Vera - 01.06.2002, Síða 69
konur og reykingar
Nikótmtyggjóið
REYNIST BEST
Sigrún Árnadóttir framkvæmdastjóri Rauða Kross
Islands hefur reykt af og til í rúm 20 ár og segir að
best sé að byrja aldrei að reykja því það sé hægara
sagt en gert að hætta því. Ungt fólk heldur að það
muni alltaf halda heilsu sinni en Sigrún segist finna
að hún þoli reykingar mun verr nú en þegar hún var
yngri. Hún er því alltaf fegin þegar hún getur haldið
sér frá reykingum.
„Eg byrjaði mjög ung að fikta við að reykja en á
þeim árum var mun minna rætt um skaðsemi reyk-
inga en nú er gert. Líklega hafði það áhrif á mig að
tvær konur sem ég leit upp til í uppvextinum reyktu
báðar. Foreldrar mínir reyktu hins vegar ekki og mér
fannst jafnvel að mamma færi á mis við þetta dular-
fulla sem mér fannst einkenna þessar konur þegar
þær reyktu. Það var ákveðið ritúal í kringum reyk-
ingar þeirra sem heillaði mig. I mínum augum und-
irstrikaði það sjálfstæði og eitthvað sem öðrum var
hulið.
Ég var samt alltaf meðvituð um að ég vildi ekki
vera reykingakona um aldur og ævi. Ég var ákveðin í
að hætta nógu snemma til að losna undan því. En ég
<si
O
aj
2
nj
~o
c
=3
E
■o
3
ID
C
3
O
:0
u.
er bara svo hrikalegur nikótínisti að baráttan hefur
verið strembin. Ég get t.d. ekki fengið mér eina sígar-
ettu öðrum til samlætis eins og svo margir virðast
geta, eða telja sér trú um að þeir geti - þá er ég fallin.
Ég hef reynt ýmsar aðferðir til að hætta að reykja og
hef tvisvar náð þriggja ára reyklausu tímabili. Nú hef
ég verið reyklaus í eitt og hálft ár og það sem hefur
reynst mér best er nikótíntyggjó og -plástur. Það er
líka orðið svo félagslega erfitt að reykja, t.d. er vinnu-
staðurinn minn reyklaus og það hjálpar mikið," sagði
Sigrún.
Nú er útlitið svart!
hjá sígarettunni
•>.en bjart hjá þeim sem vilja
hætta að reykja.
Nicotinell nikótíntyggigúmmíið fæst
nú líka með lakkrísbragði.
Dreptu í með Nicotinell!
NOVARTIS
CONSUMER HEALTH
Nicotinell
'fáhva®11 jysgigúmmí er lyf sem er notað sem hjálparefni til að hætta eða draga úr reykingum. Það inniheldur nikótín sem losnar þegar tuggið er, frásogast í munninum og dregur úr
einkennum þegar reykingum er hætt. Tyggja skal eitt stykki I einu, hægt og rólega til að vinna gegn reykingaþörf. Skammtur er einstaklingsbundinn, en ekki má tyggja fleiri en
^iartaJ 9 da9- ^kki er ráðlagt að nota lyfið lengur en 1 ár. Nikótln getur valdið aukaverkunum, s.s. svima, höfuðverk, ógleði, hiksta og ertingu í meltingarfærum. Sjúklingar með slæma
ieiðbe: æðasjúkdóma eiga ekki að nota nikótínlyf nema í samráði við lækni. Nicotinell tyggigúmmí er ekki ætlaö börnum yngri en 15 ára nema í samráði við lækni. Kynniö ykkur vel
lnaar sem fylgja pakkningunni. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.