sjálfstæðisflokksins lagði fram
fyrirspurn til Sólveigar Pétursdóttur
dómsmálaráðherra um konurílög-
reglunni. Stefanía spurði um filutfall
lögreglukvenna, um hlutfall kvenna
meðal yfirmanna ílögreglunni og
fivernig stjórnvöld fiafi staðið að því
að fjölga konum í lögreglunni.
Lftum á helstu punkta úr svari
Sólveigar Pétursdóttur dómsmála-
ráðherra: Þróunin á síðustu 5
árum hefur verið heldur jákvæð og
konum í lögregluliðinu fjölgað úr
4% í 8%. Á síðustu árum hefur
hlutfall kvenna í útskriftarhópi
Lögregluskólans vaxið úr 7% árið
1997, í 27% árið 1999 en þess má
geta að árið 1999 var fyrsti útskrift-
arhópur eftir lagabreytingu sem
gerð var m.a. til að auðvelda kon-
um aðgang að Lögregluskólanum.
Vorið 2001 var hlutfall kvenna um
19% í útskriftarhópnum.
Árið 1996 var engin kona í hópi
yfirlögregluþjóna, aðstoðaryfirlög-
regluþjóna eða varðstjóra og að-
eins ein kona lögreglufulltrúi. í
dag er ein kona aðstoðaryfirlög-
regluþjónn, ein kona aðalvarð-
stjóri og tvær konur lögreglufull-
trúar.
Hvað hefur verið gert til að fjölga konum
í lögreglunni? Varðandi þetta atriði
sagði dómsmálaráðherra að stórt
skref hefði verið stigið þegar regl-
um um inntöku nýnema í Lög-
regluskólann hefði verið breytt. Nú
er það ekki lengur í höndum lög-
reglustjóra í hverju umdæmi að á-
kvarða hverjir hefja nám í skólan-
um heldurgeta allirsem uppfylla
ákveðin skilyrði komist inn. Sérstök
valnefnd sér um að velja hæfustu
umsækjendurna og hefur nefndin
tekið sérstakt tillit til ákvæða jafn-
réttislaga með hliðsjón af lágu
hlutfalli kvenna í lögreglunni.
Pessar upplýsingar eru fyrst og
fremst athyglisverðar í Ijósi þess
að svo virðist sem breyting á regl-
um um inntöku nýnema í Lög-
regiuskólann hafi haft veruleg áhrif
í þá átt að fjölga konum í skólan-
um. Það hlýtur að vera fyrsta skref-
ið í átt að jafnari þátttöku kynj-
anna í löggæslunni sem aftur hlýt-
ur að hafa áhrif á störf og fram-
gang lögregiunnar á öllum sviðum.
o
62