Vera - 01.06.2002, Side 51
til margra ólíkra fyrirtækja utan hins hefðbundna
heilbrigðiskerfis þar sem hjúkrunarfræðingar starfa.
„Á heimasíðunni okkar, hjukrun.is, er einnig fjal-
lað um möguleika starfsins en innan félagsins eru nú
starfandi yfir 20 fagdeildir, t.d. af hinum ýmsu deii-
dum spítalanna og deild heilsugæsluhjúkrunar-
fæðinga, deildarstjóra, hjúkrunarforstjóra, auk
svæðisdeilda út um allt land. Við fengum fólk úr
öllum þessum deildum til að lýsa starfi sínu á
heimasíðunni á persónulegan hátt. Þar er að finna
milli 80 og 90 ólíkar sögur af ánægðri stétt, sem er
auðvitað besta auglýsingin fyrir starf okkar.“
Vantar 750 hjúkrunarfræðinga
En hvers vegna skyldi ungt fólk ekki sækja í jafn
miklum mæli í hjúkrunarnám og áður? Herdís segir
skýringuna hugsanlega felast í þeirri einstaklings- og
Peningahyggju sem hafi verið í gangi, það þyki ekki
fínt að sækja í umönnunar- og líknarstörf eins og
hjúkrunarstarfið vissulega er, þó það gefi líka
möguleika á miklum einstaklingsþroska og ábyrgð.
Hvað finnst henni t.d. um staðalmyndina sem dregin
er upp af hjúkrunarfæðingum í þáttum eins og
Bráðavaktinni?
„í þeim þáttum er miklu meira gert úr hlutverki
lækna, eins og oft er, ímynd hjúkrunarfræðingsins
kemur ekkert rnjög vel út. En við verðum auðvitað að
kynna okkar málstað. Undanfarið hefur t.d. verið í
gangi átak á vegum Jafnréttisnefndar Háskóla Islands
til að fjölga karlmönnum í hjúkrunarnámi en nú eru
karlmenn aðeins um 1% félagsmanna, eða um 40 af
2.400. Rósa Erlingsdóttir jafnréttisfulltrúi hefur farið
ásamt karlhjúkrunarfræðingi í alla framhaldsskóla.
Þau hafa dreift kortunum frá okkur og rætt við bæði
kynin um hjúkrunarstarfið og árangurinn kemur í
ljós í haust þegar skólinn byrjar.
Herdís segir að hin mikla launaumræða sem
tengst hefur hjúkrunarfræðingum geti hafa haft
neikvæð áhrif á ímynd þeirra en um leið bendir hún
á að hægt só að hafa mjög góð laun sem hjúkrunar-
fæðingur, jafnt í almennum störfum sem í stjórn-
unarstörfum. Á heilbrigðisstofnunum standa
hjúkrunarfræðingar og læknar jafnfætis í skipuritum,
t.d. eru tveir hjúkrunarfræðingar í firnm manna
framkvæmdastjórn Landspítala - Háskólasjúkrahúss.
„Ef við miðum við hin Norðurlöndin vantar 750
hjúkrunarfæðinga til starfa hér á landi. Það er því
brýnt að bregðast við og vonandi lætur unga fólkið
ekki á sér standa,“ sagði Herdís að lokum.