Vera


Vera - 01.06.2002, Síða 62

Vera - 01.06.2002, Síða 62
Myndir: Þórdís Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir ns <u > 62 Einstaka kvöld má sjá undarlegan hóp af ein- hvers konar verum í fjörunni við Gróttu. Ná- lægt þeim logar bál þar sem blöð og pappír- ar fuðra upp. Þær eru með barefli sem þær nota óspart á steina og annað. Á sama tíma og þær berja steina má heyra ómanneskju- leg öskur. Þetta er svo sannarlega ógnvæn- leg sýn. Ef betur er að gáð má sjá að þetta eru bara venjulegar konur en ekki einhver óargadýr. Þetta eru konur úr Stígamótum sem eru að brenna burt slæmar minningar og vinna úr reiði sinni. Reiði sem hefur beinst að þeim sjálfum í mörg ár en ætti með réttu að beinast að ofbeldismönnunum. Reiði sem hefur átt sinn þátt í að eyðileggja líf margra þessara kvenna. Með öskrunum finna þær fyrir styrk sem þær vissu jafnvel ekki að þær ættu til. Við mæltum okkur mót í húsi Stígamóta við Vestur- götu. Rúna, talskona Stígamóta, heitir í raun Guð- rún Jónsdóttir en til aðgreiningar frá dr. Guðrúnu Jónsdóttur eldri, sem einnig tengdist Stígamótum á sínum tíma, kallar hún sig Rúnu Jónsdóttur. Við setjumst inn í lítið rautt herbergi bakatil í húsinu. Þrátt fyrir að veggir þessa húss hafi eflaust heyrt margar ljótar sögur er sérstaklega góður andi í þessu gamla húsi. Það er einhvern veginn eins og húsið faðmi mann að sér, kannski til að fullvissa sig um að allt sé í lagi. Það er ómögulegt annað en að líða vel í húsi Stígamóta. Þessu húsi þar sem rúmlega 3200 einstaklingar hafa komið á tólf árum til að létta á hjarta sínu og losa sig við skömm sem þau hefðu í raun aldrei átt að finna fyrir. „Þessir 3200 einstaklingar hafa komið vegna 4800 ofbeldismanna og það stingur í stúf að ofbeld- ismennirnir eru fleiri en þau sem beitt eru ofbeldi. Skýringin á því er að miklu leyti sú að við erum að Staðurþarsem stigar mætast Rætt við Rúnu Jónsdóttur kynningarfulltrúa Stígamóta

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.