Vera - 01.08.2003, Page 20

Vera - 01.08.2003, Page 20
/ KYNBUNDINN LAUNAMUNUR Hverjar eru fyrirvinnur fyrir|vinna KVK • sá sem vinnurfyrir heimili (fyrirvinna móður sinnar / fyrirvinnulaus) (íslensk orðabók, 3. útgáfa 2002) Amar Gíslason »Þeirri ábyrgð að vera fyrirvinna heimilis hefur löngum fylgt nokkur virðing og heiður. Fjölskyldan styður dyggilega við bakið á fyrirvinnunni og reynt er að koma í veg fyrir að heimilisaðstæður valdi því að hún komist ekki til vinnu eða þurfi að taka sér frí, enda voðinn vís ef hún missir vinnuna eða þarf að vera frá henni í langan tíma. Á íslandi voru það lengst af karlar sem unnu utan heimilis á meðan konurnar sinntu uppeldi og sáu um rekstur heimilisins. Síðustu áratugi hafa kon- ur hins vegar sótt stíft út á vinnumarkaðinn en þrátt fyrir að atvinnuþátttaka ís- lenskra kvenna sé nú ein sú mesta í Evrópu, eða tæplega 80%, hefur goðsögnin um karlkynsfyrirvinnuna reynst lífseig; góður skaffari sem sést kannski ekki alltaf mikið heima fyrir en sér til þess að heimilisfólk líði ekki skort. En hvernig er stað- an í dag, eru það ennþá mestmegnis karlar sem eru í þessu hlutverki? 4r Skilgreining hugtaksins ( orðabók Webster's er hugtakið fyrirvinna (e. breadwinn- er) skilgreint sem fjölskyldumeðlimur hvers tekjur sjá fyrir fjölskyldunni að mestu eða öllu leyti. (þessari grein er fyrst og fremst verið að kanna hve mikið er um fólk sem sér fyr- ir fleirum en sjálfu sér (börnum og/eða maka) án þess að til komi tekjur maka. Til þessa hóps teljast því annars vegar einstæðir foreldrar og hins vegar heimili þar sem annar makinn vinnur úti en hinn ekki. Einstæðirforeldrar Langflestir einstæðir foreldrar á íslandi eru konur. Sam- kvæmt tölum frá Hagstofunni voru einstæðar mæður 10.631 í árslok 2002 en einstæðir feður 877 talsins. Fjöldi einstæðra mæðra á þessum tíma var því um tólffaldur fjöldi einstæðra feðra. Hafa ber í huga að í mörgum tilfell- um er um sameiginlega forsjá að ræða en þá eru börnin á skattframtali þess foreldris sem er aðalforsjáraðili barn- anna. Slík tilhögun er orðin æ algengari eins og sést á því að árið 1992, þegar sameiginlegt forræði varð fyrst mögu- legt, voru aðeins um 11% fráskilinna hjóna sem nýttu sér það en árið 2001 voru um 47% fráskilinna hjóna sem sam- einuðust um forræði barna samkvæmt upplýsingum af vefsíðu Hagstofunnar. Einstæðir foreldrar eru fyrirvinnur barna sinna og sam- kvæmt þessum tölum eru 9.754 fleiri konur en karlar í þeirri stöðu. Víkur þá að hinni hlið peningsins, hversu al- gengt það fjölskyldumynstur er þar sem annar aðilinn vinnur úti en hinn ekki.

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.