Vera - 01.08.2003, Side 44

Vera - 01.08.2003, Side 44
RÁÐSTEFNAN í MALMÖ VAR VIRKILEGA FRÓÐLEG OG í KJÖLFAR HENNAR KVIKNAÐI SÚ HUGMYND AÐ STOFNA FÉLAG ÍSLENSKRA KVENNA AF ERLENDUM UPPRUNA. í ÞEIM FÉLAGSSKAP VILJUM VIÐ GETA BORIÐ SAMAN BÆKUR OG STUTT HVER AÐRA í ÞVÍ AÐ VINNA AÐ OKKAR SJÁLFSÖGÐU RÉTTINDAMÁLUM konur vegna þess að þeir eru karlmenn og þeir stjórna lífi sínu sjálfir. Líka er því trúað að faðernið ráði því hvað barnið verður. Ef inúslimakarl og kristin kona eignast barn, þá verður barnið múslimi. Barn múslimakonu og kristins karls verður hins vegar kristið. Brjóti múslimakonan þessar reglur er hún umsvifalaust útskúfuð úr fjölskyldu sinni, jafnvel þó að fjölskyldan teljist ekki til strangtrúaðra. „Auðvitað vissi ég þetta áður en ég hóf sambúð með manninum," segir Amal. „Ég lít samt ekki þannig á að ég hafi fórnað fjölskyldu minni fyrir hann. Ég gerði það fyrir sjálfa mig og trúna á að ég eigi rétt á því að ákveða sjálf hvað ég geri. Ég hugsaði með mér: Ég er þrjátíu og sex ára gömul. Samkvæmt minni sannfæringu er ég ekki að gera neitt rangt. Ég á rétt á því að lifa eins og ég kýs og mig langar að búa með þessum manni. Ef það gengur ekki, þá hef ég líka rétt til að gera mistök.“ Var þetta ekki erfið ákvörðun? „Auðvitað er erfítt að lifa án fjölskyidu sinnar. En eins og ég hef áður sagt: Ef maður vill öðlast eitthvað verður maður oft að fórna einhverju í staðinn. Ef ég hefði hörfað og látið trúarreglur koma í veg fyrir það sem ég vildi sjálf gera, hvað átti ég þá að segja dætrum mínum? Átti ég að láta bannið ganga yfír þær líka og leita að arabískum karlmönnum fyrir þær? Það hefur aldrei skipt mig máli hverrar trúar fólk er, ef það er góðar manneskjur. Ef ég hefði ekki staðið upp fyrir það sem ég trúi á, þá hefði ég heldur ekki haft styrk til að styðja dætur mínar í því sama. Þær höfðu oft spurt mig meðan við bjuggum enn úti: Hvað ef ég verð ástfangin af kristnum manni? Þá svaraði ég alltaf: „Ég mun styðja þig í hverju sem þú ákveður að gera." Að þessu leyti var ég alls ekki það sem kallaðist „góður múslimi“, og sem betur fer, vegna þess að ég á ömmubarn sem er íslenskur arabi.“ En pabbi þeirra? Var hann „góður múslimi11? „Nei, hann var kommúnisti og ekki strangtrúaður. Það skiptir hinsvegar ekki rnáli þó að karlarnir iðki ekki trúna. Þeir taka samt sem áður það sem þeim hentar úr Kóraninum og halda því á lofti. En hann gerði grundvallarmistök strax í upphafi hjónabands okkar vegna þess að hann lét bækurnar sínar liggja á glámbekk og ég komst í þær. Það voru sósíalísk rit, Marx, Lenín og margt annað bitastætt og við lesturinn fór ég smám saman að vakna til vitundar um jafnan rétt allra, karla og kvenna. Ég ákvað strax að ég ætlaði að klára skólann og var mikið hvött til þess af mínum nánustu. Maðurinn minn hvatti mig ekki en hann var samt stoltur af mér og öllu því sem ég tók mér fyrir hendur. Ég var í kvenfélagi sem hélt uppi mótmælum gegn ísraelsmönnum, ég barðist með hermönnunum og ég vann sem sjálflroðaliði m.a. við að kynna unglingum og konum réttindi þeirra. Ég var mjög virk félagslega og í vinnu minni og maðurinn minn sagði: „Þú mátt gera allt sem þú vilt gera.“ En það gilti bara utan heimilisins. Inni á heimilinu var ég eins og hver annar barinn þræll. Þau sem þekktu mig í gegnum störf mín utan heimilis urðu ofboðslega hissa þegar þau fréttu að ég væri flúin til íslands undan ofbeldi mannsins míns. „Amal? Var HÚN lamin?“ Enginn trúði því vegna þess ég þótti vera ein af þessum sterku konum. En velgengni mfna í starfi átti ég líka því að þakka að ég var gift. Ég hafði sterka stöðu sem gift kona með fimm börn og þess vegna var hlustað á mig. Ef ég hefði verið ógift kona hefði ég átt mun erfiðar uppdráttar. En ef ég hefði verið skilin, þá hefði engum dottið í hug að koma nálægt mér!“ Þegar Amal fékk að vita fyrir tveimur árum að hún mætti ekki vinna erfíðisvinnu framar vegna bakveiki ákvað hún að láta draum sinn rætast og fara í félagsfræði í Háskólanum. Á þeirri fræðigrein hefur Amal óslökkvandi áhuga. „Mér finnst svo fróðlegt að læra um það hvernig fólk hugsar og hvernig samfélög þróast á mismunandi máta. Allt sem ég skrifa um í rnínu námi snertir múslima og Araba og Evrópu. Ég var til að mynda í kúrs um skipulag og stjórnun fyrirtækja og skrifaði þá ritgerð um viðhorf til vinnandi kvenna í Arabalöndunum. Þau viðhorf kristallast kannski í því sem þar er haft að orðtaki: „Konur eru að vinna fyrir varalit,“ en það þýðir að konur séu einungis að vinna til þess að geta leyft sér einhvern óþarfa. Karlar sjái áfram fyrir fjölskyldunni og hafi þess vegna rétt á því að banna konum sínum að fara út að vinna ef þeir telja það ekki samrýmast hagsmunum heimilisins.“ Vill ekki alltaf vera útlendingur Amal er hamingjusöm á íslandi. Hún ætlar ekki að flytja til Jerúsalem aftur þó að lyktin af borginni sitji stundum í nösum hennar og heimþráin hríslist um líkamann. En er eitthvað sem henni þykir lakara við það að búa hér en þar? „Mér finnst unglingar hafa allt of ntikið frjálsræði hér á íslandi,“ segir Amal ákveðin. „Unglingar frá þrettán, fjórtán ára aldri eru úti til fjögur, fimm á morgnana og foreldrum þeirra virðist vera sama þó að þau viti ekkert hvað þau hafast að. Ég nota mínar eigin uppeldisaðferðir og þar til börnin mín eru orðin átján, koma þau inn klukkan ellefu á kvöldin þó að félagar þeirra þurfi ekki að lúta neinum reglum varðandi útivistartíma.“ Hér hváir gerspilltur Islendingurinn og spyr hvort börnin hennar hlýði þessu virkilega? „Sonur minn er sautján ára og hann er mikill töffari en hann drekkur ekki og hann kemur alltaf heim klukkan ellefu, nema hann sé að vinna til tólf. Hann hefur auðvitað prófað sig áfram og stundum komið heim tvær mínútur yfir ellefu eða tuttugu mínútur yfir, en þá leyfi ég honum ekki að fara út kvöldið eftir. Ég er 44 / 4. tbl. / 2003 / vera

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.