Vera - 01.08.2003, Side 19
/ KYNBUNDINN LAUNAMUNUR
vitað að barnafjöldi hefur lítil eða
neikvæð áhrif á laun kvenna, með-
an laun karla hækka ef þeir eiga
börn. I könnuninni var þessi mis-
munun notuð sem skýribreyta og
„leiðrétt fyrir“ þessa þætti í niður-
stöðum.
Fræðimenn eru almennt sam-
mála unr að til að fá út leiðréttan
launamun þurfi að bera saman
sambærilega hópa karla og kvenna
og að taka þurfi tillit til mikilvægra
og málefnalegra skýribreyta, en það
eru þeir þættir sem eru líklegir til að
hafa áhrif á afköst og framleiðni
starfsmanna. Þessir þættir eru m.a.
menntun, aldur eða starfsaldur, í
hvaða störfum fólk er og hvað það
vinnur langan vinnudag. Þessi
,,leiðrétting“ og leitin að skýribreyt-
um hefur hins vegar gengið allt of
langt. Er eðlilegt að kona hafi lægri
iaun en karl af því að hún er gift og
á börn? Er það eðlilegt og sann-
gjarnt að karl beri meira úr býtunr
en kona í sambærilegu starfi af því
að hann er giftur og á börn? Er það
sanngjörn aðferðafræði að taka þá
kynjanrismunun sem viðgengst í
samfélaginu og kalla hana „eðlilegar
skýribreytur“?
Er tilgangurinn að skýra eða
fela launamuninn?
Er „leiðréttur" launamunur tilraun
til að finna út hve mikill munur er
enn eftir á launum karla og kvenna
þegar búið er að taka tillit til mál-
efnalegra skýribreyta eða er mark-
miðið með honunr að fela þann
mun sem er til staðar? Ef markmið-
ið er að fela muninn væri tilvalið að
galdra hann í burtu með því hvort
fólki fannst bleikt eða blátt flottara
þegar það var fimm ára. Uppáhalds-
litur í æsku hefur mikla fylgni við
kynferði en getur aldrei orðið mál-
efnaleg skýribreyta í reiknijöfnu,
ekki frekar en hjúskaparstaða og
barnafjöldi.
Hættum að fela!
bví er stundum haldið fram að
munur á heildartekjum karla og
kvenna, sem vikið var að hér í upp-
hafi, sé alls ekki gildur mælikvarði á
kynbundinn launamun. Hluta af
þeim mun má skýra með því að
konur vinna færri stundir í launa-
vinnu en karlar. Það er vegna þess
að þær axla stærri byrði en karlar af
ólaunaðri vinnu samfélagsins.
Sannarlega mikilvægt og göfugt - en
hagslegs sjálfstæðis. Leiðréttur
launanrunur þar sem málefnalegar
skýribreytur eru notaðar sýnir þann
mun sem er á launum fólks í sam-
bærilegu starfi með samsvarandi
vinnuframlag og er því í raun
LEITIN AÐ SKÝRIBREYTUM HEFUR GENGIÐ TALSVERT LANGT OG í NÝLEGRI
KÖNNUN SEM SAMTÖK ATVINNULÍFSINS GERÐU FYRIR JAFNRÉTTISRÁÐ OG
NEFND UM EFNAHAGSLEG VÖLD KVENNA VORU TIL DÆMIS NOTAÐAR UM
140 SKVRIBREYTUR. í ÞEIRRI KÖNNUN TÓKST AÐ FÁ LAUNAMUNINN NIÐ-
UR í 7,5% SEM ER MEÐ ÞVÍ ALLÆGSTA SEM UM GETUR Á BYGGÐU BÓLI
vegur harkalega að íjárhagslegu og
félagslegu sjálfstæði þeirra. Þann
mun senr birtist í heildartekjum
karla og kvenna ber því að taka al-
varlega, ekki síður en „leiðréttan“
launamun.
Og ekki má heldur gleyma að
jafnvel nrálefnalegar skýribreytur í
viðurkenndum formúlum um
„leiðréttan“ launamun má gagn-
rýna. Skoðurn störf í því sambandi.
Vitað er að konur eru síður í
ábyrgðarstörfum en karlar. En er
það fullgild skýring á lægri launum
kvenna sem hefur ekkert með kyn
að gera? Hugtakið „glerþak" var
einmitt sett fram til að sýna frarn á
að framaleiðir kvenna eru allt aðrar
og miklu torsóttari en karla. Leið-
réttur launamunur tekur ekki tillit
til slíkra þátta, hann ber þær fáu
konur sem komast á toppinn sarnan
við karlkyns kollega þeirra en skoð-
ar aldrei þær sem heltast úr lestinni
og festast neðar í starfastiganum.
Launamunur kynjanna er stað-
reynd. Hann er aðeins einn hluti af
valdamisræmi kynjanna í okkar
samfélagsgerð. Forsendan fyrir því
að þessari mismunun verði útrýmt
er að svara þeirri grundvallarspurn-
ingu hver kynbundinn launamunur
sé. Okkar svar við því er að launa-
mun kynjanna eigi að rneta með
fleiri en einum mælikvarða sem gefi
ólíkar upplýsingar. Munurinn á
heildartekjum karla og kvenna er
munurinn á upphæðinni sem fólk
hefur til að lifa og þar með þeirn
möguleikum sem fólk hefur til fjár-
spurning um lögbrot! Báðir mæli-
kvarðar gefa mikilvægar upplýsing-
ar um stöðu mála og þarf að skoða í
samhengi hvor við annan. Þegar
konur hafa 59% af heildartekjum
karla getum við sagt okkur að kann-
anir sem sýna „leiðréttan launa-
nrun“ upp á 7% eru að segja okkur
hálfsannleik. Horfumst öll í augu
við það, hver svo sem uppáhaldslit-
ur okkar var í æsku. ^