Vera - 01.08.2003, Blaðsíða 53

Vera - 01.08.2003, Blaðsíða 53
/ BA-RITGERÐ - FEMÍNÍSKT SJÓNARHORN Að rannsaka vináttu Til að athuga þetta nánar lögðum við tvíþættan spurningalista fyrir 201 háskólanema og var kynjahlut- fallið nær jafnt. Annars vegar spurningar um samband þeirra við þesta vin/vinkonu af sama kyni. Hins vegar voru þau spurð hversu vel þau teldu að þessi sömu atriði ættu almennt við um vinskap þeggja kynja. Með þessu móti var unnt að bera saman hegðun og umræðuefni vina og vinkvenna og einnig að sjá að hve miklu leyti sama hegðun og umræðuefni fólk héldi að ætti sér stað milli vina og vinkvenna. Spurningarnar voru í formi fullyrðinga og lögðu þátttakendur mat á það að hve miklu leyti þær ættu við sig. Fullyrðingarnar voru fjölbreyttar, allt frá: „Ég leysi vind í návist vinar míns," og „Við förum saman í bíó," yfir í: „Ég ræði vandamál í ástarmálum mínum við hann/hana," og „Ég græt í návist vinar míns." Tilgáta okkar var sú að þótt eflaust væri einhver kynjamunur til staðará vináttu þá væri hann í raun minni en fólk héldi og studdu niðurstöður okkar þá tilgátu að miklu leyti. Kynjamunur Eins og við vitum flest þá þykja það sjaldnasttíðindi ef gerð er rannsókn þar sem lítill sem enginn munur kemur fram á kynjum. Mikill kynjamunur telst aftur á móti til tíðinda. I okkar rannsókn var nokkuð um hvort tveggja. Munur var á hversu vel karlar og konur töldu flest atriðin eiga við um sína vináttu en sá munur spannaði mestallan skalann, frá því að vera heilmikill og niður í að vera harla lítill. Lítill kynjamunur var á hvort fólki fyndist glens og grín mikilvægur hlutur af vináttu, hvort fólk ræddi fjárfestingar, tónlist og stjórnmál eða hvort það stundaði einhverja hreyfingu saman. Flest þeirra atriða sem lítill munur var á eru fremur ópersónuleg en munurinn kom frekar í Ijós því persónulegri sem spurningarnar voru. Helst var kynjamunur á tilfinningatengdum hlutum eins og hvort fólk gráti fyrir framan vini sína, faðmi þá eða ræði mál eins og barneignir eða vandamál í kynlífi. Karlar og konur svara mjög ólíkt spurningum er varða þau persónulega, eins og vandræði í einkalífi eða framtíðarplön og virðist þetta mun stærri hlutur af vináttu kvenna en karla. Þessar niðurstöður koma heim og saman við rannsókn Karen Walker frá 1998 þegar hún ræddi við konur og karla um vinskap þeirra. Þó komst hún að því að það var ekki alltaf samræmi milli lýsinga á vináttu í upphafi viðtals og þegar farið var að spyrja nánar. Hún komst að því að bæði karlar og konur eru gjörn á að lýsa vinskap sínum í samræmi við ríkjandi hugmyndir en þegar nánar var spurt minnkaði kynjamunurinn. Sem dæmi spurði hún einn karl hvort hann ræddi tilfinningar eða ástarmál við vin sinn og hann þvertókfyrir það. Við nánari eftirgrennslan kom í Ijós að síðast þegar þeir höfðu hist höfðu þeir rætt lítið annað en vandamál í ástarsamþandi vinarins. Sumt virtist eiga betur við um karla en konur og sjaldnast var um mjög persónulega hluti að ræða. Til dæmis var algengara hjá körlum en konum að spila tölvuleiki með vinunum, leika með þeim íþróttir og horfa á íþróttir, rífast við vinina og eins virtust karlar frekar leysa vind í návist vina sinna en konur. Hvað heldur fólk um vináttu kynjanna? Gaman var að sjá hvernig svör kynjanna voru þegar spurt var um þeirra eigin vinasamþönd en sérlega áhugavert var hvaða hugmyndir fólk hafði um vinasambönd bæði karla og kvenna. Til að mynda taldi fólk rifrildi meðal vinkvenna mun algengari en raunin var. Sömu sögu var að segja þegar kom að því hvort vinkonur grétu í návist hver annarrar, ræddu um vandamál í kynlífi og ræddu um börnin sin. Tilhneiging fólks var sú að allt þetta væri tíðara en niðurstöður úrfyrri hluta rannsóknar gáfu til kynna. Á hinn bóginn virtist fólk halda að konur leystu síður vind í návist vinkvenna sinna en raunin var og sama gilti um að horfa á íþróttir, ræða stjórnmál og tónlist. Einnig kom á óvart að fólk hélt að glens og grín skipti minna máli í vináttu kvenna en svör kvennanna sjálfra bentu til. Minna misræmi var milli hugmynda um karla og svara karlanna sjálfra. Helst virtist fólk ofmeta hversu mikið væri um að vinir spiluðu tölvuleiki saman, horfðu á íþróttir eða lékju íþróttir saman. Einnig virtist fólk telja að karlar ræddu síður um vandamál í sambandi en svör karlanna sjálfra bentu til. Eins virtist fólk vanmeta hve algengt væri að karlar ræddu áhyggjur sínar við vinina og hve mikið væri um að karlar hittust „bara til að spjalla". Sumt taldi fólk að ætti betur við um konur en karla. Þar á meðal voru spurningar um að gráta í návist vina/vinkvenna sinna, faðmast, fara saman í búðir og ræða vandamál í kynlífi. Þegar kom að hlutum sem fólk taldi einkenna vinskap karla meir en kvenna var helst að nefna hvort vinir spiluðu tölvuleiki saman, lékju og horfðu á íþróttir saman og síðast en ekki síst, hvort vinir leystu vind í návist hvers annars. Athyglisvert er í þessu sambandi að lítið bar á milli hugmynda karla og kvenna, bæði kynin virtust hafa samskonar hugmyndir um konur og samskonar hugmyndir um karla. Því verður varla sagt að það séu bara konur sem haldi að karlar horfi bara á fótbolta og hræðist að tala um tilfinningar sinar, því karlar höfðu samskonar hugmyndir um kynbræður sína. Sama var uppi á teningnum þegar kom að hugmyndum um konur. Karlar og konur voru með samskonar hugmyndir og ranghugmyndir um hvað einkenndi vinskap kvenna. vera / 4. tbl. / 2003 / 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.