Vera - 01.08.2003, Síða 36

Vera - 01.08.2003, Síða 36
/ ATHAFNAKONA Elísabet Þorgeirsdóttir »Edda Rós Karlsdóttir er forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans og er því oft leitað til hennar þegar rætt er um stöðu fjármagnsmarkaðarins í fjöl- miðlum. Edda Rós er þjóðhagfræðingur og hefur innsýn í marga þætti íslensks efnahagslífs því áður en hún sneri sér að bankamálum vann hún hjá Ríkisendur- skoðun, Kjararannsóknarnefnd og sem hagfræðingur Alþýðusambands íslands. Hún réði sig síðan til Búnaðarbankans og var fengin til að byggja upp greining- ardeild bankans frá grunni en var í hópi þeirra starfsmanna Búnaðarbankans sem fluttu sig yfir til Landsbankans sl. vor. VERA ræddi við Eddu Rós um starf hennar í bankanum og áhugann á efnahagsmálum. * Edda Rós, sem er 37 ára, er að því komin að fæða þriðja þarn sitt og er því á leið í fæðingarorlof. Hún segist þó hafa góða tölvutengingu heima og muni geta fylgst vel með og verið í sambandi við vinnufélagana þó að hún verði heima með barnið. Hún er gift Kjartani Daníelssyni mat- reiðslumanni og fyrir eiga þau 11 ára dóttur og 5 ára son. „Ég er frá Keflavík og varð stúdent frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja," segir Edda Rós og bætir við að hún hafi alist upp við mikla umræðu um pólitík og verkalýðsmál en fað- ir hennar, Karl Steinar Guðnason, var lengi forystumaður í verkalýðshreyfingunni og alþingismaður. „Ömmur mínar og afar voru verkafólk og sjómenn og ég ólst upp við sterka réttlætiskennd. Mín kynslóð er sú fyrsta sem fékk tækifæri til að fara í háskóla, en móðir mín tók reyndar seinna stúdentspróf og háskólapróf í félagsráðgjöf og vinnur við það í dag. Ég segi stundum að ég hafi valið þjóðhagfræði af því að mig langaði svo að skilja fréttirnar betur, vita t.d. ástæðuna fyrir því að alltaf var svona mikil verðbólga á íslandi." Eftir stúdentspróf fór Edda Rós til Kaupmannahafnar og bjó með danskri vinkonu sem hún kynntist þegar hún var skiptinemi ( Bandaríkjunum. Hún vann við skúringar og fór á kvöldnámskeið í dönsku og rússnesku en henni leist svo vel á danskt samfélag að hún ákvað að hefja nám við Kaupmannahafnarháskóla. „Þjóðhagfræði, sem nefnist statsvidenskap á dönsku, er ein af fjórum elstu greinunum sem kenndar eru við skól- ann. Kennslan fór því fram í elstu byggingunum í miðborg Kaupmannahafnar og það var virkilega gaman að vera þar. Ég bjó í Kaupmannahöfn í sjö ár en þegar ég kom 36 / 4. tbl. / 2003 / vera

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.