Vera


Vera - 01.06.2002, Page 26

Vera - 01.06.2002, Page 26
Brynhildur Heiðardóttir Ómarsdóttir Marie Claire og ímyndarbyltingin mikla bríet félag ungra femínista nj <V > 26 í maí árið 2000 var eins og sprengju hefði verið varpað á tískuheiminn í Evrópu. Liz Jones, ritstýra eins helsta kvennablaðs Vesturlanda, ensku útgáfu Marie Claire, kom fram opinberlega og sagðist hafa verið haldin lystarstoli síð- ustu þrjátíu árin. Jones lét ekki þar við sitja heldur hélt því fram opinberlega að þennan sjúkdóm sem hún hafði barist við síðustu áratugi væri hægt að rekja beint til tískuheimsins sem hún ásamt fleiri ritstýrum og hönnuðum viðhéldu. I fréttatilkynningunni sem hún sendi ftá sér við þetta tækifæri lýsti Jones því hvernig hún faðmaði brasil- ísku fyrirsætuna Gisele Bunchen. Bunchen var þá á uppleið í tískuheiminum og var dáð fyrir að gera þrýstna og íturvaxna líkama aftur vinsæla. „Eins og allir, dáði ég þessar undurfögru verur þangað til ég faðmaði hana og uppgötvaði að hún var lítið meira en beinapoki. Aðeins þá uppgötvaði ég að ég hafði tekið þátt í samsæri tískuiðnaðarins." Tvær útgáfur af Marie Claire Samsæri? Jú, Liz Jones komst að þeirri niðurstöðu að þegar tískuiðnaðurinn nýtir sér aðeins fyrirsætur sem eru 20% undir kjörþyngd, þá er iðnaðurinn að vissu leyti ábyrgur fyrir þeim átröskunum sem fylgja í kjölfarið meðal neytenda. Jones ákvað því að hefja sína eigin tilraun. Næsta tölublað Marie Claire var auglýst sem fyrsta alvöru kvennatímaritið, tímarit sem átti að höfða til kvenna án þess að eyðileggja sjálfsímynd þeirra. Jones ákvað að hafa tvær útgáfur af Marie Claire. I annarri var forsíðumyndin af Pamelu Anderson og í hinni var forsíðumyndin af fyrirsætunni Sophie Dahl sem er þekkt fyrirsæta af yfirstærð (þótt vissulega sé hún enn grennri en flest- ar konur!). Einnig sendi hún frá sér yfirlýsingu að Marie Claire myndi ekki lengur nota fyrirsætur sem væru óheilsusamlega horaðar. Þetta sumar, árið 2000, hélt breska ráðuneytið um kvennamál ráðstefnu þar sem læknar, sálfræð- ingar og fulltrúar tískuiðnaðarins komu saman og reyndu að velta fyrir sér lausnum á átröskun sem hrjáir sífellt fieiri karla og konur í samfélagi okkar. Reyndi Jones við það tækifæri að fá stuðning annarra ritstýra kvennablaða, fyrirsætuskrifstofa, ljósmynd- ara og fatahönnuða við baráttu sína. Hún benti á að ef allir myndu standa saman væri hægt að breyta samfélaginu til hins betra. Þessi stuðningur reyndist þó ekki vera til staðar. Ritstýrur blaðanna Cosmopolitan, Elle, New Woman og Vogue gáfu út yfirlýsingu daginn eftir þar sem þær ekki aðeins neituðu að taka þátt í aðgerðum Jones heldur íjuðu að því að hún væri aðeins að sækjast eftir auglýsingu fyrir blaðið sitt. Væri alveg ljóst að þær mundu ekki taka undir svona ritskoðun á blöðum sínum. Lét ritstýra Vogue, Alexandra Shulman, hafa það eftir sér að það væri fáránlegt að Jones skyldi halda því fram að átraskanir væru tímaritum að kenna. Einnig taldi hún fáránlegt af Jones að láta sem að Marie Claire væri til fyrirmyndar í þessum málurn þar sem fyrirsæturnar sem notaðar væru í blaðinu væru nákvæmlega jafn stórar og í hinum kvenna- blöðunum. Lýsti hún því yfir að ráðstefnan sem slík hafi verið gagnslaus þar sem allir kenndu öðrum um vandamálið. Fatahönnuðir vildu að "skólar skyldu gera meira í uppfræðslu, ritstjórar að að fatabúðir ættu að breyta fatastærðum, sjónvarpskynnar vildu að ritstýrurnar ættu að nota stærri fyrirsætur, sál- fræðingar töldu að allt þetta hæfist á heimilinu og fulltrúar ungu kynslóðarinnar, fjórar aðlaðandi ung- ar stúlkur sem við fyrstu sýn virtust vera sjálförugg- ar, vildu kenna okkur öllum urn." Auglýsendur voru heldur ekki par ánægðir með tilraun Marie Claire. Fyrirsætuskrifstofur neituðu að senda fyrirsætur til blaðsins, erfitt reyndist að finna föt fyrir þær fyrirsætur sem fengust til að mæta í myndatökur fyrir blaðið (fötin sem hönnuð eru fyrir kvennablaðamarkaðinn eru öll í minni stærðum) og ljósmyndarar neituðu jafnvel að vinna fyrir blaðið. Jones var síðan rekin ári seinna og fyrrverandi rit- J

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.