Vera - 01.08.2003, Qupperneq 57
/ AÐ UTAN
ÞAO ER ÞÓ EKKIFORTÍÐIN SEM VIÐ ÆTLUM AÐ SKOÐA í ÞESSARI GREIN HELDUR
ÞÆR TVÆR KONUR SEM UM SKAMMA HRÍÐ VORU FYRSTU KONURNAR í
HEIMINUM TIL AÐ SKIPA TVÖ VALDAMESTU EMBÆTTI EINS LANDS Á SAMA TÍMA
Finnar hafa lagt lóð á vogarskálar
jafnréttisbaráttunnar
Ef sagan er skoðuð kemur í ljós að Finnar hafa verið
ötulir við að leggja lóð á vogarskálar jafnréttis-
baráttunnar. Til dæmis var konum gefmn réttur til að
læra læknisfræði í háskólum árið 1870 og árið 1878
útskrifaðist Rosina Heikel með læknispróf, íyrst kvenna
á öllum Norðurlöndunum. Árið 1906 var Finnland
fyrsta landið í Evrópu sem veitti konum kosningarétt og
rétt til að fara í framboð. Til að gera langa sögu stutta og
taka langt stökk fram í tímann þá var Elisabeth Rehn
fyrsta konan í heiminum til þess að skipa embætti
varnarmálaráðherra árið 1990 og þannig mætti lengi
telja. Það er þó ekki fortíðin sem við ætlum að skoða í
þessari grein heldur þær tvær konur sem um skamma
hríð voru fyrstu konurnar í heiminum til að skipa tvö
valdamestu embætti eins lands á sama tíma. Hvaða áhrif
hafði það á finnskt samfélag og hvað finnst Finnum um
þessar tvær konur?
Finnski málshátturinn „eins og tvö ber“ (kuin kaksi
marjaa), á svo sannarlega ekki við um þær Törju
Halonen og Anneli Jáatteenmáki. Þó að þær hafi báðar
lesið lögfræði á námsárum sínum þá hafa leiðir þeirra
þaðan til dagsins í dag verið mjög ólíkar. Ekki er það
bara stjórnmálalegur bakgrunnur þeirra sem er ólíkur
heldur allt þeirra fas og framkoma.
Hæfur leiðtogi með gott skopskyn
Tarja Halonen er mikill forkólfur og fer vel með það.
Hún er fyrsta konan til þess að gegna æðsta embætti
Finnlands, forsetaembættinu. Tarja var skipaður forseti
árið 2000 til 6 ára. Hún er jafnaðarkona eða
sósíaldemókrati og hefur verið þingmaður síðan 1979.
Tarja er þekkt fyrir að vera víðsýn og fara sínar eigin
leiðir. Þegar hún hóf afskipti sín af stjórnmálum var
hún einstæð móðir. Það var áhugi hennar á samfélaginu
sem leiddi hana út í stjórnmál. í forsetakosningunum
árið 2000 héldu rnargir að það yrði henni fjötur urn fót
að vera ekki skráð í þjóðkirkjuna og að vera ógift en í
sambúð. En skoðanakannanir sýndu að almenningur
var tilbúinn að kjósa Törju Halonen sem forseta sinn.
Tarja Halonen hefur búið í Helsinki nánast alla sína
ævi og er komin af verkafólki. Hún varð stúdent árið
1962 og útskrifaðist með próf í lögfræði árið 1968 frá
Helsinki háskóla. Á háskólaárunum tók Tarja virkan
þátt í stúdentapólitíkinni og var félagsmálafulltrúi
stúdenta 1969 -1970. Áður en Halonen hóf afskipti af
stjórnmálum vann hún meðal annars fyrir stærstu
sanrtök verkalýðsfélaga í Finnlandi. Tarja hefur setið á
ráðherrastóli lengst finnskra kvenna og hefur verið
utanríkis-, dórns- og félagsmálaráðherra. Tarja var
fyrsta konan í Finnlandi til þess að skipa embætti
dómsmálaráðherra og utanríkisráðherra. Hún hefur
líka setið í óteljandi nefndum og ráðum Evrópu- og
alþjóðasamtaka.
Törju Halonen er lýst sem hæfum leiðtoga með gott
skopskyn. Hún er sögð vera bæði ströng og nákvæm en
einnig umburðarlynd og víðsýn. Tarja segir sjálf að hún
sé kröfuhörð. „Ef þú gerir eitthvað, gerðu það þá vel,“ er
haft eftir henni. Skrýtlur og sögur af litríku málfari
Törju eru enn sagðar á göngum utanríkisráðuneytisins,
gamla vinnustaðnum hennar. Tarja hefur líka tekið upp
nýrri og afslappaðri siði innan sala forsetahallarinnar.
Strax við innsetningarathöfnina þegar hún lyfti glasi og
skálaði við forseta þingsins, frú Riitta Uosukainen, fannst
nýskipuðum forsetanum eins og allir væru festir upp á
þráð. Hún spurði því hvort ekki væri hægt að taka upp
aðeins afslappaðri samskipti. Uosukainen tók vel í það og
skipaði öllum að dreifa sér um salinn og slappa af.
Törju hefur meira að segja verið líkt við Múmín-
mömmu. Þegar hún fór í fyrstu opinberu heimsókn sína
til Svíþjóðar árið 2000 var henni lýst þannig í sænskum
fjölmiðlum: „Múmínmamma er komin.“ Tarja var með
perlufesti og stóra handtösku, alveg eins og
Múmínmamma er alltaf með. Tarja tók þessari
samlíkingu ekki illa og sagði að það væri hverri konu
mikilvægt að hafa stóra tösku sem rúrnar allt þeirra
hafurtask. Ef ég reyni að ímynda mér Anneli Jáátteenmaki
í Múmínlandi dettur mér helst í hug Litla Mí, þessi litla
með tígóið sem er með svo hraðar og snöggar hreyfingar.
Það var einmitt þannig - hratt og snöggt sem ferill Anneli
tók stakkaskiptum síðustu þrjú árin.
Bóndadóttir sem lærði lögfræði
Anneli Jáátteenmáki var fyrsta konan til þess að taka
formannssæti Miðjuflokksins árið 2002 þegar hún tók
við af fyrrum forsætisráðherranum hr. Esko Aho. Eftir
að hafa gegnt flokksformannsembættinu í níu mánuði
leiddi Anneli flokkinn til sigurs í kosningunum í mars
2003. Anneli, sem er 48 ára, varð þekkt stjórnmálakona
þegar hún gegndi embætti dómsmálaráðherra á
árunum 1994 - 1995 í ríkisstjórn Esko Aho. Hún varð
fyrsti kvenforsætisráðherra Finnlands en varð að segja
af sér embættinu 18. júní síðastliðinn eftir að hún varð
uppvís að lygum að þinginu og þjóðinni.
En hver er þessi kona, Anneli Jáátteenmáki? Anneli er
fædd árið 1955 í Lapua. Foreldrar hennar voru bændur
í F0RSETAK0SNINGUNUM ÁRIÐ 2000 HÉLDU MARGIR
AÐ ÞAÐ YRÐI TÖRJU FJÖTUR UM FÓT AÐ VERA EKKI
SKRÁÐ í ÞJÓÐKIRKJUNA 0G AÐ VERA ÓGIFT EN í
SAMBÚÐ. EN SKOÐANAKANNANIR SÝNDU AÐ
ALMENNINGUR VAR TILBÚINN AÐ KJÓSA TÖRJU
HAL0NEN SEM F0RSETA SINN