Vera


Vera - 01.06.2001, Page 70

Vera - 01.06.2001, Page 70
Tónlist cesana evora sðo vlcente dl longe I b {ag^jl Heiða Eiríksdóttir Cesaria Evora Sao vicente di longe Hún hefur verið kölluð berfætta söngkonan frá Græn- höfðaeyjum en þar er hún fædd fyrir rúmum sextíu árum, f bænum Mindelo, Hún kemur alltaf fram ber- fætt á tónleikum til að sýna samstöðu með löndum sínum frá Grænhöfðaeyjum sem langar að snúa aftur til heimalandsins en geta það ekki vegna fátæktar. Hún byrjaði að syngja fyrir vini og vandamenn í fjöl- skylduboðum um 5 ára gömul og hélt áfram í æsku og var farin að syngja á götum úti um 17 ára aldur. Hún fékk aldrei næga peninga til að lifa af tónlistinni en hélt þó ótrauð áfram. Til að reyna frekar fyrir sér tók hún til við söng í kaþarettum og fékk þannig þá kynningu sem hún þurfti til að finna sér loks plötu- samning, sem betur fer fyrir okkur sem höfum notið raddar hennar og tónlistar síðustu ár. Eftir Cesariu Evora liggja margar plötur en hún hefur verið einkar iðin síðastliðin 10 ár því á þeim tíma eru komnar út átta plötur. Hún spilaði á Listahá- tíð í Reykjavík í fyrra, á tveimur uppseldum tónleik- um, en splunkuný plata var að koma frá henni nú í vor. Bæði fyrir fólk sem hefur gaman af Buena Vista Social CluB, og að sjálfsögðu aðra, er þetta tilvalin plata til að skella í og búa til stemningu, en mjög seiðandi andrúmsloft er á disknum. Cecaria er djúp- rödduð söngkona með mjög mikla sérstöðu í rödd sinni sem nýtur sín sérlega vel á þessari plötu. Hún hefur einstaklega mikla flauelsáferð sem fellur vel við ríkulegar útsetningar þar sem slagverk, strengir og brass hreinlega berjast um athyglina. Rödd hennar er eins og flauelspúði á þykkum og mjúkum leðursófa, eða súkkulaðihúðin utan um gómsætan konfektmola með döðlum, hnetum og öðrum suðrænum ávöxtum inní. Njótið strax! Pixies Complete 7B'-sides Pixies er ein af þeim hljómsveitum sem nær allir voru að hlusta á fyrir rétt um tfu árum. Maður fór ekki í gleðskap öðruvísi en að minnsta kosti einn Pixies-að- dáandi reyndi að ráða yfir geislaspilaranum og oftast voru flestir sáttir þótt Pixies-lögin hljómuðu eitt af öðru. Krakkarnir í Pixies voru vinir sem kynntust í bænum Boston árið 1986, þeim leiddist og stofnuðu því hljómsveit sem breytti lífi þeirra. Black Francis var gítarleikari og söngvari og hefur haldið áfram sól- óferli sínum sem Frank Black. Kim Deal var bassaleik- ari og söngkona en hún hefur líka verið í kvenna- hijómsveitinni The Breeders ásamt systur sinni. Svo voru Joey Santiago (herbergisfélagi Frank Black) á gít- ar og Dave Lovering á trommur en minna hefur heyrst um þá eftir að Pixies lögðu upp laupana árið 1993. Með plötunni Safn B-filiða er verið að gefa göml- um og nýjum aðdáendum tækifæri til að heyra minna fræg lög með sveitinni, eða fræg lög í alveg nýjum búningi. Hér eru líka lög eftiraðra listamenn (meðal annars Neil Young) í Pixies-útgáfum og tónleikaupp- tökur. Allt þetta gefur skýrt til kynna hversu gaman var greinilega að vera í Pixies. Þau geisla af krafti, ein- hvers konar frumkrafti rokksins sem oft er ástæðan fyrir því að einhvern langar að kunna að spila á gítar eða vera í háværri hljómsveit. Fyrir fólk í slíkum pæl- ingum er þessi diskur mjög hvetjandi og innblásandi. Hann er dæmi um að einfaldar hugmyndir og rétt hugarfar er stundum allt sem þarf til að rokka!! Vilt Heilsustofnun NLFÍ Hveragerði evkia? - vikunámskeið S: 483 0300 70

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.