Vera


Vera - 01.06.2002, Side 47

Vera - 01.06.2002, Side 47
Myndir: Þórdís Kvennahópar hlaða batteríin Auður Kristmundsdóttir rekur Kópferðafyrirtæki Af þeim konum sem eru með aukin ökuréttindi starfa fæstar við hópferðaakstur en Auður Krist- mundsdóttir rekur eigið hópferðafyrirtæki, AJ hóp- ferðir. Hún ekur rútunum mikið sjálf og er ökuleið- sögumaður líka. Auður tók meirapróf árið 1990. „Ástæðan fyrir því að ég tók meiraprófið var sú að ég rak hópferðafyrirtæki með manninum mínum. Ég starfaði fyrst sem kennari en mér fannst viss hygging í því að geta sjálf keyrt rúturnar. Fimrn árum seinna lést maðurinn minn og ég tók við fyrirtækinu, þannig að þetta þróaðist nú svona. Ég seldi svo fyrir- tækið en ferðabakterían situr föst í mér. Þetta er skemmtilegt og lifandi starf og ekki ósvipað kennslu að vera í akstri og leiðsögn. Árið 1997 stofn- aði ég eigið fyrirtæki ásamt sambýlismanni mínum og hef unnið þar síðan. Þetta er ekki stórt fyrirtæki, við erum með þrjár rútur. Svo erum við í samvinnu við önnur fyrirtæki en litlu fyrirtækin vinna rnikið saman og dekka hvert annað ef þau fá stóra hópa. En af því að fyrirtækið er lítið reyni ég að keyra eins mikið sjálf og ég get.“ Auður segir að starfið sé mjög skemmtilegt. „Eg vinn með fólki og þá aðallega útlendingum. Það má segja að ástæðan fyrir því að ég keyri svona hring eft- ir hring, ár eftir ár, sé sú að ég get ráðið mér sjálf,“ segir hún hlæjandi. Auður segir að þegar hún byrjaði að keyra sjálf fyrir tólf árum hafi ekki verið mikið um að konur keyrðu hópferðabíla. „Konur keyrðu strætó og voru á htlum bílum en þetta hefur breyst. í dag er meira um að ungar konur séu með meirapróf. Þær eru að vísu á minni bílum og við erum ekki margar konur sem keyrum stóra bíla allt árið.“ Hún segir að nú sé orð- ið mikið um að ungar konur sem taka leiðsögu- mannaskólann skelli sér í meirapróf líka til að geta verið ökuleiðsögumenn. Slík leiðsögn er nokkuð al- geng fyrir minni hópa enda ódýrari kostur. Það sem Auði finnist helst erfitt við starfið er að lesta og aflesta ferðatöskur í rúturnar. „Maður þarf að vera vel á sig kominn. En bílarnir í dag eru orðnir þannig að að rnörgu leyti er þægilegra að keyra 50 manna bíl en 20 manna bíl, þeir eru liprari. Rúturn- ar í dag eru líka betur útbúnar. Fólk stendur ekki í viðgerðum uppi á hálendi." Auður segist keyra allt árið og hún er mikið í burtu á sumrin. „Þá eru lengri ferðir en á veturna er meira um styttri ferðir út frá Reykjavík. Við erum með ferðamenn alveg fram í desember og þeir byrja svo að koma aftur í lok janúar." Hún segist hafa far- ið fjórar hringferðir í fyrra og það stefni í að hún fari í sex ferðir sjálf í sumar. „Svo er náttúrulega fullt af stuttum ferðum. Við erum líka mikið með kvenna- hópa enda er vinsælt hjá konum að hafa konu sem leiðsögumann og bílstjóra. Við fáum bæði erlenda og innlenda hópa en stærstu kvennahóparnir eru ís- lenskar konur. Það er rosalega gaman að keyra kon- ur, þær skemmta sér öðruvísi og það er mikið hlegið. Þegar ég þarf að hlaða batteríin keyri ég kvenna- hópa.“

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.