Vera - 01.06.2002, Qupperneq 64
vera
64
Vinnuveitendur okkar eru
hér úti í samfélaginu að lifa
sínu lífi eins og ekkert sé.
vængir og pakkinn verðmerktur sem söluvara. Boð-
skapurinn er sá að kaup og sala á konum er að verða
álíka hversdagslegur hlutur og að kippa með sér
kjúklingavængjum á leið heim úr vinnunni. Þessi
herferð vakti gífurlega athygli og hitti í mark að
sögn Rúnu. Annar hluti vændisverkefnisins felst í
því að tvær starfskonur Stígamóta fóru til Danmerk-
ur þar sem þær kynntu sér Hreiðrið, sem er athvarf
með víðtækri þjónustu við vændiskonur auk þess
sem þær unnu með vændiskonum á götum Kaup-
mannahafnar. Annað vopn Stígamóta í þessari bar-
áttu er fjögurra kvenna leitarhópur sem mun vera á
þessum stöðum þar sem vændi þrífst „og reyna að
ná til kvenna og tryggja að þær viti af okkur og þeim
möguleikum sem þær hafa á að komast út úr
þessu.“ Rúna segir að þessi leitarhópur fari þó ekki
inn á svokallaða nektarstaði og nái
þar með ekki til erlendra kvenna
sem þar vinni þar sem leitarhópur-
inn komist ekki fram hjá þeim
„varðhundum" sem þar eru. „Við
getum almennt beitt okkur gegn
vændisstöðunum með vitundar-
vakningu en ég á ekki von á því að
það verði auðvelt fyrir okkur að
komast að þessum erlendu konum
því þær stoppa hér stutt við og þær
eru mjög vaktaðar. Þær konur sem
við náum helst til eru þær íslensku
og þær eru í vændi utan við þessa
staði.“ Rúna segir að hvort sem ís-
lensku stúlkurnar sem stunda
vændi noti eiturlyf eða ekki eigi
þær allar brotinn bakgrunn sameig-
inlegan. Flestar koma því í Stígamót með þennan
hefðbundna aðgöngumiða sem er kynferðisofbeldi.
„Þær eru mjög varar um sig og skömm þeirra og nið-
urlæging er sú mesta sem ég hef komist í tæri við,
miklu meiri en annarra kvenna sem hingað koma.
Þess vegna er mun erfiðara að ná trausti þeirra.
Enda er haldið á lofti goðsögninni um hinu ham-
ingjusömu hóru og sjálfsfyrirlitning þeirra er mikil.
Þeim finnst stundum eins og þetta sé borguð nauðg-
un.“
Með virðingu í röddu snýr Rúna umræðunni að
stúlku sem starfskonur Stígamóta finna styrk í þeg-
ar þeim fallast hendur í glímunni við vændi. Eftir
henni var nefndur svokallaður Kristínarsjóður sem
er ætlaður til þess að fjármagna baráttuna gegn
vændisiðnaðinum á Islandi. Kristín þessi stundaði
vændi í Reykjavík. „Það var í raun sjálfsvíg Kristín-
ar sem var kveikjan að þessu vændisverkefni jrví
okkur féllust gjörsamlega hendur eftir að hún dó og
okkur fannst við hafa brugðist. Þegar við svo skoð-
uðum stöðuna sáum við að hún hafði víða leitað sér
aðstoðar en ekkert var nóg til að hjálpa henni. Þá
ákváðum við að við skyldum draga af þessu þann
lærdóm sem við ættum að gera; að hún væri enn að
kenna okkur með dauða sínum. Hún væri í raun að
segja okkur það að afleiðingar vændis væru svo al-
varlegar að þær gætu verið banvænar. Minning
hennar hefur í raun verið drifkraftur okkar í þessari
baráttu."
Þó segir Rúna að það sé ekki svo að allir sem hafi
verið beittir kynferðisofbeldi séu meira og minna að
selja sig, séu inni á geðdeild, sokknir í eiturlyf,
drykkju eða þaðan af verra. Þetta eru öfgafull dæmi
og svona ofbeldi sést ekki nærri alltaf utan á fólki
eða í hegðun þess. Fjöldi fólks sem hefur verið beitt
kynferðisofbeldi lifir eðlilegu lífi út á við meðan af-
leiðingar ofbeldisins eru mest í upplifuninni á sjálf-
um sér og lífi sínu. Þetta getur þá lýst sér í þvílíkri
fullkomnunaráráttu að ekkert sem einstaklingurinn
gerir er nógu gott og hann er sífellt að skamma sjálf-
an sig fyrir allt og ekkert. Þetta er ein leið sem fólk
sem er beitt kynferðisofbeldi fer, að standa sig nógu
vel svo enginn sjái hvað líðanin er slæm.
Rúna telur að það hvernig konum tekst að vinna
úr því ofbeldi sem þær hafa verið
beittar fari að miklu leyti eftir þeim
sjálfum þó að margir þættir spili þar
inn í, til að mynda sá stuðningur
sem þær fá og hversu duglegar þær
eru að sækja sér hjálp. „Það að vera
beitt kynferðislegu ofbeldi er að
hafa verið freklega svipt stjórninni
yfir eigin líkama. Það er að hafa
upplifað persónulega árás inn í það
allra helgasta. Öll lífsreynsla mark-
ar okkur ævilangt, hver svo sem hún
er en það er hægt að gera heilmikið
til að ná aftur stjórn á lífi sínu.“
tarfskonurnar hjá Stígamót-
um sjá oft gífurlegar breyt-
ingar á lífi þeirra kvenna
sem koma þangað til að sækja sér hjálp, eftir að þær
ákveða að leyfa sér ekki að líða svona illa. Hvað svo
sem hefur komið fyrir þessar konur í fortíðinni þá
bera þær alltaf ábyrgð á framtíð sinni og að gera
hana sem hamingjuríkasta. Það er nefnilega hægt
að gera heilmikið til að láta sér líða betur þannig að
lífið þarf ekki að vera helvíti eftir svona lífsreynslu.
En það er mikilvægt að fá faglega aðstoð og að vera
tilbúin að byggja sig upp á nýtt. Samkvæmt Rúnu
finnst mörgum konum sem þær hafi lést um mörg
kíló eftir nokkur viðtöl, slíkur er léttirinn. Þeim
finnst sem þær fái tækifæri til að skoða það sem
gerst hefur í nýju ljósi, sjá nýja fleti og möguleika.
„Sprengikrafturinn í því að láta sér líða betur liggur
í sjálfshjálparhópunum. Það er þar sem konur fara
virkilega að rétta úr hryggnum og pilla ofbeldis-
manninn, sem enn þá situr á öxlunum, í burtu. Það
er þá sem þær ná betri tökum á lífi sínu, verða
sterkar og ná jafnvel að losna við sektarkenndina,
skömmina og lélega sjálfsmynd. Við sem vinnurn
hórna höfum horft á ótal kraftaverk í lífi kvenna og
það heldur okkur gangandi. Við sitjum ekki hór a