Vera - 01.08.2003, Síða 21
Karlar Konur Bæði
a) Starfandi fólk í sambúð b) Starfandi fólk í hjúskap 17.600 40.800 12.800 37.700 30.400 78.500
c) Samtals starfandi 58.400 50.500 108.900
d) Einstæðir foreldar r-» co 10.631 11.508
e) Samtals (c+d) 59.277 61.131 120.408
Húsmæður og -feður með útivinnandi maka
Tölur frá Hagstofu íslands um fjölda starfandi fólks eftir
hjúskaparstöðu þess sýna að meðal fólks í sambúð eða
hjúskap eru heldur fleiri karlar en konur sem vinna úti.
Með því að leggja saman fjölda starfandi kvenna í sambúð
eða hjúskap og draga þá tölu frá fjölda starfandi karla í
sambúð eða hjúskap, má komast að því hve mikið fleiri
karlar en konur eru í þeirri stöðu að sjá fyrir maka sínum
(og i mörgum tilfellum börnum líka).
Eins og sést á töflunni hér fyrir ofan voru 50.500 konur
starfandi árið 2002 af þeim sem voru giftar eða í sambúð.
Af kvæntum körlum og í sambúð voru 58.400 starfandi
sama ár. Ætla má að mismunurinn á fjölda starfandi karla
og kvenna, 7.900, segi okkur, nokkurn veginn, hve mikið
fleiri karlar en konur voru í þeirri stöðu að sjá fyrir maka
sínum.
Stundum hefur því verið haldið fram að pör slíti sam-
vistum á pappírum, þó fólk sé ekki að hætta saman „i al-
vöru", til að annað þeirra öðlist bótarétt einstæðs foreldris.
Hvort mikið sé til í því skal ósagt látið en ef slíkt er algengt
getur verið að sumt af því fólki sem sagðist vera í sambúð
í rannsókn Hagstofunnar kunni að vera skráð sem einstætt
foreldri annars staðar (þar á meðal í tölum hér að ofan frá
Ríkisskattstjóra). Það fólk væri þá tvítalið í þessum talna-
leik okkar, en sérlega erfitt er að áætla umfang þessa mis-
ferlis og þar með áhrifin á útreikninga hér.
Samantekt
Sé tekið mið af þessum tveimur tölum, 9.754 fleiri ein-
stæðar mæður en feður og 7.900 fleiri karlar en konur sem
sjá fyrir maka, eru 1.854 fleiri konur en karlar á íslandi í
þeirri stöðu að sjá fyrir fjölskyldunni án þess að til komi
tekjur maka. Með öðrum orðum, konur eru í meirihluta
þeirra sem kalla má fyrirvinnur samkvæmt skilgreining-
unni sem stuðst er við hér.
Vert er að taka fram að í þessari
grein er ekki tekið mið af tekjum,
aðeins hvort fólk sé starfandi
Þar sem karlar eru að
jafnaði með hærri
tekjuren konurá ís-
landi, og konur oft-
ar í hlutastörfum, má
ef til vill segja að oft
séu karlar „meiri" fyrir-
vinnur en konur á þeim
heimilum þar sem karl og
kona vinna bæði úti. Það
gildir þó einu fyrir efni þessarar
greinar enda aðeins verið að kanna
einnar fyrirvinnu fjölskyldumynstur hér.
Þeir útreikningar sem hér hafa verið raktir sýna að karl-
ar eru langt í frá einir um að vinna fyrir heimilum landsins
og eiga því ekki sérstakt tilkall til nafnbótarinnar fyrir-
vinna. Stundum hefur því verið fleygt að körlum beri hærri
laun en konum því þeir hafi í mun ríkari mæli fyrir fjöl-
skyldu að sjá en konur. Slík réttlæting á launamun kynj-
anna virðist varla byggð á staðreyndum, í það minnsta
tekur hún ekki mið af þeim börnum sem eru á framfæri
einstæðra foreldra.
Okkur er varla stætt á því lengur að gefa okkur að karl-
ar séu fyrirvinnur en konur ekki. Sú goðsögn gerir fátt ann-
að en að stuðla að því að viðhalda launamun kynjanna.
Ekki svo að skilja að atvinnurekendur kjósi að greiða körl-
um hærri laun af þessari ástæðu - enda velta atvinnurek-
endur líklega sjaldnast fyrir sér hvað starfsfólk þurfi háar
tekjur heldur frekar hinu, hve mikið þurfi að greiða til að
halda í starfsfólkið. Hins vegar má ætla að ef telja má kon-
um trú um að þær þurfi lægri tekjur en karlar sé í það
minnsta kominn möguleiki á að hlunnfara þær.
0KKUR ER VARLA STÆTT Á ÞVÍ LENGUR AÐ GEFA 0KKUR AÐ
KARLAR SÉU FYRIRVINNUR EN KONUR EKKI. SÚ G0ÐSÖGN
GERIR FÁTT ANNAÐ EN AÐ STUÐLA AÐ ÞVÍ AÐ VIÐHALDA
LAUNAMUN KYNJANNA
Goðsagan um fyrirvinnuna er aðeins ein af nokkrum
tylliástæðum til að komast upp með klípa af tekjum
kvenna. Þó deila megi um túlkun tölfræðinnar þá bendir
þessi úttekt sterklega til þess að ekki beri mikið á milli karla
og kvenna þegar kemur að hlutverki fyrirvinnunnar. Það
ætti varla að koma að sök fyrir karla að gefa þessa goð-
sögn upp á bátinn enda er lífið utan vinnunnar áhuga-
verðara en svo að best sé að einskorða sig við hlutverk
skaffarans. En það er nú efni í enn aðra grein.