Vera - 01.08.2003, Blaðsíða 20

Vera - 01.08.2003, Blaðsíða 20
/ KYNBUNDINN LAUNAMUNUR Hverjar eru fyrirvinnur fyrir|vinna KVK • sá sem vinnurfyrir heimili (fyrirvinna móður sinnar / fyrirvinnulaus) (íslensk orðabók, 3. útgáfa 2002) Amar Gíslason »Þeirri ábyrgð að vera fyrirvinna heimilis hefur löngum fylgt nokkur virðing og heiður. Fjölskyldan styður dyggilega við bakið á fyrirvinnunni og reynt er að koma í veg fyrir að heimilisaðstæður valdi því að hún komist ekki til vinnu eða þurfi að taka sér frí, enda voðinn vís ef hún missir vinnuna eða þarf að vera frá henni í langan tíma. Á íslandi voru það lengst af karlar sem unnu utan heimilis á meðan konurnar sinntu uppeldi og sáu um rekstur heimilisins. Síðustu áratugi hafa kon- ur hins vegar sótt stíft út á vinnumarkaðinn en þrátt fyrir að atvinnuþátttaka ís- lenskra kvenna sé nú ein sú mesta í Evrópu, eða tæplega 80%, hefur goðsögnin um karlkynsfyrirvinnuna reynst lífseig; góður skaffari sem sést kannski ekki alltaf mikið heima fyrir en sér til þess að heimilisfólk líði ekki skort. En hvernig er stað- an í dag, eru það ennþá mestmegnis karlar sem eru í þessu hlutverki? 4r Skilgreining hugtaksins ( orðabók Webster's er hugtakið fyrirvinna (e. breadwinn- er) skilgreint sem fjölskyldumeðlimur hvers tekjur sjá fyrir fjölskyldunni að mestu eða öllu leyti. (þessari grein er fyrst og fremst verið að kanna hve mikið er um fólk sem sér fyr- ir fleirum en sjálfu sér (börnum og/eða maka) án þess að til komi tekjur maka. Til þessa hóps teljast því annars vegar einstæðir foreldrar og hins vegar heimili þar sem annar makinn vinnur úti en hinn ekki. Einstæðirforeldrar Langflestir einstæðir foreldrar á íslandi eru konur. Sam- kvæmt tölum frá Hagstofunni voru einstæðar mæður 10.631 í árslok 2002 en einstæðir feður 877 talsins. Fjöldi einstæðra mæðra á þessum tíma var því um tólffaldur fjöldi einstæðra feðra. Hafa ber í huga að í mörgum tilfell- um er um sameiginlega forsjá að ræða en þá eru börnin á skattframtali þess foreldris sem er aðalforsjáraðili barn- anna. Slík tilhögun er orðin æ algengari eins og sést á því að árið 1992, þegar sameiginlegt forræði varð fyrst mögu- legt, voru aðeins um 11% fráskilinna hjóna sem nýttu sér það en árið 2001 voru um 47% fráskilinna hjóna sem sam- einuðust um forræði barna samkvæmt upplýsingum af vefsíðu Hagstofunnar. Einstæðir foreldrar eru fyrirvinnur barna sinna og sam- kvæmt þessum tölum eru 9.754 fleiri konur en karlar í þeirri stöðu. Víkur þá að hinni hlið peningsins, hversu al- gengt það fjölskyldumynstur er þar sem annar aðilinn vinnur úti en hinn ekki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.