Vera - 01.08.2003, Blaðsíða 34
/ IÞROTTAKONAN
Auður Aðalsteinsdóttir
Stefnir á Ólympíuleika
»Sunna Gestsdóttir frjálsíþróttakona hefur verið að ná góðum árangri
undanfarið. Hún setti íslandsmet í langstökki á Smáþjóðaleikunum á
Möltu í júní sl. og gerði góða hluti á bikarmóti FRÍ mánuði síðar. Sunna
er enginn nýgræðingur í íþróttinni, hefur tekið þátt í íslandsmeistara-
mótum frá barnsaldri, fengið styrk frá bandarískum háskóla, þar sem hún
dvaldi tvo vetur, og æft með norsku liði. Hún æfir nú með UMSS og segist
stefna að því að ná lágmörkum fyrir næstu Ólympíuleika, það hafi alltaf
verið fjarlægur draumur sem nú virðist innan seilingar.
„Margir vita ekki að ég er komin aftur til (s-
lands," segir Sunna en hún kom heim frá
Noregi síðasta haust þar sem hún hafði
dvalið, ásamt eiginmanni og dóttur, um
þriggja ára skeið. Sunna býr nú á Blönduósi
og sækir æfingar til Sauðárkróks. Þar fyrir
utan er hún að klára sálfræðinám við Há-
skóla íslands. „Ég er að mjaka því áfram í
hálfgerðu sjálftilbúnu fjarnámi," segir hún.
„Ég eyði miklum tíma í að bruna milli lands-
hluta en það er ágætt og þetta er oft góður
tími í bílnum, nóg næði til að hugsa." Svo
virðist sem þessi rólega kona láti sér fátt
fyrir brjósti brenna.
„Ég hef svo sem prófað ýmislegt," segir
Sunna en hún fékk styrk til að fara í háskóla
í Bandaríkjunum i tvo vetur. „Ég sé ekki eft-
ir þvi að hafa farið því þetta var mikil
reynsla en þetta átti ekki við mig. Ég æfði
sjöþraut þar en æfingarnar pössuðu mér
ekki, áherslan var á magn frekar en gæði.
Mötuneytið var aðeins of girnilegt og ég
þyngdist bara. Ég kynntist líka manninum
mínum þarna um sumarið og það dró mig
heim."
Aðspurð segir hún að það sé ekki endi-
lega aðstaðan sem skipti máli. „Við bjugg-
um líka í Noregi í þrjú ár og þótt þar væri
betri aðstaða en hér held ég að ég hefði
ekkert náð lengra þar. Það sem skiptir
mestu máli er hvar manni líður vel, ekki síst
félagslega. Hér þarf ég til dæmis ekki að
stressa mig yfir því að fá pössun, foreldrar
mínir eru hér á Blönduósi og hjálpa okkur
mikið."
Þau bestu eru oft um þrítugt
Sunnu líkaði þó vel í Noregi og komst þar í
kynni við góðan þjálfara sem hún heldur
enn sambandi við. Viðtalið var tekið rétt
eftir Bikarmót FRÍ og rétt áður en hún hélt
til Noregs til að hitta gamla félaga. „Ég nota
tækifærið til að keppa á einu móti í leið-
inni," segir hún brosandi en hjá frjáls-
íþróttafólki má segja að hver keppnin taki
við af annarri á sumrin. „Ég segi oft að við
æfum á veturna og keppum á sumrin. Milli
keppna held ég mér við með skokki en
hvfld er líka mikilvæg."
Sunna lagði stund á hinar ýmsu íþróttir
þegar hún var krakki, prófaði sund, körfu-
bolta, fótbolta og hestamennsku. Hún
byrjaði að æfa frjálsar íþróttir um tólf ára
aldur og segist síðar hafa valið þá grein
fram yfir aðrar vegna þess að þar náði hún
bestum árangri. „Ég hafði ekki tíma fyrir
þetta allt. Ég var góð í frjálsum og langaði
til að verða betri. Þessi íþrótt á líka vel við
minn persónuleika," segir Sunna en segist
þó telja að frjálsíþróttir geti hentað hverj-
um sem er þar sem þær eru mjög fjöl-
breytilegar.
Það er mjög misjafnt í hvaða greinum
frjálsíþróttafólk keppir en Sunna hefur síð-
ustu ár aðallega lagt áherslu á langstökk
og spretthlaup. Þjálfunin er þó mjög altæk
og á félagsmótum segist Sunna keppa í
sem flestum greinum til að fá stig fyrir sitt
félag.
Sunna segir að það sé langt í frá að
frjálsíþróttafólk nái toppnum snemma og
brenni út. „Þau bestu eru oft í kringum þrí-
tugt svo ég á enn nokkur ár eftir. Það má
segja að maður verði bara enn einbeittari
eftir því sem maður þroskast. Eftir að ég
eignaðist fjölskylduna vil ég ná árangri
fyrst ég er að eyða tímanum í þetta. Ég er
búin að setja mér markmið og mun gera
það sem ég get til að ná því. En svo er líka
bara frábært að vera í góðu líkamlegu
formi." X
34/4. tbl. / 2003 / vera