Vera


Vera - 01.06.2002, Síða 39

Vera - 01.06.2002, Síða 39
„Arnfríður er hress og á fótura en hún er alltaf á slopp, það er hennar stíll," segir hjúkrunarkonan á Kumbaravogi þegar ég spyr um líðan skáldsins. A fyrstu mínút- unum sem ég tala við Arnfríði kemst ég að ýmsu sem hægt væri að bæta í heildarmyndina af „hennar stíl“. A herbergi hennar er sparneytinn stíll, ákaflega lítið um styttur og annað skraut sem oft fyllir híbýli gamals fólks. Bækur eru þar örfáar og aðeins eina mynd hefur Arnfríður uppi við. Af sér og móður sinni. Þegar við heyrum að það er hringt inn í síðdegishressingu segir hún mér að hún borði ekki nema tilneydd. Það er sérkenni- legur stíll. Kaffi er heldur ekki drykkur sem hún er sérstaklega háð og mér sýnist að hún föndri lítið við aðrar nautnir. Síðar trúir hún mér þó fyrir því að sér þyki gaman að fá sér örlítið í staupinu. En bara örlítið. Hún situr ein í gömlum stól og hlustar á Rás eitt. Og hún hefur útsýni yfir hafið. Mér finnst stíll yfir því. Blóð hafði runnið og gráthljóð heyrðist í dögun. Eg var barn. Svo rann dagur með sól. Þá glitruðu stráin og tárin. Og ferð mín hófst. Arnfríður er fædd á Akureyri og dvaldi þar nokkur fyrstu æviárin en fluttist síðan með foreldrum sínum til Reykjavíkur. Hún hafði lítið af föður sínum að segja þar sem hann sótti vinnu þangað sem vinnu var að hafa, hefði sennilega kallast farandverkamaður ef það orð hefði verið til í málinu á þeim nrum. En faðir hennar undi sér ekki í borginni. Hann átti sér draum um að vera sjálfs síns herra, eignast lítið bú og lifa af því sem landið gat gefið. Móðirin deildi ekki þeim draumi. „Mamma gerði það til að stríða pabba að líkja væntanlegum búskap hans við búskap Bjarts í Sumarhúsum, þar sem henni fannst þessi draumur hans um sveitalífið svo- fjarlægur og fáfengilegur. Honum fannst þetta svívirðileg líking og þau skildu. Mér þótti það ekkert skrýtið, þau voru afskaplega ólíkar mann- eskjur." Faðir Arnfríðar flutti í sveit- ina, stofnaði þar til hjúskapar og eignaðist þrjú börn. Arnfríður og móðir hennar stóðu hins vegar einar uppi í Reykjavík, þar sem lítið var um atvinnu og móðirin heilsulaus. Arnfríður segir að aldrei hafi komið til tals að fara í nám. Til þess að geta það hefði hún þurft að eiga gott og traust heimili en það var ekki fyrir hendi. „Mitt hlutskipti var að gæta mömrnu minnar, hún var veik og ég varð að vinna fyrir okkur.“ Og þið bjugguð í Bragga- hverfinu, eins og áður hefur kornið fram? „Ég var orðin fullorðin þegar braggastandið kemur til sögunnar. Braggahverfið var fátækrahverfi en í raun var fátæktin miklu víðar á þessum árum. Alþýða manna var fátæk en fátæktin hafði rnikla breidd. Fólk var allt frá því að vera lengst niðri í svartamyrkri skortsins og til þess að sjá til lægstu byggða. Okkur mömmu gekk svona upp og ofan. Eftir því sem ég stækkaði meira og þrosk- aðist þeim mun meira vann ég og lífið skánaði. Ég held þó að það sé ekkert í samfélagi manna sem er eins órómantískt og þetta líf á þessum árum. Braggalífið út af fyrir sig þótti mér ekki það versta, heldur það sem gerðist á undan. Það var eins og högg, bragginn sjálfur, hernámið. Þetta var ör- lagastaður sem við vorum komin á. Eitthvað stóð fast.“ Arnfríður segist hafa unnið þau störf sem henni buðust nema að fara í vist, sem hún segir að hafi verið hámark eymdarinnar. „Það var bara berstrípað þrælahald. Kaupið var alveg niðri í drullunni og illa komið fram við stúlkur í þessari stöðu. Ég segi ekki að ég hafi hlegið framan í þá sem buðu mér slíka vinnu en mér datt aldrei í hug að þiggja hana.“ Aðra verkamannavinnu vann Arnfríður og hún nefnir fisk- vinnslu og verksmiðjustörf. Henni verður tíðrætt um hinn gríðarlega launamun kynjanna sem við- Þarna var saman kominn nokkuð skemmtilegur stapi af fólki, þó að enginn nyti þess vegna þess að allir voru svo hræddir við alla! gekkst á þessum árum. Hún segir að það hafi verið öllum ljóst að konur voru ekki hálfdrættingar á við karla í launum. Var hún ekki reið yfir óréttlætinu þar sem hún var fyrirvinna heimilisins? „Jú, en það dugði skammt að vera með kjaft,“ segir Arnfríður og það dimrnir yfir svip hennar. „Vinnuna þurfti maður að hafa. Ég komst líka fljótt að því að það bar lítinn árangur að rífast við sjálfa sig og því var eins gott að þegja." Við ræðurn urn launajafnréttið sem á að vera komið á en jafn- framt launaleyndina innan marg- ra fyrirtækja. Þá varðar það brott- rekstri að tala um launin sín sem vitaskuld tryggir það að launa- munur kynjanna viðgengst. „Ég er oft að hugsa urn það hvernig á því stendur að þeir kornast upp með þessa fram- komu,“ segir Arnfríður. „Hvernig konur láta sér þetta endalaust lynda. Þrælsóttinn virðist vera landlægur." Ef maðkur fer yfir votan stíginn þá hef ég leitað orða oft og lengi gaumgæft hvert og eitt eins og garðyrkjukona tíndi þroskuð blóm... Hvenær vaknaði áhugi þinn á skáldskap? „Það var mjög snemma. Ætli ég hafi ekki verið ellefu, tólf ára gömul. Við móðir mín lásum mikið og heimili okkar var alltaf fullt af bókum. Þó maður ætti þær ekki þá var enginn vandi að verða sér úti um þær. Við átturn rnikið bókafólk að og við gátum alltaf valið úr nýjustu bókunum. Halldór Kiljan Laxness var iðinn við að gefa út á þessurn árum og við lásum bækurnar hans alveg upp til agna.“ 39

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.