Vera


Vera - 01.06.2002, Page 3

Vera - 01.06.2002, Page 3
leiðari HVERNIG EIGA KONUR AÐ VERA? Hvað er það sem mótar hegðun okkar og kynímyndir? Hvaða skilaboð fá stelpur um það hvernig þær eigi að vera og af hverju eru þau önnur en skilaboðin til strákanna? Við fjöllum um einn þátt þessarar mótunar í þessu blaði, þ.e. um kvennablöðin sem margar ungar stúlkur líta á sem leiðbeinandi rit um útlit og hegð- un. Þar getur að líta einhæfa mynd af konum sem mótaðar eru af tískuhönnuðum og framleiðendum snyrtivara. Og það þarf mikið á sig að leggja til að uppfylla staðlana sem settir eru. Það var forvitnilegt að glugga í garnla bók sem rak á fjörur okkar, hún heitir Tízkubókin og var gefin út hér á landi á sjöunda ára- tugnum. Þar eru konum gefin ótal ráð um hegðun og framkomu til að fara eftir, vilji þær teljast kvenlegar og aðlaðandi fyrir karl- menn. Stór skref hafi verið stigin í átt til kvenfrelsis síðan þessi bók kom út, sem hafa gefið konum leyfi til frjálslegri framkomu. Samt virðast mótandi áhrif tískuheimsins enn vera mikil, einkum á yngstu kynslóðina. Á Bríetarsíðunni á bls. 26 er athyglisverð saga af ritstýru tímarits- ins Marie Claire sem sagði frá því opinberlega að hún hefði þjáðst af lystarstoli sl. þrjátíu ár og að þann sjúkdóm mætti rekja beint til tískuheimsins. Hún telur tískuheiminn ábyrgan fyrir átröskun- arsjúkdómum sem verða sífellt algengari og vildi leggja sitt af mörkum til að snúa þeirri þróun við með því að sýna myndir af venjulega vöxnum konum í stað þeirra sem eru langt undir kjör- þyngd. En hún átti við ofurefli að etja. Auglýsendur (tískuvöru- og snyrtivöruframleiðendur) og aðrir hagsmunaaðilar tóku til sinna ráða og stoppuðu þessa aðgerð, þrátt fyrir frábærar viðtökur lesenda. Þessi saga segir okkur að það eru miklir hagsmunir í húfi fyrir tískublöðin að þeim verði ekki breytt. Tískuiðnaðurinn þarf á eft- irspurninni að halda og mun ekkert gefa eftir. Á þessum vettvangi sem öðrum þurfa konur því að halda vöku sinni og öðlast kjark til að vera þær sjálfar. Láta ekki brjóta niður sjálftraust sitt og sjálfs- mynd með því að trúa fullyrðingum um hvernig „hin fullkomna kona” á að vera. Ef konur hætta að láta slík skilaboð hafa éhrif á sig, ná þær völdum yfir lífi sínu. Það þýðir þó ekki að þær geti ekki og vilji ekki vera fallegar. Það er allt önnur saga. Konur eru upp til hópa fallegar án þess að fara eftir ráðleggingum tískublaðanna. 4-PLÚS Ellisif Tinna Víðisdóttir lögfræðingur hjá Sýslumanninum á Keflavíkur- flugvelli fyrir skelegga framgöxrgu eftir ráðstefnu urn verslun með konur í Tallin í Eistlandi. Það er hressandi að heyra fólk í opinberum stöðum þora að nefna hlutina réttum nöfnum. Vonandi mun nefndin sem dómsmálaráðherra skipaði til að vinna að þessum málum, og Ellisif Tinna á sæti í, þora að taka á vandamálinu hér á landi með raun- hæfum aðgerðum. Skýrsla nefndar á vegum dómsmálaráðherra um tillögur urn úrbætur vegna kláms og vændis á íslandi. Skýrslan er mikilvægt vinnuplagg fyrir áframhaldandi aðgerðir til að stemma stigu við vændi og kynlífsiðnaði hér á landi. Skýrsluna er að finna á vefsvæðinu domsmalaraduneyti.is Stöð tvö fyrir að sýna ávallt skiptingu kynja í sveitarstjórn- ir í kosningasjónvarpi sínu. Með því að taka þann þátt inn senx mikilvægt atriði eykst meðvitund fólks fyrir því að jöfxx skipting kynja í sveitar- stjórnum sé markmið sem stefna beri að. -MÍNUS Ungir jafnaðarmenn fyrir ályktun þar sem þeir harma ákvörðun borg- aryfirvalda að banna einkadansa á nektardans- stöðum með tilvísan til atvinnufrelsis og að það sóu aðeins gróusögur eða vísbendingar að þar só stundað vændi. Veik staða kvenna í stjórnunarstörfum konur eru aðeins 4% framkvæmdastjóra í stærstu fyrirtækjunum og 9% í rneðal stórum fyrirtækj- um. Ef litið er á fyrirtæki í hlutafélagaskrá eru konur framkvæmdastjórar í 18% fyrirtækja. Samt er atvinnuþátttaka kvenna hvergi meiri en hór á landi, eða 79% kvenna á aldrinum 16 til 74 ára. Fátækt á íslandi sem hefur enn aukist ef marka má aðsókn að hjálparstofnunum sem xithluta fé til matar og brýnustu lífsnauðsynja. Það er brýnt að gripið verði strax til úrræða eins og að hækka skattleys- ismörk, lágmarkslaun og örorkubætur. Megurn við eiga von á slíkurn loforðum í komandi kosninga- baráttu - en hverjar verða efndirnar?

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.