Vera - 01.08.2003, Qupperneq 23

Vera - 01.08.2003, Qupperneq 23
1. Það er skoðun Alþýðusambands- ins að vinna þurfí gegn kynbundn- um launamun með kerfisbundnum hætti á íjölmörgum sviðurn sam- tímis til að viðunandi árangur náist. ASÍ og aðildarfélög þess hafa haft þetta að leiðarljósi í starfi sínu. • Hœkkun lœgstu launa. Konur eru hlutfallslega mun fleiri en karlar meðal þeirra sem hafa lægstu launin á íslenskum vinnumarkaði. Áhersla á sérstaka hækkun lægstu launa er því ein árangursríkasta leiðin til að draga úr kynbundnum launamun um leið og hún er mikilvægur liður í baráttunni gegn mismunun og misrétti í samfélaginu. *■ Símenntun fyrir alla. Aukið fram- boð á menntun og rneiri möguleik- ar launafólks til að sækja sér sí- menntun, endur- og eftirmenntun er mikilvægur þáttur í að styrkja stöðu fólks á vinnumarkaði og leið til bættra kjara. Þetta á ekki síst við um launafólk sem hefur litla form- lega viðurkennda menntun. Stór- aukin áhersla verkalýðshreyfingar- innar á framboð og möguleika launafólks til að sækja sér símennt- un er því mikilvægur þáttur í að efla stöðu kvenna á vinnumarkaði og vinnur gegn launamun kynjanna. • Jafn réttur foreldra til fœðingar- og forcldraorlofs. Gildandi lög um fæð- ingar- og foreldraorlof gefa foreldr- um jafnan rétt og tryggja jafna möguleika til fæðingar- og foreldra- orlofs. Það er sannfæring okkar í verkalýðshreyfingunni að sá áfangi sem náiðst með lögum um fæðing- ar- og foreldraorlof leggi grunninn að einum mikilvægasta áfanga sem náðst hefur í jafnréttisbaráttunni og gegn kynbundnum launamun. Ná- ist markmið laganna fram að ganga í framkvæmd og foreldrar axla sam- eiginlega ábyrgð við umönnun barna sinna er mikilvægri forsendu kynbundins launamunar rutt úr vegi. Atvinnurekendur geta þá ekki lengur gefið sér eins og áður að móðirin hverfi frekar frá vinnu vegna umönnunar barnsins meðan faðirinn velji að sinna áfram starfi sínu. • Frœðsla um jafnréttislögin og jafn- réttisáœtlanir. Fræðsludeild ASÍ hef- ur að undanförnu lagt aukna áherslu á að kynna talsmönnum verkalýðshreyfingarinnar, forystu- mönnum stéttarfélaga, starfsmönn- um þeirra og trúnaðarmönnum á vinnustað efni jafnréttislaganna og gildi jafnréttisáætlana á vinnustöð- um. Með þessu er stigið mikilvægt skref í að efla vitund forystumanna stéttarfélaganna um mikilvægi jafn- Grétar Þorsteinsson, Alþýðusambandi íslands réttismálanna og hversu árangurs- ríkt tæki jafnréttisáætlanir á vinnu- stöðum geta verið í baráttunni gegn kynbundnum launamun og fyrir jafnrétti kynjanna. • Samstarf um jafnréttismál. Alþýðu- sambandið á samstarf við fjölmarga aðila utan sambandsins um jafn- réttismál, auk þess að eiga fulltrúa í Jafnréttisráði. Mikilvægi samstarfs samherja í jafnréttisbaráttunni verður seint ofmetið. Hér má nefna sem dæmi að ASl, í samstarfi við önnur samtök launafólks og fleiri aðila, hefur undanfarin ár staðið fyrir umfjöllun um jafnréttismál í tengslum við alþjóðlegan baráttu- dag kvenna 8. mars, þar sem áhersl- an hefur verið á mikilvægi vinnu- framlags kvenna og baráttuna gegn kynbundnum launamun. • Sjálfstœtt framlag aðildarfélaga ASÍ í baráttunni gegn kynbundnum launa- mun. Auk þess sem að framan greinir hafa fjölmörg aðildarfélög ASÍ lagt fram mikilvægan skerf til baráttunnar gegn kynbundnum launamun. Framlag þeirra hefur bæði falist í beinum aðgerðunt á þessu sviði, hvatningu og stuðningi við konur í jafnlaunabaráttunni og þátttöku í ýmsum verkefnum sem ætlað er að vinna gegn kynbundn- um launamun. 2. Alþýðusanrbandið hefur sett sér stefnu í jafnréttismálum. Á árs- fundi ASl 2001 var jafnréttisstefna samtakanna síðast endurskoðuð og endurbætt. Þar eru áherslur og helstu verkefnin í jafnréttisbarátt- unni skilgreind. Þessi stefna er sá grundvöllur sem jafnréttisstarf sambandsins hvílir á og því er hik- laust hægt að segja að hún sé verk- færi í baráttunni gegn launamun. Um leið er mikilvægt að viðurkenna að jafnréttisstefna samtakanna, áherslur og verkefni þurfa að vera í stöðugu endurnrati og endurskoð- un. Aðstæður breytast og ný þekk- ing verður til sem mikilvægt er að nýta í jafnréttisstarfinu og gera það þannig enn ntarkvissara og þar með árangursríkara. RÍKIR LAUNAJAFNRETTI I ÞINU FYRIRTÆKI Kannið LAUNAMUN MILLl KVENNA OG KARLA 24. OKT. OG BIRTIÐ NI ÐU RSTÖÐURNAR JÖFNUM KtMiL NDINN LAUNAMUN - iTMINI'i \l 1 IAG ISI.ANDS.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.