Vera - 01.08.2003, Side 62

Vera - 01.08.2003, Side 62
/ FRÁ FEMINISTAFÉLAG! ÍSLANDS » I Femínistafélagi íslands eru starfandi ellefu starfshópar og mun hver hópur greina frá starfsemi sinni í VERU. Að þessu HaiiaGunnarsdóiti, sinni er það Ofbeldisvarnarhópurinn. Ofbeldisvarnarhópurinn kom fyrst saman á fundi í maí 2003. í hópinn eru skráðir um 40 femínistar en á fundina mæta 8-15 manns hverju sinni. Ofbeldisvarnarhópurinn fundar 3-4 sinnum í mánuði. Markmið hópsins er að berjast gegn kyn- bundnu ofbeldi. Kynferðislegt ofbeldi er grófasta birtingarmynd kynjamis- réttis á íslandi sem og annars staðar. Við lítum á klám og vændi sem birtingarmynd kynferðislegs ofbeldis og viljum fara hina svokölluðu sænsku leið svo að vændiskúnnar séu sekir gagnvart lögum. Ofbeldis- varnarhópurinn er í góðu samstarfi við Stígamót og fær að nýta húsnæði Stígamóta undir fundi. Rúna Jónsdóttir fræðslufulltrúi Stígamóta situr fundi hópsins en okkur er mikilvægt að nýta reynslu fyrri kynslóða í baráttunni. Ofbeldisvarnarhópurinn vill að kastljósinu sé beint að ofbeldis- mönnunum. Umræðan hefur mikið snúist um þolendur ofbeldisins og skömmin hefur átt heima hjá þeim. Skömmin á að vera hjá hjá þeim sem fremja ofbeldið. Kynferðislegt ofbeldi byggir ekki á dýrslegum hvötum heldur á valdi - valdi karla yfir konum og börnum. Hópurinn telur að með samstilltu átaki allra þjóðfélagsþegna megi útrýma kynferðislegu ofbeldi. Við leggjum áherslu á samfélagslega ábyrgð en til þess að það gangi þarf að draga ofbeldið út úr skápnum og upplýsa fólk um það. Það þarf að ræða það í skólum, á vinnustöðum, á heimilum og alls staðar þar sem fólk kemur saman. Þannig auðveldum við þeim sem verða fyrir því að leita sér hjálpar og vinna úr sárunum og fáum stráka og karla til að taka ábyrgð. Ofbeldisvarnarhópurinn hefur verið virkur í vor og í sumar: • Hópurinn tók þátt í göngunni 1. maí. • Fulltrúi hópsins hélt ávarp í Þjóðleikhúskjallaranum 1. maí. • Fulltrúar okkar hafa komið fram í sjónvarpi, útvarpi og blöðum. • Seldum merki fyrir utan Goldfinger og bentum þannig á alvarleika tilvistar nektardansstaða á íslandi. • Vorum í samstarfi við karlahópinn fyrir verslunarmannahelgina. Fengum poppstjörnur í lið með okkur sem tóku afstöðu gegn nauðgunum. • Lásum ástarljóð og ástarfrasa út um glugga Stígamóta á Menningarnótt. Tilgangurinn var að mæla með ást og virðingu í stað þess að mótmæla ofbeldi. • Auk þess er hópurinn umræðu- vettvangur fyrir fólk sem ekki stendur á sama um klámvæðinguna og ofbeldið sem henni fylgir og vill gera eitthvað í málinu!

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.