Vera


Vera - 01.06.2002, Blaðsíða 68

Vera - 01.06.2002, Blaðsíða 68
vera heilsa Gígja Þórðardóttir Virðum okkar EIGIIU ÞARFIR Mikið hefur verið ritað og rætt um streitu og streituvalda og áhrif þeirra á heilsu manna. Sitt sýnist hverjum. Sumum finnst of mikið gert úr heilsuspillandi áhrifum meðan aðrir álíta streitu eítt helsta vandamál fólks í hinum vestræna heimi. En hvað er streita? Streita er sálfræðilegt og líkam- legt spennuástand sem skapast vegna stöðugrar og oft langvarandi ógnunartilfinningar. Streita er ekki skilgreind sem sjúkdómur en flestum rannsóknum ber saman um að streita sé einn helsti orsaka- valdur sjúkdóma og vanlíðunar í hinum vestræna heimi. Lífeðlis- fræðilegu viðbrögð manna við streitu eru þau sömu hvar sem er í heiminum; hormónaframleiðsla (adrenalín) eykst, blóðþrýstingur hækkar, hjartsláttur eykst, vöðva- spenna og svitamyndun eykst, svo eitthvað sé nefnt. Ef þessi líkamlegu streituviðbrögð vara lengi þá getur það haft í för með sér líffræðilegar afleiðingar svo sem heilablóðfall, hjartaáfall, bakverki, vöðva- bólgu, höfuðverki og fleira. Það hefur hins vegar komið í ljós í rannsóknum að sálfræðileg viðbrögð fólks eru mjög mismunandi og þau eru í raun sá þátt- ur sem ræður hvað mestu um hvort streituvaldur nær tökum á okkur eða ekki. Ef sálfræðilegu við- brögðin eru jákvæð, svo sem spenningur eða áeggjan, eru minni líkur á að streita hafi neikvæð áhrif. Séu sálfræðilegu viðbrögðin hins vegar neikvæð, eins og ótti eða óróleiki, leiðir það oft til mikillar spennu og til langs tíma litið getur það haft í för með sér þung- lyndi, félagslega einangrun og önnur sálræn vanda- mál. Sjálfskoðun grunnur streitustjórnunar Við erum öll mismunandi að upplagi, ekki bara hvað varðar kynferði heldur líka í persónugerð og þroska. Að auki erum við misjafnlega meðvituð um okkar eigin líkama, umhverfið og viðbrögð okkar við hin- um ýmsu áreitum. Það sem við geturn gert til að auka líkur á jákvæðum, sálfræðilegum viðbrögðum, og þar með minnkað líkur á að streita nái tökum á lífi okk- ar, er að skoða okkur sjálf og umhverfi okkar með því að spyrja spurninga svo sem; Hvernig bregst ég við hinum ýmsu áreitum sem oft valda spennu eins og síma, hávaða, umferð, vinnu eða samskiptum við vini og fjölskyldu? Hvernig get ég breytt hugsunum mínum og við- horfum til áreitanna? Get óg forðast eða minnkað streituvaldinn? Svona sjálfskoðun getum við kallað grunninn að streitustjórnun. Það eru ýmsar aðferðir við að vinna úr þeim upp- lýsingum sem við öflum úr fyrrnefndri sjálfskoðun. Margir nota ýmis konar slökunaraðferðir, svo sem hugleiðslu, öndunaræfingar, jóga eða teygjur, á með- an aðrir nota iíkamsrækt sem streitulosandi aðferð, meðvitað eða ómeðvitað. En númer eitt er að vera jákvæð. Neikvæður hugsunarháttur skilar okkur ekki neinu og er yfirleitt frekar skaðlegur ef eitthvað er. Þekkir þú einhverja lífsglaða, neikvæða manneskju? Ég hólt ekki! Aðrir þættir í streitustjórnun sem eru ekki síður mikilvægir eru t.d. að rækta fólagslegu hliðarnar, finna sér eitthvað skemmtilegt og gefandi áhugamál, vera raunsær, borða hollan mat, sofa vel, neyta áfengis og tóbaks í hófi, hlæja, fara reglulega til læknis í „tékk", taka lyfin sín á róttum tíma, varð- veita barnið í sér og síðast en ekki síst stunda kynlíf! Almennt má segja að við getum lifað heilbrigðu, streitulitlu eða jafnvel streitulausu lífi ef við þekkj- um takmörk okkar og viðbrögð og virðum okkar eig- in þarfir. Og mundu að áhrif langvarandi streitu og heilsuspillandi lífernis koma oft ekki í ljós fyrr en síðar...maður tryggir ekki eftir á! 68
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.