Vera


Vera - 01.06.2002, Qupperneq 72

Vera - 01.06.2002, Qupperneq 72
vera bréf frá ameríku Bryndís Schram Vinnur konan ekkert? í Sundstrætinu og Cincinnati 72 „Vinnur konan ekkert?" var spurt á ísafirði fyrir þrjátíu árum. Þessi kona var ég, undirrituð. Yngsta barnið mitt var rúmlega eins árs, næsta þriggja, þriðja fimm og það elsta tólf ára. Ég kenndi frönsku og latínu við menntaskólann. En það þótti víst ekki merkilegt starf. Ég átti að vera að vinna, taka þátt í að bjarga aflanum frá skemmd- um eða standa við færiband í frystihúsinu. Allt annað var bara dútl. Hvað þá heldur að bjástra við börn. Mamma mín ól upp sjö börn. Aldrei hafði hún launað starf en mikið held ég hún hafi sparað honum pabba árin sem börnin voru að vaxa. Heimilið var eins konar verkstæði þar sem allt var búið til á staðnum. Ullin úr sveit- inni var notuð til þess að prjóna nærbuxur og boli, sokka, húfur og vettlinga á allan hópinn. Kjólarn- ir mínir - jafnvel kápurnar - voru saumaðar upp úr gömlum fatnaði af foreldrum og frænkum. Við krakkarnir sóttum fiskinn í búð- ina með hausi og hala og öllu þar á milli. Mamma flakaði sjálf, eða bar hann á borð eins og hann kom af skepnunni. Maður lærði fljótlega að velja réttu bitana og sneiða hjá beinunum. A haustin var tekið slátur sem entist allan veturinn. Við fórum líka í berjamó og tíndum slík reið- innar ósköp að það leið sjaldan sá dagur að við ekki borðuðum sultu - sultu á brauðið, sultu með kjöt- bollunum. Á morgnana var hellt í okkur berjasafti til að bæta lýsis- bragðið. Mamma trúði því nefni- lega að við fengjum fallega húð af berjaáti. Og svo var það rabbarbari og rifsber. Hver einasta krukka í geymslunni undir tröppunum var vandlega merkt fallegri skrift móður minnar. „Vinnur konan ekkert?“ spurðu Isfirðingar. Og var það nema von að mennirnir spyrðu? Barneignir hafa aldrei þótt tiltökumál heima á Fróni. Flest heimili til sjávar og sveita voru mannmörg í den tid. Nógir til að annast uppeldi allra þeirra barna sem skutust inn í heiminn óumbeðin. Húsmæður höfðu annað að gera en eltast við duttlunga barna sinna. Börnin á Isafirði á þeim árum, sem ég var þar, gengu með lykil um hálsinn eða sníktu sér út mat- arbita hjá ömmu eða frænku í há- deginu. Ég átti hvorki ömmu né frænku á ísafirði. Þegar mamma mín var að ala upp sín börn á árunum eftir stríð þótti það sjálfsagt að konan væri heima. Það hefði verið fáránlegt að fara út að vinna. Pabbi hefði aldrei sætt sig við það. Það var honum stöðutákn að eiga fallega konu og sjö börn sem hann einn sá fyrir. Þegar ég stóð svo í sömu spor- um voru tímarnir að breytast. Barneignir skyldu takmarkaðar. Konan skyldi velja. Kominn tími til. Aldrei kom annað til greina en að vera í launuðu starfi. Það þurfti tvo til að sjá fyrir heimili. Sjálfsvirðingin var í húfi. Og fjandinn hafi það, mér fannst satt að segja miklu merkilegra að kenna frönsku en að puða í fiski (þó að það væri verr launað). Og ég tala nú ekki um að eyða hluta úr deginum með börnunum mín- um, (þó svo að það væri ólaunað). Þessi atvik frá löngu liðnum árum komu mér í huga þegar ég heyrði um daginn viðtal í útvarp- inu við níu barna móður frá Cincinnati, Ohio, sem sagði eitt- hvað á þessa leið: „Ég hef aldrei unnið neitt.“ Þeir hugsa sem sagt svipað í Cincinnati og Sundstrætinu, varð mér að orði. „Vinnur konan ekkert?" Hún hafði þó komið níu börnum til manns. Vinna eða ekki vinna. Þessi spurning brennur á allra vörum nú í sumarbyrjun. Fyrir hinu bandaríska alþingi liggur frum- varp sem á að neyða einstæðar mæður til að fara út á vinnumark- aðinn, hverfa af framfæri félags- málastofnana. Ekki ný lög en nú á að herða á þeim. Vinnuskyldan verður aukin. Konum er gert skylt að stunda launaða vinnu í fjörutíu tíma á viku. (En barnagæslan kostar meira á klukkustund en lágmarkslaunin sem þær fá). Svo er þeim eindregið ráðlagt að taka hluta af vinnuskyldunni í starfs- þjálfun, en hver á að borga nám- skeiðsgjaldið? Starfsþjálfun er sjálfsagt munaður sem fáar ein- stæðar mæður hafa efni á. Á kreppuárunum setti Roose- velt lög um ellilífeyri sem bjarg- aði ekkjum Ameríku frá örbirgð. Eftir stríð voru sett skattalög sem hvöttu mæður til að sinna upp- eldi barna sinna inni á heimilun- um. Móðurhlutverkið var metið að verðleikum. Það var talin vinna að ala upp börn. Nú er aft- ur komið að tímamótum. Móður- hlutverkið einskis metið. Það er ekki talin vinna að ala upp börn. Og þó! Þetta er ekki alveg rétt þegar grannt er skoðað. Það fer nefnilega eftir því hver á í hlut. Það gilda ekki sömu reglur um millistéttarkonu í farsælu hjóna- bandi og einstæða móður i slömmum stórborgarinnar. Um hina menntuðu konu sem snýr af vinnumarkaðnum inn a heimilið er sagt - „Hún lók móð- urhlutverkið fram yfir völd og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.