Vera - 01.08.2003, Side 33

Vera - 01.08.2003, Side 33
/ FJÁRMÁL »Bandaríska ofurhúsfreyjan Martha Stewart hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan hún var sökuð um innherjasvik og síðar ósannsögli í júní á síðasta ári. Martha er mjög þekkt athafnakona í Bandaríkjunum og mörgum íslenskum konum að góðu kunn en hún er þekktust fyrir útgáfu tímaritsins Martha Stewart Living sem er blað um allt það er snýr að rekstri hins fullkomna heimil- is með uppskriftum, húsráðum o.fl. Auk þess er Martha með sjónvarpsþætti, gefur út bækur og selur vörur tengdar heimilinu í sínu nafni. Martha bakar vandræði Kjarnakonan Martha Martha hefur fengist við ýmislegt í gegnum tíðina. Meðan hún var í háskóla að læra sögu vann hún fyrir sér með fyrir- sætustörfum og fjármagnaði nám sitt þannig en að námi loknu fór hún að vinna á Wall Street sem verðbréfamiðlari og starfaði við það í nokkur ár. Árið 1972 flutti Martha Stewart ásamt eiginmanni sínum og dóttur til Connecticut þar sem hún setti á fót veisluþjónustu og þar komu í Ijós hæfileikar hennar og frumleiki í framleiðslu á mat. Árið 1982 gaf hún út fyrstu bók sína Entertaining sem seldist í milljónum eintaka og þykir orðin sígild matreiðslubók. Þar með lagði hún grunninn að veldi sínu sem í dag er metið á 443 milljónir dala, eða um 35,5 milljarða króna. Ákærur Um jólin 2001 hófst atburðarás sem átti eftir að draga dilk á eftir sér fyrir Mörthu. Þá fékk hún hringingu frá verð- bréfamiðlaranum sínum sem sagði henni að Sam Waksal, forstjóri líftæknifyrirtækisins ImClone og góðvinur Mörthu, væri að selja öll bréf sín í ImClone og tók Martha þá ákvörðun um að selja einnig alla hluti sína. Seinna upplýst- ist að ákvörðun Waksal um sölu hlutabréfa í félaginu á þessum tíma byggðist á upplýsingum sem lutu að því að krabbameinslyf sem fyrirtæki hans hafði þróað og beðið var með nokkurri eftirvæntingu væri ekki líklegt til að fá samþykki lyfjaeftirlitsins að sinni (seinna var lyfið sam- þykkt). Waksal seldi á grundvelli þessara upplýsinga sem hann hafði komist yfir en höfðu ekki verið gerðar opinber- ar. Þegar upp komst um þessi viðskipti Waksal var hann ákærður fyrir innherjasvik og hlaut sjö ára dóm fyrir þau og er nú í fangelsi að afplána dóminn. Hvað eru innherjaviðskipti? Þegar innherjaviðskipti eru til umfjöllunar í fréttum er það oftast vegna þess að menn eru grunaðir um að hafa mis- notað sér upplýsingar sem ekki voru orðnar opinberar í því skyni að reyna að hagnast á þeim persónulega. Inn- herjaviðskipti hafa því neikvæða merkingu í hugum margra og oft á tíðum er ekki gerður greinarmunur á inn- herjaviðskiptum og innherjasvikum sem eru gjörólík. Inn- herjaviðskipti eru að öllu jöfnu lögleg viðskipti og nauð- synleg virkum hlutabréfamarkaði því jafnan er það talið gott þegar helstu stjórnendur fyrirtækja eiga hluti í þeim. Innherji er sá aðili sem starfs síns eða stöðu sinnar vegna hefur aðgang að trúnaðarupplýsingum. Innherjar eru ann- ars vegar fruminnherjar, s.s. forstjórar, stjórnarmenn, end- urskoðendur og aðrir starfsmenn sem búa yfir trúnaðar- upplýsingum. Aðrir skilgreindir innherjar eru t.d. makar, börn, vinir og ættingjar ásamt auglýsingastofum og starfs- mönnum prentstofa. Valkyrja í vanda Það er margt óljóst í máli Mörthu og ásakanir á hendur henni hafa verið í sífelldri mótun hers embættismanna sem rannsakar mál hennar. Það er þó ýmislegt sem hefur vakið upp óþægilegar spurningar í þessu máli og þá fyrst og fremst fyrir hvað er verið að refsa Mörthu? Nú dettur engum í hug að hún sé mesti hrappurinn sem hafi verslað á Wall Street og það dettur engum í hug að hún hafi átt neinum skyldum að gegna gagnvart hluthöfum ImClone. Auk þess var fjárhagslegur ávinningur hennar af viðskipt- unum sára lítill og hverfandi í samanburði við kostnaðinn af rannsókninni. Martha Stewart hefur verið áberandi kona í bandarísku þjóðlífi og dugnaður hennar og velgengni valdið öfund og illkvittni. Opinberir eftirlitsaðilar í Bandaríkjunum hafa notað þetta mál mjög mikið í áróðursstríði sínu um mikil- vægi eigin stofnana í fjölmiðlum og hefur Martha til að mynda ávallt frétt fyrst um ásakanir á hendur sér í gegnum fréttaleka í fjölmiðlum. Margir eru orðnir þeirrar skoðunar að verið sé að refsa Mörthu fyrir velgengni fremur en mis- gjörðir. Sjálf er hún sannfærð um það og neitar að ganga til samninga við eftirlitsaðila sem byggja á viðurkenningu um misgjörðir. E I L U N** Upplifir þú streitu og álag? Þarftu að hlaða batteríin? Heilun virkar jafnt á líkama, sál og tilfinningalíf. Heilun gerir okkur kleift að vera í meira jafnvægi daglega og bætir þannig líðan okkar og gerir okkur betur í stakk búin til að takast á við lífið. Lóa Kristjánsdóttir, ráðgjafi í heildrænni heilsu Klapparstíg 25-27, s. 824 6737 vera / 4. tbl. / 2003 / 33 Þórhildur Einarsdóttir

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.