Vera


Vera - 01.06.2001, Síða 64

Vera - 01.06.2001, Síða 64
Rósa Erlingsdóttir Búðu þig undir vinnumarkaðinn Sumarskóli jafnréttisótaks Hóskóla Islands og Jafnréttisstofu rá 18. maí til 21. júní bauð jafnréttisátak Há- skóla íslands upp á fjöl- breytt stjórnunar- og starfsframanámskeið í samvinnu við samstarfs- aðila verkefnisins. Námskeiðin voru einkum ætluð kvennemend- um Háskólans en einnig opin karl- nemendum. Markmið námskeið- anna, sem verða endurtekin á næsta ári, er að undirbúa kvennemendur úr öllum deildum Háskólans fyrir ábyrgðarstörf á framtíðarstarfsvettvangi þeirra. Að baki þessum hluta jafnrétt- isátaksins er sú staðreynd að þrátt fyrir aukna menntun kvenna og fjölbreyttara námsval er náms- og starfsval enn mjög kynbundið á ís- landi og kynbundinn iaunamunur mikill. Konur eru fáar f stjórnunar- stöðum og hvers kyns forystustörf- um á öllum sviðum atvinnulífsins. í þekkingarþjóðfélagi dagsins í dag er veruleg eftirspurn eftir hæfum stjórnendum og sérmenntuðu starfsfólki og til að mæta þeirri þörf er nauðsyniegt að nýta mannauð kvenna jafnt sem karla. Ljóst er að konur þurfa að koma meira að stjórnun og stefnumótun í samfélaginu en nú er. Námskeið- in eru þannig áskorun til kvenna að búa sig vel undir framtíðarstörf sín og starfsframa, að meta tekju- möguleika við val á framhaldsnámi og starfi í samræmi við hvar hæfi- leikar þeirra sem einstaklinga njóta sín best. Með þessu vill Há- skóli íslands, með stuðningi sam- starfsaðila að verkefninu, leggja sitt af mörkum til að jafna hlut- deild kynjanna í þekkingarþjóðfé- lagi framtíðarinnar. Nómskeiðin í samstarfi við Impru, þjónustu- miðstöð frumkvöðla á íslandi, var boðið upp á tvö tveggja daga nám- skeið fyrir alls 60 nemendur um grundvallaratriði við stofnun fyrir- tækja og gerð viðskiptaáætlana. Þekkingarsmiðja-IMG hélt þrjú heilsdagsnámskeið á laugardögum í júní þar sem fjallað var um at- vinnuleit og undirbúning fyrir fyrstu skrefin í atvinnulffinu. Meðal kennsluefnis voru leiðbeiningar um hvernig á að byggja upp feril- skrá, umsóknarbréf og hvernig á að bera sig að f atvinnuviðtali. Einnig var farið f mikilvægustu at- riði í starfsframa og starfsþróun, uppbyggingu nútímafyrirtækja og lykil-stjórnunaraðferðir. Þá var kvennemendum sem eru á loka- námsári eða í framhaldsnámi í heimspeki- og félagsvísindadeild boðið upp á sex daga vinnusmiðju í stjórnun lista- og menningar- stofnana. Fyrri hluti námskeiðsins var í umsjón erlendra sérfræðinga frá Evrópusamtökum kennslumið- stöðva í stjórnun menningarstofn- ana (ENCATC) en síðari hluti þess í umsjón íslenskra leiðbeinenda. Kynnt voru helstu atriði þeirrar kunnáttu, hæfni og eiginleika sem stjórnendur menningarstofnana og -verkefna þurfa að hafa á valdi sínu. Lykillinn að velgengni ó vtnnumarkaði í tengslum við Sumarskólann verð- ur gefinn út bæklingurinn Lykillinn að velgengni á vinnumarkaði. Bæklingurinn er samstarfverkefni jafnréttisátaksins, Verslunar- mannafélags Reykjavíkur, Þekking- arsmiðju-IMG, Eimskipafélags ís- lands og ráðstefnunar Konur og lýðræði við árþúsundamót. Mark- miðið með útgáfu ritsins er að gefa kvennemendum á lokanáms- ári góðar leiðbeiningar fyrir fyrstu skrefin á vinnumarkaði. Hvatningarófaki í verk- og tæknigreinum lokið Hvatningarátaki jafnréttisátaksins sem miðaði að því að auka hlut kvenna í verk- og tæknigreinum á háskólastigi lauk 5. apríl. Meðan á því stóð heimsóttu um 40 konur, sem ýmist hafa lokið eða stunda nám í verk-, tækni- og tölvunar- fræðum, 26 framhaldsskóla og kynntu kvennemendum nám og störf í tæknigreinum. Lauslega á- ætlað náði kynningin til tæplega 2000 nemenda. Þá buðu ýmis fyrir- tæki sem starfa á sviði verkfræði og upplýsingatækniiðnaðar fram- haldsskólastelpum í stutta starfskynningu. Vonir standa til að hvatningarátakið verði endurtekið á næsta skólári auk þess sem skiplagt verður sambærilegt átak til að fjölga karlnemendum f hjúkr- unarfræði. Sérstakir styrktaraðilar hvatn- ingarátaksins voru: Hagsmunafé- lag um eflingu verk- og tækni- fræðimenntunar á háskólastigi, Flugfélag íslands, verkfræðistofan Hnit hf., verkfræðistofan Línu- hönnun hf. og verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hf.

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.