Vera - 01.06.2001, Qupperneq 72
í 1 9. júní 1 984 er viötal við Önnu Sigurðar-
dóttur, stofnanda Kvennasögusafns Islands,
undir yfirskriftinni Ekki orðið nægileg breyt-
ing í jafnréttisátt, þrátt fyrir þrotlaust starf.
Hér er brot úr viðtalinu:
„Sem jafnréttissinni get ég ekki annað en fagnað
hverju því spori sem horfir til framfara í þeim málum.
Það er rétt að ég tilheyri þessum gömlu „kvenrétt-
indakerlingum", sem svo voru kallaðar hér áður fyrr
og áttu nú ekki upp á pallborðið alls staðar. Mér
finnst sá hugsunarháttur hafa mikið breyst síððari
árin. Sjálfsagt er það nýju kvennavakningunni að
þakka, en ég skal segja þér að ég var nú ekki ýkja hrif-
in af stofnun Rauðsokkahreyfingarinnar á sínum tíma.
Ég fór á opinn fund hjá þeim haustið 1970 og las yfir
þeim og býsnaðist yfir því að þessar ungu konur í út-
löndum og hér heima héldu að þær væru búnar að
uppgötva einhvern nýjan sannleika, að eitthvað nýtt
hefði átt sér stað þegar „það hafði ekkert nýtt komið
fyrir, nema hávaði og rauðir sokkar," eins og ég orðaði
það þá.
Á þeim tíma fannst mér sjálfsagt að allar jafnrétt-
issinnaðar konur, ungar og gamlar, ættu að starfa
saman innan KRFÍ, enda hafði þá nokkru áður verið
stofnuð æskudeild félagsins. Úur voru þær kallaðar
og höfðu unnið ýmsar kannanir, svo sem á lestrar- og
reikningsbókum í barnaskólum og á skipan kvenna og
karla í launaflokkum í bönkum landsins. Úu-hópurinn
var stofanaður að ósk Alþjóðasambands kvenna (-
International Alliance of Women) sem Kvenréttinda-
félag íslands er aðili að. Á fundi sem sambandið hélt
í London 1967 var þeirri ósk beint til aðildarfélaganna
að þau reyndu að hafa sérstakar deildir - æskudeildir
- með konum yngri en 35 ára. Þar sem ég sat þennan
fund kom það í minn hlut að koma þessari deild hér
á laggirnar.
Árið 1968 sáu tvær af Úunum, Ásdís Skúladóttir og
Guðfinna Ragnarsdóttir, um klukkutíma dagskrá í út-
varpinu. Þar ræddu saman konur og karlar um „hlut-
verk kynjanna" í fyrsta sinn á íslandi á opinberum
vettvangi. Það er því kannski ekki fráleitt að segja að
nýja kvennahreyfingin hafi byrjað hjá Úunum.
Það leið ekki langur tími þar til mér varð Ijóst að
Rauðsokkahreyfingin og KRFÍ hefði varla geta starfað
í sameiningu og ekkert var við það að athuga að starf-
andi væru tvö ólík félög sem ynnu að sama markmiði
eftir ólíkum leiðum og meðal ólíkra hópa aö vissu
leyti. Rauðsokkahreyfingin átti því fullan rétt á sér, og
hún vakti marga til umhugsunar um það misrétti sem
konur eiga við að búa o
Anna Sigurðardótlir (1908-1996) fœddist á Hví'tárbakka í Borg-
arfirði. Hún gekk í Kvennaskólann í Reykjavík og dvaldi eitt ár í
Þýskalandi. Árið 1938 giflist fiún Skúla Þorsteinssyni og eignuð-
ust þau þrjú börn. Anna stofnaði Kvennasögusafn íslands 1975
og var það á fieimili hennar þar til hún lést. Anna hlaut fjölda við-
urkenninga fyrir störfsín íþágu kvenréttinda og rannsókna í
kvennasögu. Hún fékk fálkaorðuna 1978 og varð fyrst íslenskra
kvenna heiðursdoktor við Háskóla íslands árið 1986.
Anna Sigurðardóttir ásamt Vigdísi Finnbogadóttur forseta íslands
í 19. júní 1984.
Smm
RAKARA- OG HÁRGREIÐSLUSTOFA
Særún hársnyrtimeistari
Klippum permum
litum og leggjum.
Hár lenging - ráðgjöf.
Verið velkomin og njótið
góðrar þjónustu hjá okkur.
Særún, Linda Rós og Birna
S. 588-3660
Linda Rós
hársnyrtimeistari
Birna hársnyrtine[T11