Vera - 01.08.2003, Síða 43

Vera - 01.08.2003, Síða 43
um sinn lét ég börnin hringja reglulega til hans vegna þess að mér þóttu þau hafa rétt á því að halda sambandi við föður sinn, sama hvernig hann hefði komið fram. Hann hringdi hinsvegar aldrei til baka og sýndi ekki áhuga á því að rækta sambandið. Honum fannst að börnin gætu bara komið til Jerúsalem ef þau vildu tala við sig. Símreikningarnir kæfðu síðan réttlætiskenndina í mér,“ segir Amal og skellihlær. Konur á íslandi keyra strætisvagna! Þegar Amal kom til íslands árið 1995 bjó hún fyrstu mánuðina hjá bróður sínum sem hjálpaði henni að sækja um atvinnu- og dvalarleyfi og aðstoðaði hana við að koma sér fyrir. Fljótlega fékk hún aðstoð frá Félagsmálastofnun sem útvegaði henni húsnæði í Kópavoginum og hún byrjaði að vinna. „Fyrsta starfið mitt var í fiskvinnslufyrirtæki á Smiðjuveginum,“ rifjar Amal upp kímileit. „Hann var víst einhvers konar svindlari vinnuveitandinn vegna þess að einn daginn þegar við starfsfólkið mættum í vinnuna var hann horfmn eins og jörðin hefði gleypt hann. Fiskvinnslunni var lokað samstundis, við misstum starfíð og seinna fréttum við að hann hefði flutt úr landi.“ Amal fékk fljótlega aðra vinnu í fiski en missti hana líka og hefur síðan unnið hin margvíslegustu störf. Við afgreiðslu í bakaríi, í matvælaiðnaði við pitsugerð og á leikskóla. Var ekki erfitt að framfleyta fimm börnum í slíkum láglaunastörfum, jafnvel þó að félagslega kerfið hlypi eitthvað undir bagga? „Það var erfitt en það var vel hægt. Ég var að vinna frá hálfsex á morgnana til hálftólf á kvöldin og gat því ekki verið mikið með börnunum mínum en elstu stelpurnar voru duglegar að passa systkini sín og við hjálpuðumst öll að. Rauði krossinn var okkur innan handar með húsgögn og þó að maturinn okkar væri úr ódýru hráefni höfðum við alltaf nóg að borða.“ Hugsaðirðu aldrei: „Æ, ég ætti nú bara að fara heim aftur. Ég hlýt að geta þraukað þar?“ „Nei, aldrei,“ segir Amal með áherslu. „Ég var þrjátíu og fimm ára þegar ég kom hingað og ég fann í fyrsta skipti á ævinni að ég stjórnaði mínu eigin lífi. Ég gat gert það sem ég vildi og það var mér ólýsanlega mikils virði. Auðvitað sakna ég stundum Jerúsalem og það kemur fyrir að mig langar að finna lyktina af borginni sem ég ólst upp í. En lífið hefur kennt mér að ef ég vil öðlast eitt þá verð ég að fórna öðru. Það er ekki hægt að fá allt.“ Börnin hennar Amal tala öll reiprennandi íslensku þó að arabíska sé töluð á heimilinu. Öll hafa þau sýnilega vel aðlagasl lífinu hér á landi en hvað kom Amal spánskt fyrir sjónir fyrst eftir kornuna? „Ég var með bílpróf þegar ég kom til íslands en mér fannst ofsalega skrýtið og skemmtilegt að sjá konur keyra strætisvagna. Ég horfði dolfallin á þær við akstur. Mér þótti líka merkilegt að forsetinn væri kona og seinna þegar ég sá að yfirmaður stærstu verksmiðju á íslandi væri líka kona féll ég alveg í stafi. Mér fannst æðislegt að sjá hana með hjálminn sinn í sjónvarpinu! I Jerúsalem var fólk að vakna til vitundar unr að konur gætu gert allt sem karlar gætu og ég hafði sjálf aldrei verið í vafa um það. En að koma til lands þar sem konur voru raunverulega að gera allt sem karlar gerðu og fá að vera vitni að frelsinu - sjá það með eigin augum... það var yndislegt." Amal segist þó vita að fullkonmu jafnrétti sé enn ekki náð, jafnvel ekki á íslandi. Enn vanti ýmislegt upp á. Við ræðum lengi urn misréttið sem viðgengst til að rnynda í fiskvinnslu og við þekkjum báðar af eigin raun. Þar eru fastmótaðar en óskráðar reglur um kvenna- og karlastörf og karlastörfin að sjálfsögðu mun betur launuð. Amal segist hafa tekið eftir því að þegar reglurnar eru brotnar og kona vinnur til dæmis það karlastarf að vera á lyftara í fiskvinnslu þyki hún „öðruvísi" en ef karl vinnur hefðbundið kvennastarf, til að mynda við að snyrta fisk, þyki það niðurlægjandi fyrir hann. Kvennastörfin séu lítilsvirðandi. „Ég er að lesa bók sem heitir Both right and left handed og fjallar um konur frá Sýrlandi, Palestínu og Líbanon," segir Amal. „Þar stendur að í þessum löndum séu til lög sem frelsa konur en þær séu þrátt fýrir það hvorki frjálsar heima hjá sér né í samfélaginu. Vandamálið í heimalandi mínu og fleiri löndum er að þó að konur hafí nú orðið margar aflað sér góðrar menntunar og beri jafnvel mikla ábyrgð í starfi eru þær enn ófrjálsar inni á heimilunum. Þær koma heim að loknum vinnudegi og elda rnatinn sem maðurinn þeirra vill borða og þær setjast ekki til borðs fyrr en hann er sestur. Ég hneigðist í hrifningu minni til að halda að í landi þar sem kona væri forseti væru áreiðanlega allar konur frjálsar. En það tók mig ekki langan tíma að komast að því að svo er ekki. Margar konur á íslandi búa við misrétti og vandamál sem þær væru ekki að glíma við ef þær væru ekki konur.“ Útskúfuð úr fjölskyldunni Ekki hefur ástin alveg séð Amal í friði á íslandi. Stuttu eftir komuna kynntist hún góðum manni sem var vinur bróður hennar og þau höfðu þekkst í eitt og hálft ár þegar þau byrjuðu að vera saman. „Við fórum að búa og ég komst að því að fimm börn voru ekki nóg fyrir mig,“ segir Amal og hlær rosalega. „Nei, grínlaust, þá átti sambýlismaður minn ekki börn fyrir og ég var þrjátíu og sex ára. Auðvitað hélt ég að við yrðunr saman alla ævi og mér fannst rétt að hann fengi að verða faðir. Sambúðin entist aðeins í fimm ár, en þá fundum við bæði að hún hafði runnið sitt skeið þó að enn séum við góðir vinir.“ Sambúðin kostaði Amal sambandið við þau sem eftir lifa af fjölskyldu hennar. Af því að hún er arabísk múslimakona má hún ekki leggja lag sitt við kristinn mann. Múslimakarlar mega hins vegar taka sér kristnar VANDAMÁLIÐ í HEIMALANDI MÍNU OG FLEIRI LÖNDUM ER AÐ ÞÓ AÐ KONUR HAFI NÚ ORÐIÐ MARGAR AFLAÐ SÉR GÓÐRAR MENNTUNAR OG BERI JAFNVEL MIKLA ÁBYRGÐ í STARFI ERU ÞÆR ENN ÓFRJÁLSAR INNI Á HEIMILUNUM vera / 4. tbl. / 2003 / 43

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.