Vera


Vera - 01.06.2002, Page 55

Vera - 01.06.2002, Page 55
batnandi fór ég að geta kynnst þeim Rússum og ekki- enskumælandi útlendingum sem bjuggu á stúdenta- garðinum. Veislur voru haldnar (og eru enn í fullum gangi), nýbökuðum landnemum kennt að drekka vodka á liinn eina sanna hátt (með djús „on the side“ og með rúgbrauði og súrum gúrkum), endalaust hangs á stigaganginum við spjall og sprell sem oft leiddi til partýs í næsta herbergi. Það var spennandi að hitta fólk allsstaðar að, heyra ný viðhorf og frá- sagnir og skiptast á skoðunum. Sem femínista var því (og er enn) oft sláandi fyr- ir mig að heyra fólk segja hluti sem ég bjóst ekki við að heyra £ dag, og ég átti eftir að kynnast rússneskum kynjahlutverkum enn betur. Mín reynsla héðan er sú að fólk veit almennt rnjög lítið um femínisma, hvað hann þýðir og að hverju femínistar stefna. Flestir telja hann ónauðsynlegan og úreltan og finnst skrýtið að ungar stúlkur geti verið að vesenast £ þessu í dag þar sem jafnrétti só löngu komið á. Heima á íslandi fann ég ekki sérstaklega fyrir þessu misrétti né pældi óg mikið f þvf hvað öðrum þótti hæfa að ég sem kona gerði eða hvernig ég hagaði mór. Hérna er hins vegar óhjákvæmilegt annað en að velta fyrir sér stöðu sinni sem kona f rússneska sam- fólaginu. Það skal tekið fram að það sem ég skrifa í þessari grein er ekki byggt á rannsóknarvinnu eða heimildum heldur einungis á minni eigin reynslu, því sem ég hef séð, heyrt og upplifað og komist að í samskiptum mínum við Rússana. Einfaldasta leið ungra stúlkna er að gifta sig Oft hefur mér brugðið allsvakalega, eins og t.d. í einni kennslustundinni þegar afleysingakennarinn fór allt í einu úr æfingasamræðum um Internetið út í það að segja frá harmsögu lífs síns í miklum smáat- riðum, hvernig hún hefði í tugi ára þjónað bónda sín- um og börnum eins og hin auðmjúkasta anibátt og ekkert fengið á móti nema í besta falli skammir. Mað- urinn hennar hunsaði hana og vanvirti, börnin litu á hana sem þjónustustúlku og hún ætti sér í raun eng- an samastað á heimilinu. Þó að tvö sjónvörp væru á heimilinu gat hún á hvorugt horft því eiginmaðurinn réði yfir báðum, ekki mátti hún nokkurn tíma prófa tölvuna þó að hún hefði mikinn áhuga á að kynna sér tæknina, ekki mátti hún fara á kvöldnámskeið eða gera nokkuð af neinu tagi fyrir sjálfa sig. Ég held að þetta só eitl það undarlegasta og jafnframt dapurleg- asta sem ég hef lent f. Að sitja og stappa stálinu í mér mun eldri (og í raun bláókunnuga!) konu. Til að teljast femínisti hér þarf mest lítið að gera. Bara að vilja og geta opnað flösku með kveikjara eða taka sjálf upp eitt- hvað sem maður missir í gólfið (ef karlmaður er viðstaddur) telst róttækt. Eða það sem ég upplifði í Novgorod (litlum bæ 200 kílómetra frá St.Pótursborg), að kynnast 19 ára stelpu sem hafði þá þegar verið gift í eitt og hálft ár. í Novgorod mun kynjahlutfallið vera u.þ.b. 4 konur á móti 1 karli, svo samkeppnin milli kvennanna er gríðarleg, allt snýst um að vera sætust og mjóust og flottust og ná sór í kærasta. Atvinnumöguleikar eru ekki miklir, svo einfaldasta leiðin er að gifta sig og þá er kona búin að finna sér nokkuð öruggt hlutverk í lífinu. Þessu varð ég svo vitni að í næturklúbbnum í Novgorod sem var troðfullur af ungum og fallegum konurn og með veggjunum sátu svo örfáir karlmenn sem gátu valið úr hópnum. Það má svo reikna með því að ástandið sé svipað í öðrum smábæjum og þorpum í Rússlandi. Karlaskorturinn stafar af því að í Rússlandi eru færri karlar en konur en einnig af því að ungum rússneskum karlmönnum þykir oft áhuga- verðara að drekka sig fulla en að fara á næturklúbba. Sem karlmonn eru þeir þá líka í þeirri stöðu að þurfa að borga allt fyrir stelpurnar og sú venja fælir þá enn- fremur frá skemmtistöðum. Gamaldags hugmyndir um kynjahlutverk Misréttið hér er reyndar af aðeins öðru tagi en á Is- landi þar sem þetta hlægilega launamisrétti er enn til staðar. Fólki er yfirleitt brugðið þegar ég skýri frá því og skilur ekki um hvað ég er að tala. Eftir því sem ég hef komist næst er slíkt launamisrétti ekki við lýði liér en konur skipa þó flestar verst launuðu verka- stéttir samfélagsins, umönnunarstörf, afgreiðslustörf, ræstingar og kennslustörf. Til dæmis eru allir kenn- ararnir mínir kvenkyns, ég minnist þess ekki að hafa séð aðra karlmenn í skólabyggingunni en verka- menn, öryggisverði og svo yfirkennarann. Eitt hef ég reyndar séð hér sem ég hef ekki séð annars staðar en það eru konur í utandyra erfiðisvinnu, málningar- vinnu, skurðgreftri og þvíumlíku. 55

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.