Vera


Vera - 01.06.2002, Síða 38

Vera - 01.06.2002, Síða 38
vera Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir í heimsókn hjá Arnfríði Jónatansdóttur skáldkonu og verkakonu 38 í heimildamyndinni Braggalíf vakti athygli kona sem sagði frá heimili sínu í bragga- hverfinu í Reykjavík um miðja síðustu öld og „dró ekkert undan" eins og sagt er. „Þetta var viðbjóður og ekkert annað," sagði Arnfríður framan í myndavélina og virtist fyrirmunað að sjá í braggalífinu nokkra rómantík sem seinni tíma menn hafa stundum hneigst til að smyrja ofan á það líf fátæktar og ömurleika sem mörgum Reykvíkingum var búið á þessum stað. Myndræn lýsing á ferfættum íbúum bragg- anna, rottunum, sýndu svo ekki verður um villst að konan kann að koma orðum að hlutunum, en færri vita að Arnfríður Jónatansdóttir var skáld og hún lifði tíma þeirrar róttækni í Ijóðagerð sem nefnd hefur verið formbylting eða atóm- kveðskapur. Ljóðum Arnfríðar var fagnað af andans stórmennum á borð við Hannes Sigfússon og Magnús Ásgeirsson og það er flestum þeim sem eitthvað hafa spáð í ís- lenska Ijóðagerð hulin ráðgáta hvers vegna hún hætti að yrkja þegar hún hafði einungis gefið út eina Ijóðabók, Þröskuldur hússins er þjöl, árið 1958. Þegar ég heimsótti hana á hjúkrunarheimilið Kumbaravog við Stokks- eyri þar sem hún eyðir nú ævikvöldinu, féllst hún á að segja mér sitthvað um skáld- skapinn og lífið.

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.