Vera - 01.06.2002, Qupperneq 41
Ljóðskáldið Arnfríður
Arnfríður Jónatansdóttir er fædd árið 1923 og gaf út
ljóðabók sína Þröskuldur hússins er þjöl árið 1958, sama
ár og Steinn Steinarr lést, en hafði byrjað að skrifa miklu
fyrr. Hún var aðeins 22 ára þegar ljóð hennar Barn vildi
byggja, birtist í tímaritinu Emblu árið 1945 og síðan birti
Arnfríður nokkur ljóð í Ljóðum ungra skálda sem Magnús
Ásgeirsson gaf út árið 1954. Eftir 1958 hefur Arnfríður lít-
ið látið á sér kræla í ljóðheimum. Einungis eitt ljóð hefur
birst eftir hana síðan, á sjöunda áratugnum, í tímariti
Kvenréttindafélags fslands, 19. júní og smásaga birtist eft-
ir hana í Pennaslóðum, riti kvenna, árið 1959.
Silja Aðalsteinsdóttir segir í kafla um Ijóðagerð 20. ald-
ar í óútkomnu fjórða bindi íslenskrar bókmenntasögu
Máls og menningar, að þekktasta ljóð Arnfríðar, Barn vildi
byggja, sé „frumlegt og sterkt og myndgeri á módernískan
hátt heimsmynd ungrar konu“. Silja segir einnig að ljóð-
heimur Arnfríðar sé yfirleitt lokaður. „Hún yrkir í mynd-
hverfingum sem oft eru skýrar sem myndir en merking
þeirra er iðulega falin markvisst. Þó að merking virðist oft
vísvitandi bæld í ljóðunum er heimur þeirra þrunginn
sorg, einsemd og eyðileik. Minni um aðskilnað, þann sem
vill fara, þann sem fór og kom ekki aftur, þann sem fórst
og gat ekki komið aftur, ganga í gegnum mörg ljóðin.“
„Sérkenni Arnfríðar er,“ segir Silja ennfremur, „að
blanda saman skynsviðum í myndhverfingum á óvæntan
hátt - eins og þegar hún fléttar liljudans úr blaðlausum
sprotum (Þú vitjar mín, Þröskuldur hússins er þjöl, 12)
eða biður blómhörpu að láta liti sína syngja, láta hljóma
sína blossa, brenna! (Tilv.rit 18). Margar persónugerving-
ar hennar eru einstaklega vel hugsaðar: „einstig þræðir
skuggi míns ónumda ljóðs“ (tilv.rit 11).
Þegar Þröskuldur hússins er þjöl kom út voru skrifað-
ir um bókina nokkrir ritdómar og allir heldur jákvæðir.
Atómskáldið Hannes Sigfússon skrifar t.a.m. dóm í Tíma-
rit Máls og menningar þar sem hann talar m.a. um þjóð-
kvæðastíl í bókinni og segir að Arnfríður sé laus við „þá
væmnislegu tilgerð sem oft gætir hjá nútímaskáldum sem
reyna að vekja upp anda þjóðkvæða". Hannes lýkur svo
sínum ritdómi með því að segja: „Það mun síðar koma á
daginn að hér hefur nýtt efnilegt ljóðskáld kveðið sér
hljóðs".
Magnús Ásgeirsson, sem var mesti bókmenntapáfi
landsins um miðja síðustu öld og „ákvað“ hvað skyldu
kallast góðar bókmenntir, tekur ljóð Arnfríðar inn í safnrit
sitt Ljóð ungra skálda. Meiri upphefðar gat ungt skáld á
þeim árum ekki óskað sér.
Þögn bókmenntastofnunarinnar
Soffía Auður Birgisdóttir er rneðal þeirra fræðimanna sem
undrast þögnina sem hefur umlukið Arnfríði og ljóð henn-
ar hin síðari ár. Hún segir í grein sinni um þrjár nýsköp-
unarkonur í íslenskri ljóðagerð (Ljóðaárbók, 1989) að ljóð
Arnfríðar, Barn vildi byggja, „hafi öll þau einkenni sem
Eysteinn Þorvaldsson tiltekur í bók sinni Atómskáldin að
einkenni módernt ljóð: Óbundið forrn, samþjöppun í máli
og frjálsleg óheft tengsl myndmáls." Arnfríður sé og af
sömu kynslóð og atómskáldin og hún fáist við nýjungar í
ljóðagerð á sama tíma og þau og gefi út ljóðabók á há-
punkti formbyltingarinnar. Þessar staðreyndir nægi þó
ekki til þess að Arnfríður teljist gild í hópi skálda og nafn
hennar sé hvergi að finna í áðurnefndri bók Eysteins og
ekki heldur í Skáldatali sem út kom 1973 og 1976. „Arn-
fríður er kona sem bókmenntastofnunin kannaðist ekki
við,“ segir Soffía Auður.
Arnfríður Jónatansdóttir er þekkt meðal bók-
menntaunnenda sem hafa vilja til þess að kanna bók-
menntaumhverfið og söguna, en hún er líka svonefndur
„einnar bókar höfundur" sem að auki hefur beinlínis forð-
ast að vekja á sér athygli síðan bók hennar kom út. Þó að
skáldskapur Arnfríðar hafi ekki verið á yfirborðinu í bók-
menntaumfjöllun nútímans hafa ýmsir orðið til þess að
halda skáldskap hennar á lofti. Má því segja að dæmi Arn-
fríðar gefi frasanum „ljóðið ratar til sinna“ byr undir báða
vængi.
tímaritum...
Það hýrnar yfir Arnfríði þegar
minnst er á þennan skáldbróður
hennar. „Það þurfti ekki að tyggja
ofan í Hannes. Hann er einhver
alskemmtilegasti og besti höfund-
ur sem við höfum átt. Hann var
svoleiðis geníal í gegn að það var
ekki hægt að ímynda sér neitt
gáfaðara og glæsilegra. Það varð
hara allt of lítið úr honum
blessuðum. Hann glímdi við
minnimáttarkennd og hann gat
verið alveg...argggg...“ segir
Arnfríður og lætur eins og hún sé
að rífa hár sitt og skegg í bræði.
nÞað var hættulegt að vera nálægt
honum stundum. Honum fannst
hann aldrei standa sig nógu vel,
aldrei vera nógu gáfaður, aldrei
gera nógu mikið. Hann stóð oft í
ströngu með sjálfan sig og átti
erfitt með að koma frá sér því sem
hann vildi. Sem var skrýtið því
hann var „talandi skáld", eins og
kerlingarnar sögðu í mínu ung-
dæmi. Talandi skáld sem rírnaði
ekki. Að hlusta á hann tala var
útaf fyrir sig ansi merkilcgt."
Manstu eftir viðbrögðum
þínum við dómunum sem bókin
fékk?
„Eg man að ég las þá en ég hef
gleymt þeim núna. Það er leiðin-
legt því síst af öllum á Hannes
skilið að textar hans falli í gleym-
sku. Það sem hann lét frá sér fara
var ævinlega þess virði að það
væri skoðað."
Vakir þú veröld?
Víst vaki óg svaraði hún.
Kallar þú mig til starfa með þér?
„Já, ef þú ert fús á að berjast,
annars máttu eiga þig.“
Arnfríður er áfram spurð um
atómskáldin sem henni hefur
löngum verið spyrt saman við.
Hún vill ekki gera mikið úr
tengslunum, nema hún viður-
kennir að þau séu á svipuðum
41