Vera - 01.08.2003, Page 49

Vera - 01.08.2003, Page 49
Niðurstöður þessarar könnunar gefa ekki óyggjandi upplýsingar um fiskvinnslukonur almennt en fullyrða má að þær gefi góðar vísbendingar og sannarlega eru niðurstöðurnar um margt athyglisverðar. ímynd og umræða Auk þess að svara spurningalista gafst konunum sem tóku þátt í könnuninni tækifæri til þess að koma athugasemdum á framfæri. Nokkrar þeirra koma þar inn á mikilvægi þess að bæta ímynd fiskvinnslunnar meðal almennings. „Það mætti vera jákvæðari umræða um fiskvinnslu í þjóðfélaginu. Þetta er nú ein aðaltekjulind þjóðarinnar í gjaldeyri og fólk sem vinnur við fisk hugsar líka, ekki bara þeir sem lokið hafa langskólanámi." Ugglaust eru viðhorfin og tilfinningin fyrir þessari atvinnugrein mismunandi eftir því hvar á landinu spurt er. Oft er það nefnt að þörnum og ungmennum hafi í gegnum tíðina verið „hótað" með fiskvinnslunni; ef þau ekki nenntu að læra þá biði þeirra ekkert nema slorið. Þannig var gefið í skyn að fiskvinnsla væri afarkostur, eitthvað sem fólk tæki ekki fyrr en allt um þryti. Og ef til vill var það þannig, einhvers staðar. Það er heldur ekki ýkja langt síðan að það voru aðallega börn á aldrinum 12 tiM 6 ára sem héldu „undirstöðuatvinnugreininni" gangandi yfir sumartímann. Það virðist sem að í gegnum tíðina hafi ekki verið hægt að manna fiskvinnsluna með fullorðnu fólki. Þegar síðan hagræðingarkröfur urðu meiri, afkasta- hvetjandi kerfi þróast og tæknin verður meiri og dýrari hætta frystihúsin að vera atvinnuvettvangur barna. / FISKVINNSLUKONAN möguleika á starfsframa á eigin vinnustað. Enginn fiskvinnsluskóli er lengur starfandi í landinu í þeirri mynd sem þeir voru þegar bæði var skóli í Hafnarfirði og á Dalvík. Þeir lögðu upp laupana um miðjan síðasta áratug. Námskeið þau sem haldin eru fyrir fiskvinnslufólk og gefa titilinn sérhæfð fiskvinnslukona/karl eru fyrst og fremst launatengd og ágæt, svo langt sem þau ná. Þau eru þó að mati margra þeirra sem starfa innan fiskvinnslunnar ekki nógu markviss. Yfir 80% kvennanna sem tóku þátt í könnun ráðuneytisins hafa sótt fiskvinnslunámskeið og enn fleiri telja það frekar eða mjög mikilvægt að fá tækifæri til að efla þekkingu sína og færni í starfi. FISKVINNSLUKONAN ER BJARTSÝN OG REIKNAR MEÐ AÐ VERA í ÞESSU STARFI AÐ FIMM ÁRUM LIÐNUM. HÚN VILDI AÐ KAUPIÐ VÆRI HÆRRA OG HANA DREYMIR UM AÐ MENNTA SIG MEIRA OG EIGA FLEIRI MÖGULEIKA. OG HÚN VILL JÁKVÆÐARI UMFJÖLLUN UM STARFIÐ SITT Góður starfsandi Það kom fram hjá konunum sem könnunin náði til að starfsandi væri almennt mjög góður meðal fisk- vinnslukvenna. Mörgum þeirra fannst að samheldnin og skemmtilegar samstarfskonur væri jafnvel einhver stærsti kostur við vinnuna og þetta starfsumhverfi. Og könnunin sýndi að mikill meirihluti kvennanna eru mjög eða frekar ánægðar með starf sitt. Um 60% þeirra kvenna sem könnunin náði til hefur starfað innan fiskvinnslunnar í áratug. Árið 2002 var meðalstarfsaldur innan fisk- vinnslunnar 6,4 ár en hafði verið 8,4 ár fjórum árum fyrr. Eigi að síður gefa þessar upplýsingar vísbendingar um að mörg fiskvinnslufyrirtæki hafi á að skipa reynslumiklum og sérhæfðum kjarna kvenna. Virk starfsmannafélög sem njóta stuðnings eigenda og markviss starfsmannastefna skipta miklu máli. Markviss starfsmannastefna þarf ekki að kosta mikla peninga en getur breytt miklu fyrir viðkomandi fyrirtæki. Menntun og möguleikar Yfir 90% kvennanna sem tóku þátt í könnun ráðuneytisins telja sig eiga mjög eða frekar litla möguleika á að vinna sig upp í starfi innan fiskvinnslunnar og þar af leiðandi litla Tæknivæddustu fiskvinnsluhúsin gera nú miklar kröfur og það tekur um þrjá mánuði að þjálfa starfsmann þannig að hann ráði fyllilega við vinnsluferlið. Það þarf bæði ákveðið líkamlegt og andlegt atgerfi til að takast á við tæknivædda nútíma fiskvinnslu. Og það fær ekki hver sem er vinnu lengur. Könnunin sýnir að þeir útlendingar sem eru ( fiskvinnslunni eru almennt með ágæta menntun. Fiskvinnslukonur eru jafn misjafnar og þær eru margar. Margar þeirra eru bráðklárar og gætu verið hvar sem er. En þær ná líka árangri í þessu starfi. Menntun sem tengist sjávarútvegi hefur verið að þróast á háskólastigi og hægt er að sækja sér vél- og skipstjórnarfræðslu á framhaldsskólastigi. Fyrir fisk- vinnsluna vantar viðeigandi tilboð á framhaldsskólastigi. Það er þó staðreynd að fiskvinnslan, eins og aðrar atvinnugreinar, á mikið undir því að við hana starfi vel menntaðir einstaklingar. Það er líka rétt að líta til þess að formleg menntun er mikils metin og ímynd starfsgreina fer nokkuð eftir þeim formlegu kröfum sem gerðar eru til starfsfólks. vera/4. tbl./2003/49

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.