Vera - 01.08.2003, Side 28

Vera - 01.08.2003, Side 28
/ KYNBUNDINN LAUNAMUNUR HVAÐ VILTU SEMJA UM? Hugsanlegt er að atvinnurek- andinn bjóði þér eitthvað annað en hækkaða krónutölu eða þér finnist sjálfri að ýmis fríðindi gætu hentað þér. Vertu opin fyrir þeim möguleika að semja um eitthvað annað en breytingar á krónutölu. Nokkur atriði sem semja mætti um: ■ Afsláttur af vörum fyrirtækisins eða annarra fyrirtækja ■ Aukið fæðingarorlof • Aukið orlof á launum ■ Árgjald i fagfélag • Áskrift að tímaritum • Barnagæsla • Bensínstyrkur • Bifreiðastyrkur • Fatastyrkur • Ferðastyrkur • Fjölbreytni í starfi ■ Forkaupsréttindi á hlutabréfum • Námskeið • Námsstyrkur • Peningabónus • Símastyrkur • Slysa- og líftrygging • Stöðuhækkun ■ Sveigjanlegurvinnutími • Tölva á heimilið • Vinnuaðstaða • Yfirvinna • Yfirvinna tekin út í frídögum í STUTTU MÁLI Fyrst gerirðu vandað CV (starfsferilskrá) með upplýsingum um menntun og fyrri störf. Svo gerirðu vandaða umsókn um starfið. Svo ferðu í viðtal (og minnist ekki á peninga). Svo er þér boðið í annað viðtal (eða jafnvel fleiri). Eða/og haft er samband við þig til að láta þig vita að þú getir fengið starfið. Þá fyrst læturðu tilleiðast að tala um launin. Að lokum semur þú um frábær laun. „Launráð' Gagnleg ráð þegar semja skal um kauphækkun »Því hefur verið haldið fram að kynbundinn launamunar sé bara konum að kenna, þær biðji ekki um launahækkun og geri of litlar kaupkröfur þegar þær ráða sig til vinnu og í launaviðtölum. Bára Magnúsdóttir vafraði um netið og tók saman góð ráð fyrir konur sem eru að ráða sig í vinnu eða þurfa að sækja um kauphækkun. Að verðleggja sig Þó þú hafir ef til vill samið um góð laun þegar þú réðir þig til starfa þá getur verið að þú hafir staðið í stað í launum. Það getur hinsvegar verið erfitt að telja í sig kjark til að fara fram á kauphækkun, þú verður því að vera með högghelda skýringu á því hversvegna þú átt hana skilið. I fyrsta lagi þarftu að vita hversu mikið þú getur farið fram á og spyrja ráðningar- þjónustur, vini þína og fólk sem vinnur sambærileg störf. Einnig getur verið gott að hringja í verkalýðsfélög og skoða launakönnun VR. Áður en þú semur um laun skaltu spyrja sjálfa þig: „Hver eru lægstu laun sem ég get sætt mig við?" Þú verður að geta borgað reikningana þína. Lægsti taxti er oft skammar- lega lágur og menntun þín eða starfsreynsla ætti að duga þér til að fá betur borgað en hann segirtil um. Þú verður að vita réttu upphæðina fyrir þig og ekki samþykkja neitt undir henni. Ekki nefna of lága tölu Þú skalt ekki nefna of lága tölu í því skyni að ganga betur í augun á fyrirtækinu; gefa í skyn að þú verðir ódýr og góður starfskraftur. Flest fyrir- tæki hafa ákveðið hvaða laun þau munu greiða en eru til í að hækka töluna fyrir réttu manneskjuna. Rétta mann- eskjan á ekki að þurfa að sætta sig við lægri tölu en upphaf- lega var áætluð. Reyndu að heyra launin sem eru í boði áður en þú nefnir það sem þú vilt. Sérstaklega getur verið óheppilegt ef þú nefnir upp- hæðina sem þú vilt fá í laun en fyrirtækið hefði boðið þér hærri upphæð ef þú hefðir ekki verið svona ódýr. Talan sem þú nefnir ætti að vera á bilinu frá lægstu mögulegu launum sem þú getur sætt þig við og til 10 -15% hærra en þú stefnir á. (Dæmi: Þú myndir ekki sætta þig við minna en 200.000 en yrðir alsæl með 300.000, þá segistu vilja fá laun á bilinu 200 til 330 eða 345 þúsund.) Ekki hafa áhyggjur af því að þú verðir ekki ráðin því þú hafir beðið um hærra kaup en þér var boðið, þú ert þegar komin með það forskot að vera sú sem fyrirtækið vill ráða í vinnu. Það er tímafrekt og dýrt að auglýsa eftir fólki, lesa umsóknir og taka viðtöl og fyritæki gera það ekki að gamni sínu. Það getur verið auðveldara og ódýrara að hækka aðeins við þig kaupið. Hvenær í viðtalinu á að tala um launin? Þú þarft að vera búin að fá tilkynningu um að þú fáir starfið áður en þú ferð að ræða launin. Aðalgaldurinn er sá að komast í þá stöðu að fyrirtækið vilji ráða þig og þá gerir það (vonandi) hvað sem er til að fá þig. Talaðu því alls ekki um peninga að fyrra bragði og ekki fyrr en ákveðið hefur verið af fyrirtækisins hálfu að ráða þig. Sé þér boðið starfið skaltu þakka kærlega fyrir en biðja jafnframt um sólarhrings um- hugsunarfrest, jafnvel lengri 28/4. tbl. / 2003 / vera

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.