Vera - 01.08.2003, Síða 26
Gegn einstaklingsbundnum launaákvörðunum
og launaleynd
4»
1. Allar götur frá 1987 hafa kjarasamn-
ingar verið á hendi sérhvers aðildarfélags
bandalagsins en ekki heildarsamtakanna.
Hins vegar hafa félögin iðulega haft sam-
starf sín á milli og hefur það samstarf
stundum tekið til fáeinna félaga, í öðrum
tilvikum íjölmargra. Einnig hefur það
gerst að bandalagið í heild sinni hefur
samið á einu borði. Það gerðist svo dæmi
sé tekið í kjarasamningum 1989 og aítur
1990 og endurnýjun síðari samninganna
var sameiginleg á vegum BSRB. Hin al-
menna regla er engu að síður sú að félög-
in en ekki BSRB semja um kaup og kjör.
Þrátt fyrir þetta kemur BSRB að kjara-
málunum hvað jafnréttismálin áhrærir. í
íyrsta lagi hvað kjararéttindi snertir. Þau
eru í sívaxandi mæli á vegum bandalags-
ins og má þar nefna fæðingarorlofið, en
sem kunnugt er tókst að verja þann rétt
sem konur í opinberri þjónustu höfðu
áunnið sér þegar fæðingarorlofslögin
voru samþykkt.
I öðru lagi þá er það svo að þótt samn-
ingsrétturinn sé hjá félögunum er hitt
staðreynd að þegar umgjörð kjarasamn-
inga hefur komið til umræðu hafa heild-
arsamtökin látið að sér kveða. Þegar lög-
um um Réttindi og skyldur opinberra
starfsmanna var breytt árið 1996 var
ákvæði þess efnis að forstöðumenn
stofnana skyldu fá mjög opna heimild til
launaákvarðana. Þessu lagðist BSRB
mjög eindregið gegn. Ekki var nóg með
að við værum andvíg hvers kyns geð-
þóttavaldi stjórnenda heldur vorum við
einnig mjög meðvituð um að einstak-
lingsbundnir samningar hafa leitt til
aukins kjaramisréttis, iðulega á kostnað
kvenna.
Þetta virðist hins vegar stríða gegn
niðurstöðum úr nýlegri könnun VR en
þar á bæ er því haldið fram að með ein-
staklingsbundnum launaviðtölum hafi
dregið úr launamisrétti kynjanna. Erfitt
er að véfengja þetta. Hins vegar þykir
mér sá boxhanskamórall sem verið er að
innleiða ekki geðfelldur. Launajöfnuður
á að byggjast á jafnrétti, ekki því hve
klókt fólk er eða ýtið að pota sér áfram.
Þess vegna þarf að reyna að múra jafn-
réttið inn í kerfið þannig að þetta gangi
eðlilega og átakalaust fýrir sig.
Um hið nýja dreifstýrða launakerfi hjá
hinu opinbera hafa alla tíð verið skiptar
skoðanir innan okkar raða. Sumir sáu í
stofnanasamningunum mikil sóknar-
færi. Sjálfur hef ég haft efasemdir, tel að
þar felist hættur sem fram komi í sam-
drætti en síður við þenslu á borð við þá
sem við höfum búið við undanfarin ár.
Þá er vandinn sá að ekki er saman að
jafna „vel stæðum“ vinnustöðum á borð
við veitustofnanir og svo hinum
„blönku" skólum og sjúkrahúsum. Hin-
ar fyrrnefndu eru karlavinnustaðir, hinir
síðari kvennavinnustaðir. Afleiðingarnar
liggja í augum uppi.
Hins vegar eru dreifstýrð launakerfi
orðin ofan á og þá þarf að gera hið besta
úr þeim. Og það hefur BSRB reynt að
gera. I fyrsta lagi höfum við reynt að
þoka öllum samningum úr einstaklings-
bundnu fari yfir í félagslegt . I öðru lagi
höfum við haldið á loft ábendingum um
þær hættur sem felast í stofnanasamn-
ingum, t.d. því sem fram kom í könnun
Jafnréttisráðs frá miðjum tíunda ára-
tugnum. Þar var bent á að launamis-
munur kynjanna stafi af ákvörðunum
sem teknar eru úti í stofnununum. Þessu
megi hins vegar mæta með kynhlutlausu
starfsmatskerfi sem væri til þess sniðið
að tryggja að umönnunar- og uppeldis-
þættir vægju jafnt á við ábyrgð sem teng-
ist fjármunum.
OGMUNDUR JONASSON,
BANDALAGI STARFSMANNA RÍKIS OG BÆJA
Ég held að smám saman séum við að
verða meðvitaðri um þessa þætti en áður
var. Það er síðan á ábyrgð okkar allra að
sjá til þess að sú meðvitund skili sér í
framkvæmd. Ég lít á það sem skyldu
BSRB að standa jafnréttisvaktina. Síðan
er náttúrlega eitt sem mikilvægt er að
nefna og það er launaleyndin. í hennar
skjóli grasserar misréttið eins og gröftur í
kýli. Þrátt fyrir allt tal um gagnsæi af
hálfu stjórnvalda þá hafa þau látið kjara-
leyndina viðgangast. BSRB hefur beitt sér
fyrir opnu kerfi en hefur óneitanlega átt
á brattann að sækja og það gagnvart öll-
um viðsemjendum sínum. Það er því
miður staðreynd.
2. I jafnréttisstefnu BSRB segir meðal
annars um launamisrétti kynjanna: „Til
að draga úr þessum launamun vill BSRB
stuðla að starfsmati sem sérstaklega taki
tillit til hefðbundinna kvennastarfa og
meti þau á við hefðbundin karlastörf.“
Eins og ég áður sagði þá er þetta aðferð
sem jafnréttissinnar telja mikilvægt að
verði beitt við launaákvarðanir. Þá segir í
jafnréttisstefnunni: „Einnig vill BSRB
stuðla að samstöðu í baráttunni fýrir
hækkun lægstu launa.“ Þetta er að mínu
mati lykilatriði. Sýnt hefur verið að
hækkun lægstu launa gagnast konum
sérstaklega, einfaldlega vegna þess að þær
eru fjölmennari í þeim hópi sem er á
lægstu laununum.
Um launaleyndina segir að BSRB vilji
að „launabókhald stofnana og fyrirtækja
verði opnað þannig að allur kostnaður
við laun starfsmanna sé opinber. Þetta er
mjög nauðsynlegt í nýju launakerfi þar
sem hver stofnun gerir samning við sína
starfsmenn og tilhneiging yfirmanna er
að gera launin að trúnaðarmáli. Þess
vegna leggur BSRB höfuðáherslu á að um
öll laun sé samið á félagslegum grunni.“
Þótt ekki sé öllum augljóst að barátta
gegn einstaklingsbundnum launaákvörð-
unum og launaleynd sé jafnréttisbarátta
þá telur BSRB svo vera. Ég lít svo á að
þetta sé eitt það mikilvægasta sem
bandalagið hefur beitt sér fyrir og muni
vonandi gera mikið í framtíðinni til að
koma á launajafnrétti.